Vikan - 22.01.1970, Page 49
Kjallaradyrnar opnuðust alveg
og í hendingskasti var Eric kom-
inn á vettvang, krækti öðrum
handleggnum sterklega yfir háls-
inn á Rees en ieitaði með hinni
hendinni í jakkavasa hans að
skammbyssunni. Rétt eins og um
væri að ræða vel undirbúið at-
riði í kvikmynd, rétti hann mér
byssuna utan seilingar Rees. 'Ég
tók hana án þess að líta framan
í andlit Rees, afmyndað af reiði.
— Carol, hringdu í lögregluna,
sagði Eric.
Ég lagði byssuna frá mér á eld-
húsborðið og valdi númerið. Rees
róaðist, enda gat hann ekkert að-
hafzt í sterkum greipum Erics.
— Ef þér viljið vera rólegur,
herra Morgan, þá skal ég sleppa
yður.
■—• Takk, svaraði Rees kald-
hæðnislegri röddu.
Ég bað símastúlkuna að
hringja á lögregluna og senda
nokkra mem til Bellwood. Hlið-
ið skyldi verða opnað fyrir þeim.
— Það er um morðtilraun að
ræða, útskýrði ég. — Við þurf-
um líka á lækni að halda.
Ég vissi jú ekki í hvernig ásig-
komulagi Stephen var.
Ég lagði tólið á og sneri mér
við. Nú komst ég ekki hjá að
horfa framan í Rees. Augu okk-
ar mættust þvert yfir herbergið.
— Carol, sagði Rees og það
var spurnarhreimur í röddinni.
— Mér þykir þetta leitt, sagði
ég lágt.
Þetta var vægt til orða tekið.
Ég var milclu meira en leið yfir
þeim ósköpum, sem gerzt höfðu
hér á Bellwood. Ég var örvænt-
ingarfull yfir þessum óskiljan-
legu atburðum.
— Mér þykir þetta líka leitt,
sagði hann. — Því að ég elskaði
þig, Carol, og geri enn. Og ein-
mitt það gerir allt miklu erfið-
ara.
Hann var eldsnöggur, svo að
Eric áttaði sig ekki í tíma. f einu
vetfangi greip hann byssuna af
eldhúsborðinu og ég hugsaði með
mér, að nú væri stundin komin
og dagar mínir og Erics taldir.
En í staðinn hljóp hann fram
á ganginn og ég hrópaði til Er-
ics:
— Hann ætlar að fara til
Stephens!
En einnig sú tilgáta mín reynd-
ist röng. Hann fór ekki út úr
húsinu, heldur inn í vinnuher-
bergi Valeries og læsti sig þar
inni. Við stóðum óttaslegin og
horfðum á læstar dyrnar. Eric
lagði handleggina utan um mig
eins og hann vissi, hvað mundi
gerast. Um leið og skotið reið af,
þrýsti hann mér fast upp að sér
eins og hann vildi reyna að koma
i veg fyrir að ég heyrði það. Ég
stóð þarna með lokuð augun og
beit svo fast á vörina, að mig
kenndi til; ég beið eftir því að
bergmál skotsins dæi út, en það
hélt áfram að hljóma í eyrum
mínum.
Þá heyrði ég rödd Erics yfir
höfði mér, og það var ekki ég
sem hann var að tala við.
— Hvar er Tim? sþurði hann
og eins og í fjarska heyrði ég
rödd Roberts.
— Hann er að leika sér að
bátnum sínum í baðkarinu.
Ég leit upp stigann og sá hvar
Roberts stóð þar, lítill og grann-
vaxinn. Þögnin var skelfileg.
— Þér skiljið ef til vill hvað
hefur gerzt, sagði Eric loks.
Hann þagnaði, en hélt síðan
áfram:
— Það er kannski bezt að þér
reynið að hafa ofan af fyriir
drengnum eins lengi og þér get-
ið. Og Roberts — lokið ekki hús-
inu.
— Nei, auðvitað ekki, svaraði
Roberts með sinni venjulegu
hljómlausu röddu.
Máttarvana lét ég mig falla á
neðsta stigaþrepið og huldi and-
litið í hönd im mér. Mér barst til
eyrna fuglasöngur og skrjáf í
laufi að utan og ég hugsaði með
mér, að lífið héldi áfram sinn
vanagang, enda þótt einn maður
væri ekki lengur í tölu lifenda.
Og ef tll vill hafði þetta verið
bezta lausnin úr því sem komið
var.
Eric hafði brugðið sér frá, en
kom nú aftur og lagði handlegg-
inn utan um mig, en sagði ekk-
ert.
— Við ættum kannski að fara
til Stephens sagði ég eftir eilífð-
arþögn. — Við getum kannski
hughreyst hann og sagt honum
það sem gerzt hefur....
— Við látum lögregluna koma
fyrst, sagði Eric. •—• En hver er
eiginlega þessi Stephen?
Mér fannst erfitt að þurfa að
fara að tala um þetta. Mér fannst
satt að segja. eins og þetta heyrði
alls ekki þessum heimi til og
allra sízt Eric. En hjá því varð
ekki komizt. Eric átti heimtingu
á að fá að vita allan sannleik-
ann. Það var jú honum að þakka,
að ég var enn á lífi.
— Hann var hér, þegar Vale-
rie dó. . .. Rees sagði, að hann
hefði átt sök á dauða hennar. . . .
Hann hefur verið fangi Rees sfð-
an þá. ..
— Guð minn góður!
— Hversu lengi stóðstu á bak
við kjallaradyrnar? spurði ég.
— Klukkan tíu var ég kominn
að hliðinu. Ég hringdi og hringdi,
en enginn svaraði. Þá tók ég mig
til og klifraði yfir múrinn. Ég
var hræddur, Carol. Það segi ég
satt, ég hef sjaldan verið jafn
hræddur á ævinni. Ég óttaðist
mest að eitthvað kæmi fyrir þig,
enda munaði mjóu að illa færi.
Langt í fjarska heyrðist í sír-
enum.
— Ég komst inn í eldhúsið,
hélt Eric áfram. — En þá heyrði
ég rödd hans frammi og faldi
mig í snatri í kjallaranum.
Hljóðið í sírenunum nálgaðist
óðum og ég gekk að veggnum og
þrýsti á hnappinn sem opnaði
hliðið.
— Ég ætla að fara upp til
Tims, sagði ég að svo búnu. —
Hann er áreiðanlega hissa að
heyra í sírenunum.
— Reyndu að búa til ein-
hverja sennilega skýringu, sagði
Eric. — Annars er bezt að ég
komi með þér upp og sæki Ro-
berts. Hann getur verið mér til
trausts og halds hér niðri, þegar
lögreglan byrjar að spyrja okk-
ur spjörunum úr.
Tim lá þurr og nýbaðaður í
rúminu sínu.
— Ertu ekki ennþá farin, Car-
ol? spurði hann strax.
— Nei, svaraði ég. — Og ég
er hætt við að fara. Hins vegar
þurfti pabbi þinn að bregða sér
frá.
Nú var það ég, sem bar ábyrgð
á Tim og ég fann að mér óx ás-
megin þegar ég gerði mér ljósa
þá staðreynd. Ég gleymdi sjálfri
mér um stund og hugsaði ein-
vörðungu um Tim.
— Já, pabbi barf alltaf að vera
að fara eitthvað, sagði hann. Síð-
an leit hann hýrlega til Erics.
— Þakka þér fyrir bílana.
Komstu hingað á bátnum þín-
um?
— Nei, í þetta skipti kom ég
gangandi. Hvar er Roberts?
— Hann fór inn í herbergið
sitt til þess að taka inn töflu.
Honum var svo illt í höfðinu.
Allt í einu tók Tim viðbragð
í rúminu og varð allur að aug-
um og eyrum.
— Brunaliðið, kallaði hann
upp yfir sig — Ég heyri það svo
greinilega núna! Og það er að
koma hingað! Er að kvikna í hjá
okkur?
— Herbergi Roberts er fyrir
ofan eldhúsið, sagði ég fljótt við
Eric, sem kinkaði kolli og fór. —
Þetta er ekki brunabíll Tim,
sagði ég. — Þetta er lögreglubif-
reið.
Síðan talaði ég mig hása um
það, að lögreglan yrði að fara í
hvert einasta hús til að gæta að,
hvort allir hundar væru skráðir.
Ég sagði honum sögur af mörgum
hundum, sem ég hafði átt og
minnlist á, að það væri leiðin-
legt, að Tim skyldi ekki eiga
neinn hund. Ég tíndi til fötin
hans hægt og rólega og reyndi að
tefja tímann eins og ég mögu-
lega gat. En það var hægara sagt
en gert.
— Carol, sagði hann ákafur.
— Nú eru þeir kannski að fara
aftur. Og það áður en ég fæ að
sjá þá!
Ég gekk fram á ganginn og
kíkti niður. Dyrnar á herbergi
Valeries voru lokaðar, en lög-
reglumaður stóð fyrir utan þær.
— Litla drenginn langar til að
skoða lögreglubíl, kallaði ég nið-
ur til hans. — Fær hann það?
Hann leit upp og kinkaði kolli,
hikandi þó.
Einhver talaði í sima í bóka-
herberginu og ég heyrði að hann
var að hringja eftir sjúkrabíl.
Frá herbergi Valeries heyrðust
raddir, og allt virtist skyndilega
orðið svo óraunverulegt í húsinu.
Ég beið eftir tækifæri til að fá
nánari fregnir af atburðunum.
Ég náði sem snöggvast tali af
Eric nokkru síðar og reyndi að
spyrja hann undir rós, svo að
Tim skildi ekki hvað um væri að
vera. Við stóðum úti í sólskin-
inu og Tim skoðaði lögreglubíl-
inn í krók og kring
— Hvernig var? spurði ég.
— Ekkert hægt að gera.
Læknirinn er nú að sinna hinum.
— Og maðurinn í steinhúsinu?
— Það eru tveir menn þar nið-
ur frá núna.
En ég sá á svip Eric að hann
bjó yfir einhverju og þurfti að
segja mér eitthvað, sem ég vissi
ekki. Hann þurfti ekki að ljúka
setningunni til þess að ég skildi,
hvað klukkan sló.
—- Roberts er .. . Nokkurs kon-
ar eitrun....
Það var sannkallaður léttir er
við vorum, Tim og ég, í bíl Er-
ics á leiðinni til Somerset, —
burt frá Bellwood og allri þeirri
martröð, sem þar hafði gerzt. Við
vorum á leið til Helen og Marks,
þar sem Tim mundi í fyrsta sinn
eignast leikfélaga og fá að njóta
frelsis eins og önnur börn.
Við komumst ekki hjá því að
koma einu sinni aftur til Bell-
wood. Staðurinn vakti óhugnað
í brjósti mér, og ég hefði aldrei
þorað að dveljast þar stundinni
lengur, ef ég hefði ekki verið í
traustri fylgd Erics. Allt var
raunar liðið. en þó fannst mér
andi Rees svífa hvarvetna yfir
vötnunum, iafnt úti sem inni á
þessum skuggalega stað.
Roberts. Ég fékk að vita ofur-
lítið meira um hann hjá systur
hans, sem kom til að annast út-
för bróður síns. Hann hafði
orðið vitni að morði, sem fyrr-
verandi húsbóndi hans framdi
án þess að upp kæmist og síðan
lifað í stöðugum ótta við, að hon-
um yrði kennt um það. Systirin
áleit, að ótti hans hefði verið að
mestu ástæðulaus, því engan
hefði getað grunað, að Roberts
hefði verið valdur að ódæðinu. í
einangruninni á Bellwood hafði
hann talið sig óhultan og öruggari
en annars staðar. Rees vissi allt
um Roberts og færði sér það í
nyt. Hann hafði keypt þögn hans
og trúnað með því að lofa hinu
sama í staðinn.
Og Stephen. Við Eric heim-
sóttum hann á sjúkrahús nokkr-
um dögum síðar. Hann var fölur
og grindhoraður. en heilsa hans
fór jafnt og þétt batnandi, og
hann var nú orðinn nokkuð hress.
Okkur lék hugur á að vita sann-
leikann um dauða Valeries og
það sem olli ósköpunum á Bell-
wood.
-— Ég átti ekki sök á því sem
gerðist, sagði hann. — Og Valerie
ekki heldur. Valerie hætti að
skrifa mér. Nokkru síðar flaug
ég til Bangor og hélt þaðan til
4. tw. yiKAN 49