Vikan


Vikan - 22.01.1970, Qupperneq 17

Vikan - 22.01.1970, Qupperneq 17
að veita aðstoð sína er furstafrú- in yrði léttari. Arbuthnot læknir var enginn snillingur í sinni grein. Hann var einn þeirra lækna, sem ferð- ast um nýlendurnar á vegum rík- isstjórnarinnar. En hann var maður vingjarnlegur og góðvilj- aður og virtist öllum vel. Sumir tæptu á því seinna meir, að furstafrúin hefði einmitt valið sér hann vegna þess að hann var enginn snillingur. En hann vissi sínu viti, þótt ekki væri hann frægur maður. Og hann var gæddur þurrakímni skozku láglendinganna. Furstinn sýndi honum þann sóma, að taka á móti honum í forsal hallar sinnar. Þar voru steypujárnssúlur í líkingu við pálmaviði og stoppuð tígrisdýr stóðu þar í smáhópum, sem lif- andi væru. „Kæri vinur, mikið var það vingjarnlegt af yður að koma! Og það í þessum hita! Ég vona sannarlega, að yður hafi liðið vel á leiðinni. Þessi andstyggilega j ár nbr autar lest!“ Læknirinn var því vanur að tala við óstyrka eiginmenn og svaraði bara: „Góðan dag, yðar tign.“ „Það verður að vísa yður til herbergja yðar þegar í stað. Ég hef ætlað yður íbúð við svalirn- ar austanmegin. Það er smáhýsi í skozkum stíl, kæri vinur, — alveg eftir yðar höfði. Raunar eru þetta ekki nema tvö herbergi, en þér hafið þau eingöngu fyrir yður sjálfan.“ Jarðhæð hallarinnar var evrópísk að hálfu leyti og aust- urlenzk til hálfs. Óteljandi skart- gripum, af öllum gerðum og stærðum, var komið þar fyrir, hverjum innan um aðra. Tígra- skinn og Louis Seize stólar, nef- tóbaksdósir og járnbrautalíki, ljósastikur úr kristalli og gas- lampar með ljósrauðum hlífum. Nokkur herbergjanna stóðu auð, líkt og þau hefðu gleymzt af einhverjum orsökum. Önnur voru full af óopnuðum kössum frá erlendum vöruhúsum. Þar voru herbergi, sem höfðu að geyma gliáandi vopn í hundraða- tali, ótal tegundir, og þar var pálmaviðargarður með hráka- bökkum úr kopar. Næsta hæð fyrir ofan var ein- göngu austurlenzk. Þar fór dularfullt hvískur um grænar flókahurðir og flos- ábreiður, falin ljós og glugga- lausa ganga. Þetta var hús kvennanna, purdan, heimkynni hinna mörgu lykla, þar sem gengið er um með fingur á vör. Dyr opnast og dyr lokast, ósén augu skyggnast og eyru hlusta eftir hljóðlausu fótataki. Furstaynjan lá í svefnstofu sinni og sneri andliti til veggjar. „Sjáðu nú til, vina mín, hér er Arbuthnot læknir kominn, eins og ég hef minnzt á við þig. Þetta er fullkominn læknir frá höfuðstaðnum. Hann er hvítur maður í húð og hár.“ Furstafrúin hreyfði höfuðið á koddanum, eins og henni kæmi þetta ekki við. Ajahan, er setið hafði við rekkjuna og saumað, stóð á fætur og gekk út. „Ég er viss um að Arbuthnot læknir vinnur bug á öllum sjúk- dómseinkennum.“ Hún ýtti önuglega við hönd hans, er legið hafði máttlaus of- an á ábreiðunni, með lófann upp. „Við verðum að treysta lækn- inum, vina mín, og snilli hinna vestrænu vísinda.“ Arbuthnot læknir leit framan í furstann og hugsaði til þess, hvort það væri ást eða reiði, hat- ur eða fyrirlitning, sem lesa mætti í skásettum augum hans. En þegar furstinn horfði á hann, var þar ekkert að sjá nema ein- bera kurteisi. Furstafrúin var ákaflega erf- iður sjúklingur. Hún lá hreyfing- arlaus eins og trjábolur, er hann rannsakaði hana og fékkst ekki til að tala orð. Það var langt lið- ið á meðgöngutímann, en annars virtist hún grönn og máttlítil. Hörund hennar var með þeim hætti, sem búast mátti við hjá þungaðri konu. En ýmislegt virtist benda til þess, að hún kynni að neyta áfengra drykkja. Eða var það kannski sefasýki? Þessar konur, hugsaði hann, sem fleygja sér í fangið á kaffi- brúnum furstum, og komast svo að því á eftir, að þær hafi flutzt inn í framandi veröld, sem þær fara að hata. Það var svo sem engin furða þótt fyrir kæmi, að þær hölluðu sér fullmikið að flöskunni. Hún svaraði spurningum hans með bví að kinka kolli eða hrista ' höfuðið. f hið eina skipti, er henni hraut orð af vörum. mælti hún ergilega: „Þér hlustið!“ Ekki var hægt að hugsa sér meira prúðmenni i viðmóti en furstann. Það var eins og hann setti allt sitt traust á Arbuthnot og gerði allt sem hann mátti, til að geðiast honum og vinna hylli hans. Á hverju kvöldi stóð ný viskýflaska á náttborði hans í smáhýsinu og á hverju kvöldi barst honum dagverðarboð, rit- að á ljósrauðan pappír með gull- skrejrtingu. Á bréfinu var skjaldarmerki furstans, borið uppi af fílum. „Með orku og vizku“ var ein- kennisorð hans. „Þér hafið lært í Edinborg, læknir, er ekki svo? Ég lærði sjálfur í Cambridge. Það var yndislegur tfmi og ágætis háskóli. Ég segi alltaf að það hafi verið fegursta tímabil ævi minnar. Þá hafið þér sennilega leikið krikket?“ „Nei, fursti, það fór mest í að drekka ÖL" „Öl, já, auðvitað! Vín hinna brezku eyja. Þér viljið máske heldur öl en þetta kampavín, sem ég er að bjóða yður? Já, auðvit- að, en hvað ég var hugsunarlaus. Við eigum alltaf ágætar birgðir í kæligeymslu.“ Og án þess að hans tign gæfi neina skipun um það, var þjónn kominn til þeirra eftir andartak, og hellti öli í glösin. „Og hvað virðist yður um furstafrúna?" „Hennar tign er ekki hraust. Meðgöngutíminn getur iðulega verið erfiður næmgeðja konum. Við verðum að reyna að styrkja hana.“ „Er það venjulegt, að þær fái uppköst á morgnana, þegar svo langt er fram liðið?“ Framhald á bls. 44 4. tbi. viKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.