Vikan - 22.01.1970, Side 29
Eftir Hjalmar Bergman
maðurinn var ungur og dcá-
lítið yfirlætisfullur. Hann hló
og sagði:
„Eg hefi heyrt þetta fyrr.
Lofaðu mér inn. Ég stel
hvorki né drep. En ég þarf að
sofa.“
Hann lét það ekki fæla sig
á burt, þótt gamli maðurinn
segði honum frá dauðanum í
húsinu. Hann ýtti gamla
manninum til hliðar og geklc
inn í garðinn. Myrkrið var
svo svart, að hann gat ekki
greint dyrnar á húsinu, svo
hann gekk að upplýstum
glugganum. Gamli maðurinn
fylgdist með honum. Hann
sagði, þegar þeir komu að
glugganum:
„Sjáðu, ég skrökvaði ekki.
Þetta er tengdasonur minn,
liann er dáinn.“
Rúm stóð í miðju herberg-
inu og vissi höfðalagið að
glugganum. í því lá dauður
maður. Hann var á aldur við
unga hérmanninn, en hann
var dáinn. Hvíta slæðu hafði
hann upp að hálsi. Við liöfða-
lagið sat ung kona, naumast
fullvaxta. Ilún sat við borð,
sem fjögur kerti brunnu á.
Hermanninum varð star-
sýnna á stúlkuna en dauða
manninn. Honum sýndist hún
fögur, en þó nokkuð dökk yf-
irlitum, og ekki eins geðfelld
og unnustan hans lieima.
En hvað kom honum þetta
annars við. Hann þarfnaðist
aðeins svefns. Hann sneri sér
að gamla manninum og sagði:
„Það hlýtur að vera til rúm
i húsinu, eða að minnsta kosti
dýna eða eitthvað, sem hægt
er að liggja á.“
„svaraði gamli maður-
inn. „I hliðarherberginu þarna
er uppbúið rúm, sem tengda-
sonur minn svaf í áður en
hann giftist. En herra, ég segi
yður það sjálfs yðar vegna,
eins og þér getið líka séð að
dauðinn býr í þessu húsi. Ég
er gamall maður, og hefi nóg-
ar bvrðir að bera.“
Hermaðurinn svaraði:
„Karl minn, ég ætla ekki
að verða mér um að sofa í
rúminu því arna. Það verður
ekki neinum til meins, þótt
ég liggi í því og ég hlakka til
að hvílast aftur milli hvítra
lakanna.“
Hann skeytti nú engu mót-
mælum gamla mannsins, en
gekk að herbergisdyrunum.
Gangurinn var niðdimmur,
og um annað var ekki að ræða
fyrir hann en að opna dyrn-
ar að herberginu þar sem
kertaljósin fjögur loguðu. En
þegar hann hafði einusinni
opnað hurðina var það ókurt-
eisi að segja ekki hvert
erindi hans var. Hann nam
hikandi staðar við dyrnar.
Unga kon.an stóð upp og
hneigði sig.
„Pardone Madame,“ sagði
hermaðurinn. „Ég er aðeins
að leita mér að skýli vfir nótt-
ina. Vilduð þér, eða einhver
vísa mér til herbergisins, sem
mér er ætkað að sofa í.“
„Rúmið er tilbúið. Ég ætla
að sækja vatn og Ijós. Það er
kalt í því. Viljið þér að ég
kveiki upp? Við lögðum allt
af í á þessum tíma árs, þegar
unnusti minn svaf þar. Við
vorum nýgift. Giftumst í
sumar.“
Ilermaðurinn tók ofan
hjálminn og gekk á tánum að
rúminu. Ilonura fannst að
hann þyrfti að segja eitthvað
og spurði:
„IJr hverju dó hann!“
„Hann féll í stríðinu,“ svar-
aði hún, og leit nú í fyrsta
skipti í augu honum. „Hann
dó fyrir tveim dögum. Þeir
sögðu, að hann hefði fallið í
návígi. Hann var skorinn á
háls.“
„Faðir yðar . . .“ byrjaði
hann, en hún greip fram í:
„Já, ég veit það. Pabbi seg-
ir, að hann hafi sýkzt hér í
húsinu. Látið þér slíkt ekki
hræða yður. Pabbi segir þetta
alltaf, því að hann er hrædd-
ur um, að ég sleppi mér ella,
ef ég hitti einhvern yðar.
En ég er ekki svo heimsk.
Hver myrti hann? Hvorki
einn né annar. Það var stríð-
ið.“
Hann gekk fáein skref
áfram og leit á dauða marni-
inn.
Stúlkan laut niður að hon-
um og sýndi, hvernig byssu-
stingurinn hafði skorið háls-
inn sundur.
Hermaðurinn hristi höfuð-
ið.
„Já, það er ekki gaman að
sjá þá svona. A meðan það
stendur yfir sýnist allt í lagi,
en að sjá þá á eftir — og líta
þá heima — það reynir á
taugarnar. Piltarnir ykkar eru
skratti góðir hermenn. Ég var
líka í árásinni.“
„Ég veit það,“ sagði stúlk-
an. „Pabbi hélt að við mynd-
um fá liðsauka, og þeir myndu
sækja annarsstaðar fram, en
ég vissi, að þeir myndu koma.
Eg heyrði herhiðrana ykkar
um hádegi. Pabbi vildi, að við
fælum okkur, en hvaða. g<agn
er að því.“
„Það er rétt,“ kallaði her-
maðurinn upp gáskalega, „við
gerum engum mein. Það á
aðeins að lofa okkur að vera
útaf fyrir oklvur — og — en
það er mjög fallegt af yður
að vera ekki hræddar.“
Hann þagnaði allt í einu og
blygðaðist sín fyrir galsann.
Honum fannst svo ægilega
einmanalegt í þessu óvina-
landi, en þá tilfinningu mátti
hann ekki láta í ljós við hvern
sem var. En sem betur fór
virtist honum að lnín væri
upptekin af sínum eigin hugs-
unum. Hún laut niður að hin-
um látna og strauk hár lians
og enni, jafn mjúklega og við-
kvæmt eins og unnustan gerði
við hann, þegar hann var
heima.
Svo sagði hún:
„Við skulum eklci standa
hér lengur. Eruð þér ekki
svangir?“
Hún fór með hann inn í
borðstofuna, kveikti á lamp-
anum og lagði dúkinn á borð-
ið. Hún tók hjálm hans og
Framhald á bls. 39.
4. tbi. YIKAN 29