Vikan - 22.01.1970, Blaðsíða 16
Hann hefði getað keypt
hana og alla hennar
fjölskyldu og borgað sjöfalt
verð fyrir. Vald hans yfir
henni var óvéfengjanlegt....
SMÁSAGA FRÁ INDLANDI
EFTIR T. H. WHITE
FURSTAYNJAN
Það kom ekki oft fyrir, að
furstinn keypti eitt eintak af
nokkrum hlut. Af Rolls-Royce
bifreiðum keypti hann jafnvel
stundum hálfa tylft í einu.
Þetta var lítill maður og gild-
vaxinn, úteygur og augun kara-
mellubrún, en fingurnir stuttir
og gildir, brúnleitir og silkimjúk-
ir. Hann hafði viðkvæmt hörund
með smágerðum hrukkum.
Hringarnir frægu voru sokknir í
holdið. Hann var svitagjarn og
þó ekki illa þefjandi. Alltaf fór
klæðnaður hans ótrúlega vel.
Þjónar hans sátu við það tím-
unum saman, að bursta reiðstíg-
vél hans af mikilli vandvirkni,
og þrisvar á dag skipti hann um
silkiskyrtur. Hann átti tuttugu og
fjórar snyrtitöskur úr svína-
skinni, fullar af krystalsflöskum
með gulltöppum. í hár sitt notaði
hann Rowlands Macassarolíu, en
Kölnarvatn í vasaklútana. Þegar
hann kveikti í vindlingi fyrir
gesti sína, smellti hann upp gull-
kveikjaranum, sem aldrei bilaði,
með snoturri sveiflu.
Reiðmaður var hann mikill að
sjálfsögðu, og lék bæði póló og
krikket, því hann hafði stundað
nám við háskólana í Harrow og
Cambridge. Hann var ekki í tölu
hinna fremstu fursta, sem stað-
hæft var að ættu fullar sundlaug-
ar af perlum og gimsteinum. En
hann átti nægilegt af skartgrip-
um til þess að fylla venjulegt
baðker upp á barma. Hann var
snjall í vetraríþróttum og fimur
að skjóta tígrisdýr af fílsbaki.
Furstinn var örlítið rangeygð-
ur á öðru auga og það var blár
blettur á nefi hans eftir spreng-
ingu. Hann var um fimmtugt að
aldri. Þegar hann tók ofan vefj-
arhöttinn, mátti sjá að hár hans
var strítt eins og fax á hrossi.
Furstafrúin, sem var seinni
kona hans, var tuttugu og sjö ára.
Hún var komin af miðstéttarfólki
í Seattle og hafði verið skrif-
stofustúlka. Hafði hún kvænzt
honum til þess að geta orð-
ið auðug hefðarfrú, — — og
vegna þess að hún hélt að Ind-
land væri eins og í Þúsund og
einni nótt. En er stundir liður
fram, gerðist hún leið á öllu þar
í landi, og gat ekki stillt sig um
að kvarta og kveina.
Og nú var hún komin langt á
leið. Hún var skelfingu lostin.
Þau umgengust með brennandi
hatri.
Nú var rómantík samlífsins
fokin út í veður og vind og hún
fyrirleit ástaratlot hans, karde-
mommueiminn, sem af honum
lagði, fyrirleit litarhátt hans, fyr-
irleit hann af því að hann bar
ekki nægilega virðingu fyrir
henni, af því hann var húsbóndi
hennar og herra. Hún kveinkaði
sér í innsta eðli, hvert sinn er
brúnar hendur hans snertu hana.
Hann hataði hana vegna þess,
að hún auðmýkti hann.
Hann hefði getað keypt hana
og alla hennar fjölskyldu með,
og borgað andvirði sjöfalt. Vald
hans yfir henni var óvéfengjan-
legt. En hann var brúnn á hör-
und. Enda þótt telft væri fram
baðkeri, fullu af gulli og gim-
steinum, námi hans í Harrow og
Cambridge og öllum hans for-
feðrum, gegn miðstéttarfjöl-
skyldu hennar, gat það ekki
jafnað upp muninn á litarhætti
þeirra.
Til að byrja með, hafði hún
ekki auðmýkt hann vitandi vits,
— og þó hafði hún auðmýkt hann.
Hryllingin, er hann sá í svip
hennar, hvert sinn sem hún leit
til hans, orkaði svo niðurdrep-
andi á sjálfsvirðingu hans, að
verra var en móðgun að yfir-
lögðu ráði.
Árið 1948 var Arbuthnot lækn-
ir kallaður frá Bombay til þess
16 VIKAN 4-tb]-