Vikan - 22.01.1970, Síða 41
mér þyki þetta leitt. Eg elska
hana....
Svo hvarf Moss í miskunnsamt
djúp meðvitundarleysisins. Sjálf-
ur gat ég naumast haldið höfði.
Allt hringsnerist fyrir augum
mér. Ég þreifaði eftir línunni, en
fingurnir hlýddu mér ekki.
— Komdu upp, Peters! sagði
röddin. — Komdu upp undir
eins. Það er kominn tími til að
þú sért leystur af.
Ég leit á Neil Moss. Hann lá
grafkyrr. Svo lagði ég af stað
upp.
Ég vissi að ég hafði þegar ver-
ið of lengi niðri. Ég minnist að-
eins óljóst þess, sem skeði næst.
Eg man að ég kraflaði í bergið
svo neglurnar flettust af fingr-
unum, og ég fann hræðilega til
þegar hnén rákust í hvassar
steinnibburnar.
Þegar ég komst þangað sem
göngin urðu lóðrétt, gat ég ekki
meira. En mennirnir uppi héldu
áfram að draga Ég hékk mátt-
laus í göngunum.
— Bíðið, hóstaði ég. — Bíðið
þið svolítið. Ekki draga meira ...
Það slaknaði á reipinu. Eg lá
þarna másandi í rakanum. Nú
varð ég að snúa mér við og
halda áfram með höfuðið á und-
an. Beint upp í gegnum „reykháf
andskotans". Dimmrauðum leiftr-
um brá fyrir au.gu mér. Mér var
allur máttur þrotinn. En ég varð
að halda áfram. Varð. Ég gerði
mig tilbúinn og sagði þeim síð-
an að þeir mættu draga. Síðan
varð allt svart.
Hið næsta sem ég varð var
við var að ég var gripinn og
dreginn upp á holubarminn.
Þegar ég hafði verið lagður út
af, var súrefnisgríma sett fyrir
andlit mér, og ég reyndi að anda
hægt og djúpt.
Ég lá lengi áður en hjartað
dró úr slætti sínum. Smám sam-
an fór ég aftur að geta hugsað.
En það var erfitt að tala.
- Hvernig er það með Moss?
spurði kvenrödd.
Fyrst furðaði ég mig á hvað
kvenmaður væri að gera hér í
jörðu niðri. Siðan grillti ég í
andlit hennar í flögrandi ljósinu,
sem lýsti upp hellinn, er þarna
var hár undir loft. June Bailey
var aðeins átján ára og einhver
smávaxnasti hellarannsakari í
Englandi. En hún var líka með-
al þeirra duglegustu.
- Ég skal reyna að komast
niður og sjá hvort ég get gert
eitthvað, sagði hún.
— Það . . . það nær engri átt.
Stúlka hefur það ekki af, sagði
ég með andköfum.
— Ég reyni engu að síður. Ég
er langminnst vkkar, ekki nema
einn fimmtíu og sjö. Það er aldr-
ei að vita nema ég geti losað
Moss.
Jim Whitton vfirlautinant, sem
stjórnaði björgunarstarfinu, laut
yfir mig.
- Útskýrðu ástandið þarna
niðri fyrir ungfrú Bailey eins og
bezt þú getur, sagði hann. — Við
verðum að lofa henni að reyna.
Læknirinn segir að. Moss geti
ekki átt langt eftir. Nú er hver
mínúta dýrmæt.
—■ Hún kemst aldrei upp aft-
ur, umlaði ég.
— É'g er alveg jafn stælt og
þú, sagði June. — Og miklu
minni.
Þegar ég sá June renna sér
fram af brúninni ofan í myrka
holuna datt mér ekki í hug að
ég sæi hana aftur í þessu lífi.
Hvernig átti hún, lítil og veik-
byggð stúlka, að hafa það af
þarna niðri? En hún var þrjózk
eins og erfðasyndin; það vissi ég
af fyrri reynslu.
Allmargir hafa þá skoðun á
okkur hellaskoðurum að við sé-
um hálfvitlaus lýður sem hafi
sjúklega ánægju af að læðupok-
ast niðri í klettasprungum og
neðanjarðarhellum. Vel má vera
að við séum hálfvitlausir, en við
höfum gaman af að gera nýjar
uppgötvanir undir yfirborði
jarðar.
Greifadæmið Derbyshire hefur
alltaf verið eitt mesta eftirlætis-
land spelíólóganna, eins og heila-
könnuðir eru kallaðir á fínu máli.
Og það var þangað, sem Neil
Moss kom sunnudagsmorgun
einn til að fara niður í þann
fræga hslli Peak Cavern, skammt
frá borginni Castleton.
Moss, sem ég hafði hitt tví-
vegis áður, kom ásamt tólf
klúbbfélögum, og ætluðu þeir
að rannsaka áður óþekktan hluta
Peak Cavern-hellis. Hálfs ann-
ars kílómetra leið inni í þessum
gífurlega helli eru göng, sem
vísa niður á við. Við af þeim
tekur síðan mjög djúp, næstum
lóðrétt gryfja, sem kölluð er
„reykháfur andskotans“. Þessi
lóðréttu göng mður í bergið eru
þrjátíu og tveggja metra djúp
og níðþröng. Þau eru talin þau
hættulegustu sinnar tegundar í
allri Evrópu.
En Neil Moss hafði ekki látið
þau hræða sig. Hann átti eftir
um það bil tíu metra til botns
þegar hann missti handfestuna á
bergveggnum og samtímis slitn-
aði vaðurinn. Bergið þarna niðri
var glerhált af slími og leðju, og
Moss hafði hrapað með höfuðið
á undan gegnum þrengslin, sem
eru í lögun eins og tappatogari,
og festst þar sem göngin eru
þrengst. Þar lá hann nú án þess
að geta hreyft legg eða lið. Moss
var mikill vexti og vóg níutíu
kíló — hefði hann verið minni
hefði hann áreiðanlega hrapað
áfram gegnum göngin, steypzt
fram af klettabrún sem tekur
við skammt fyrir neðan og horf-
ið eitthvað niður í það óendan-
lega.
Þegar hellakönnuður fer niður
í hættulega holu eða göng er
alltaf að minnsta kosti einn fé-
lagi hans eftir uppi. Honum gef-
ur klifrarinn nákvæmar upplýs-
ingar um hvenær hann hyggist
Húsmæður reynið
SLOTTS-sinnep
Sérstaklega gott bragS
Sterk og falleg glös
Fæst í næstu búð
HllftH E1 KHIN IANS NÖA?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
SÍSast er dregiS var hlaut verSlaunin:
Guðbjörg Þórisdóttir, Esjubraut 37, Akranesi.
Nafn ______
Heimili
Örkin er á bls.
Vinninganna má vitja 1 skrifstofu Vikunnar. 4.
V__________________________________________________________________ J
4. tbi. VIKAN 41