Vikan - 06.05.1970, Blaðsíða 7
Nú vill hann fá ...
Kæri Póstur!
Ég þakka þér fyrir allt gamalt
og gott. Ég vona að þú getir
hjálpað mér úr vandræðum mín-
um. Ég er sextán ára og er búin
að vera með sama stráknum í
hálft ár, hann er nítján ára. Nú
vill hann fá að lifa með mér og
ég get vel hugsað mér að leyfa
honum það. En ég vil ekki barn
strax. En fæ ég þá „pilluna“ hjá
einhverjum lækni? Og hvaða
læknis á ég helzt að fara til?
Vertu nú blessaður, Póstur
minn, og ég vona að þú svarir
mér fljótt og enga útúrsnúninga,
því þetta er ekkert grín.
Solla.
P.S. Ég er alveg ofsalega hrif-
in af honum. Og ég veit að hann
er mjög hrifinn af mér líka. —
Það er alveg öruggt aff þetta er
engin skólaást.
Pilluna færðu ekki nema sam-
kvæmt læknisráði, en hins veg-
ar áttu aff geta snúiff þér til
hvaffa læknis sem er meff þetta
vandamál.
Sheikh of Araby
Kæri Póstur!
Við erum hérna nokkrar stúlk-
ur í skóla úti á landi. Okkur
langar til að fá upplýsingar
vegna greinar einnar sem birt
var í Vikunni fyrir nokkru.
Greinin fjallar um Abdallah,
sjeik í Kuwait. Okkur langar til
að fá að vita hvernig hægt væri
að komast í samband við sjeik
þennan í Arabíu.
Fjórar háfættar
og Ijóshærðar.
P.S. Hvers konar manngerð
getið þið lesið út úr skriftinni?
Bréf frá ykkur til Abdallah
sjeiks í Kuwait myndi trúlegast
skila sér ef þiff skrifuffuð utan á
þaff sem svo: His Royal Highness
Sheikh Abdallah, Kuwait. —
Rithandarsérfræðingur okkar
telur skriftina bera vott um ró-
lega og trausta skapgerff — þótt
undarlegt kunni aff virffast.
Verðandi flugstióri og
ritst'óri
Kæri Póstur!
Ég er tólf ára og hef ákveðið
að verða flugmaður — og rit-
stjóri hjá blaði. Ég hef verið að
hugsa um að senda þeim manni
sem er yfir hjá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli bréf, en þá
veit ég ekki hvert ég á að senda
það. Nú ætla ég að biðja þig,
Póstur minn, að segja mér hvert
á að senda það.
Einn verðandi flugstjóri.
(Vona að þetta bréf lendi ekki
i ruslafötunni).
Viff gerum ráð fyrir aff bréfiff
kæmist til skila ef þú stílaffir þaff
á Iceland Defense Force Head-
quarters, Keflavík Airport.
RitgerSarsamkeppni
Kæri Póstur!
Ég hef nú ekki skrifað þér áð-
ur, en vona að þetta bréf lendi
ekki í ruslakörfunni. Mig langar
til að spyrjast fyrir um hvar ég
gæti fengið greinargóð svör við
eftirfarandi spurningum:
1. Siglingar íslendinga fyrr og
síðar.
2. Staða fiskiðnaðarins í þjóð-
félaginu í dag.
3. Þýðing fiskveiða fyrir fs-
lendinga fyrr og síðar.
Spurull.
Svör við þessum spumingum
fær maffur eingöngu meff því aff
kynna sér efniff frá öllum hliff-
um og þá helzt meff lestri. En
eitthvaff held ég aff þú misskiljir
þetta allt saman — og lielzt er
ég á því aff þú hafir ætlað aff
sleppa „billega“ út úr skólarit-
gerff.
Draumadís?
Kæri Póstur!
Ég hef alltaf ætlað að skrifa
þér en ekki komið því í verk
fyrr. Ég er skotinn í stelpu en
hún býr anzi langt frá mér, hún
er þremur árum eldri en ég. Mig
hefur stundum dreymt hana, ég
kynntist henni í sumar sem leið.
Svaraðu mér sem fyrst.
Einn sem bíður og vonar.
Þó mér sé ekki fullkomlega ljóst
hverju ég á aff svara, tel ég þó
líklegt aff þú viljir komast í sam-
band viff stúlkukindina. Hringdu
í liana, skrifaðu henni effa farffu
hreinlega til hennar og tjáffu
henni hug þinn. Væntanlega er
hún sama sinnis nú, annars ger-
ir hún aldrei nema aff neita þér.
— Það er kominn tími til að þú
farir að hugsa um þak yfir höf-
uðið á mér!
Mömmu finnst það
vera leikur að
þvo með C-ll
það er bæði
ódýrt og gott
segir hún
avKita&t e^ttc
{rty'it'i pc*&ttavé£<vi
bakteriueybandi
Þér soariO meO áskriít
UIKAN
Skipholti 33 - sími 35320
i9. tw. VIKAN 7