Vikan


Vikan - 22.01.1970, Qupperneq 15

Vikan - 22.01.1970, Qupperneq 15
Ríkið skipaði — og seytián sinn- um setti Emil Zatopek heimsmet, vann fjögur ólympísk gullmerki og eitt silfurmerki. Allt þetta gerði hann fyrir Tékkóslóvakíu. I dag hafa öll hans heimsmet verið slegin, en allir heimsins íþróttaunnendur dá hann, svo og tékkneska þjóðin eins og hún leggur sig. Emil Zatopek, „tékkneska eimreiðin", eins og hann var kallað- ur um heim allan, hefur engu að síður verið fordæmdur í heimalandi sínu, rekinn úr flokknum og sömu- leiðis frá fyrirtæki því, er hann hafði framfærslu sína af að vinna við. En ekki nóg með það. Það hafði Zatopek í mótmælagöngu, haldandi á I spjaldi með myndum af þeim Svoboda og Dubcek. -4^. Zatopck ásamt konu sinni, er Dana heitir. Hún sigraði í spjótkasti kvenna á Ólympfuleikunum í Heisingfors, og mun ckki ofmælt að þau séu frægustu íþróttahjón veraldar. nefnilega sýnt sig að ungmenni í Prag báru kennsl á Zatopek, þegar þau sáu hann á ruslabílnum, sem hann hafði atvinnu við að keyra, og sögðu við hann: „Emil, þetta er ekki starf fyrir þig. Láttu okkur um að annast þetta. Við öll og landið okkar eigum þér svo mikið að þakka, að það er hrein skömm að fara þannig með þig." Svo það brást al- drei að einhver tékkneskur ungling- ur kæmi og tæki að sér starfið fyrir Zatopek. Nýja stjórnin sem sett hafði verið á tróninn að tilhlutan Rússa var ekkert hrifin af þessu, þareð Zatopek hafði aldrei farið dult með andúð sína á eftirmönnum Alexand- ers Dubcek. Svo kom að Ólympíuleikunum f Mexfkóborg, en þar mætti Zatopek sem gestur. Vinir hans höfðu varað hann við að hafa mjög hátt um skoðanir sínar á hinum nýju ráða- mönnum lands síns. En Zatopek hafði látið þær ráðleggingar sem vind um eyru þjóta. í Mexíkóborg hafði honum lent saman í hörkurifrildi við Vladimfr Kúts, höfuðsmann í sovéska hernum og stórfenglegan langhlaupara. Fyrr- meir voru þeir drengilegir keppi- nautar og góðir vinir, en nú æstu þeir sig upp úr öllu valdi og skildu með litlum kærleikum. Hverskonar maður er þá Zatopek þessi? Hann kom fyrst í Ijós sem starfsmaður skóverksmiðju, varð síð- an undirlautinant í hernum, því næst ofursti og hlaut slfka frægð að um allan heim var haft að orðtæki: Óþreytandi eins og Zatopek! Sjálfur lýsti hann lífi sfnu sem svo: Ég lifi aðeins fyrir íþróttirnar. Að hlaupa, hlaupa og hlaupa, það var mér allt. Ég er fyrir hreyfingu, og þegar ég á unglingsárum varð að dvelja langtímum saman innan- húss, leið mér eins og fjörugum fola, sem bundinn er inni við stall. Þegar einhver dagur leið svo að ég var ekki hundþreyttur að kvöldi, fannst mér ég ekki hafa notað þann dag ekki trúa: Þrátt fyrir allar þessar æf- ingar gaf ég mér tíma til að sinna tónlist, leika á fiðlu, harmónfku og gítar, og ég hafði líka mjög gaman af knattleikum. Það er þjóðarsport í Tékkóslóvakíu, eða allt að því. Hvað fannst keppinautum Zato- peks um hann? Hvað hugsuðu þeir, þegar þeir urðu að keppa við „hlaupavél" þessa og vissu nokk- -Jh- Zatopek van : sjálfur að byggingu húss sins. Hér er hann að moka steypu í fötur. til fulls. Ég var oft að því spurður hvort ég hefði gaman af að leggja á mig ofurmannlegar raunir líkt og fakír. En raunin var sú að ég leit ekki á erfiði æfinganna sem þrautir, heldur hafði verulega gaman af þeim, og oft hafði ég það á tilfinn- ingunni að ég hlypi f einskonar dvala. Þessi þörf, að hlaupa og hlaupa, hún kom að innan. Og svo var annað, sem margir vildu alls urnveginn fyrir fram, að þennan mann var ekki hægt að sigra? Um þetta hefur nýlendufransar- inn Alain Mimoun líklega komizf hvað sniðugast að orði. Á Ólympfu- leikunum í Lundúnum 1948 varð hann annar í röðinni á eftir Zatopek í tíu þúsund metra hlaupi, og 1952 í Helsingfors var hann einnig annar í röðinni á eftir Zatopek í tfu þúsund Framhald á bls. 40. 4. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.