Vikan - 22.01.1970, Síða 21
Veggir „reykháfsins“ voru þaktir hálli bleytu og leðju og erfitt að fá þar hand
og fótfestu.
Eftir M Peters
Teikning af Peak Cavern. Göngin niður úr hellisgólfinu til vinstri
eru hinn frægi og illræmdi „reykháfur Satans“.
atvinnu og hef heilarannsóknir
fyrir tómstundastarf. í Englandi
eru ég og mínir líkar kallaðir
,,moldvörpur“, vegna þess hve
við sækjum í djúpa hella og göng
undir sjávarmáli.
■— Ókei, sagði Carter. — ÍÉg
gaf honum ríflegan morfín-
skammt. Vona að þú getir þá
bjargað honum.
Ég tók nokkra vatnsteyga úr
flösku, sem einhver rétti mér.
Svo kleif ég varlega fram af
holubarminum; undir var ekkert
að sjá nema niðamyrkur. Hér
efst var holan eitthvað níutíu
sentimetra í ummál, svo að ég
gat látið mig síga með fæturna
á undan. En sums staðar voru
göngin miklu þrengri, ekki meira
en fjörutíu sentimetra, og ein-
mitt þar sneru þáu upp á sig.
Að innan voru göngin þakin
slími og leðju. Ég átti erfitt með
að fá nokkra festu fyrir hendur
og fætur. Á einum stað rann
mórautt vatn út um sprungu og
að manninum, sem sat fastur
undir niðri.
Svo víkkuðu göngin og urðu
rúmlega hálfur annar meter.
Hér varð ég að snúa mér við og
halda áfram með höfuðið á und-
an. Annars hefði ég ekki komizt
gegnum þrengslin fram undan.
Öndunargríman mín — af sömu
gerð og þær sem froskmenn nota
— ýttist stöðugt til hliðar. Ég
reyndi að loka fyrir súrefnið
þangað til ég næði til Moss, en
í þrengslunum náði ég ekki til
ventilsins.
Nú gat ég greint Moss í skin-
inu frá ennislampanum. Ég var
ennþá tíu metra frá honum, en
Framhald á bls. 40.
4. tbi. VIICAN 21