Vikan


Vikan - 06.05.1970, Page 8

Vikan - 06.05.1970, Page 8
Winther bríhiíl fást í þrem stærðum. Einnig reiShjól í öllum stærSum. örflim Spítalastíg 8 - Sími 14161 — Pósthólf 671 MUNIÐ NIÐURSUÐUVÖRUR MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN ★ AÐEINS VALIN HRÁEFNI ★ ORA VÖRUR í HVERRI BÚÐ ★ ORA VÖRUR Á HVERT BORÐ Niðursuðuverksmiðjan ORA hf. Símar: 41995 - 41996 á REYMI i Fiskur og kennarar Kæri draumráðandi! Þetta er í fyrsta sinn, sem mig dreymir nokkuð, svo að sam- hengi sé í. Draumurinn var á þessa leið: Mér fannst ég og bekkurinn, sem ég er í vera á báti úti á rúmsjó með einum af kennurum okkar. Við skulum kalla hann A. Hann dregur fisk um borð og gerir sér lítið fyrir og fer inn í hann með hendinni og finnur þá leifar af líkum tveggja kennara, sem eru hjón. Við skulum kalla þau X og Z. A hefur orð á því, að frúin hafi verið að borða ávaxtasúpu áður en hún dó! Svo vorum við allt í einu kom- in í skólann og var skólastjór- inn að kenna okkur, þegar dótt- ir X og Z (hún er í sama bekk og ég) fer að gráta og segir, að foreldrar hennar séu dánir. Fóru þá allir að gráta. Draumurinn endaði á því, að skólastjórinn gekk til stúlkunnar og reyndi að hugga hana. Ég vil taka fram, að X og skólastjórinn eru mínir eftirlæt- is kennarar og ég hef heldur ekki nema gott eitt að segja um A. Z þekki ég alls ekki og dótt- urina aðeins í sjón. Ef þetta er eini draumurinn þinn, sem samhengi er í, hvern- ig hafa þá hinir verið? En það er einmitt skemmtilegast við drauma, hvað þeir geta verið furðulegir. Það getur svo sannar- lega allt gerzt í draumi. Við ráð- um draum þinn þannig, að hann sé fyrir árangri þinum á kom- andi prófum. Grátur er fyrir gleði, svo að áreiðanlega gengur þér vel í prófunum. En líklega stendur þú'þig bezt í fögum, sem þú telur þig ekki sterka í og svo aftur á móti verður þú fyrir vonhrigðum með árangurinn í þínum eftirlætis greinum. Nakin á gulu fjalli Kæri draumráðandi! Mig dreymdi draum í október síðastliðnum. Hann var mjög skýr og hef ég því ekki getað gleymt honum. Eg vonast til að fá hann ráðinn, ef mögulegt er. Mér fannst ég vera stödd á al- veg yndisfögrum stað, ég held á ítaliu, og var ég þar á gangi. Mér fannst ég bera þrjár inn- kaupatöskur, tvær í annarri hendi, en eina úr kálfskinni í hinni. Mér var mest annt um hana. Úti var sólskin, allt var svo einstaklega fallegt og mér leið svo vel. Ég geng aðeins lengra og kem þá að ofurlitlum læk. Ég geng út í hann og er að verða komin yfir, þegar mjög laglegur piltur, sem stendur þarna á bakkanum, gefur mér bendingu um, að hann skuli taka kálf- skinnstöskuna og halda á henni fyrir mig, svo að ég eigi hægara með að komast upp úr læknum. Ég verð afar glöð yfir þessari greiðasemi og rétti honum tösk- una. Hann tekur við henni og horfir á mig með háðsglotti og fleygir töskunni síðan ofan í geysidjúpan, fagurbláan hyl, sem lækurinn rann út í. Án þess að hugsa mig um tvisvar, fleygi ég frá mér hin- um töskunum tveimur og sting mér á eftir kálfskinnstöskunni. Mér finnst ég stingast dýpra og dýpra ofan í hylinn og hugsaði með mér, að þetta væri mitt síð- asta. Mér fannst ég ekki geta andað og var að köfnun komin. Loks náði ég botni og þar gat ég fengið svolítið súrefni. Ég skima um eftir töskunni og sé hana langt í burtu þarna á botn- inum. Eg vissi, að ekki þýddi að ná í hana. Sit ég nú þarna á botninum og bíð dauða míns og hugsa um þetta allt saman. Finn ég þá titr- ing mikinn. Allt í einu hendist ég upp með ógnarkrafti — beint strik í gegnum allt vatnið, upp í loftið og áfram og stöðvast loks á klettasyllu á miðju snarbröttu fjalli, sem stóð við hylinn. Fjallið var gult og sólbakað. Krafturinn var svo mikill, þeg- ar ég komst upp úr vatninu, að fötin rifnuðu utan af mér. Stóð ég þarna á syllunni allsnakin og komst hvorki upp né niður. Eg vissi, að ef ég hoppaði nið- ur, myndi ég lendi í hylnum og drukkna. Og upp kæmist ég aldrei, því að fjallið var alveg sérstaklega hátt og bratt. Eg hugsaði og hugsaði, og var ekki búin að finna neitt ráð, þeg- ar ég vaknaði. B. A. Þetta er myndrænn draumur og skýr og því vonlegt, að hann líði þér ekki úr minni. Við ráðum hann á þann hátt, að þú munir eiga völ á þremur mönnum, en þér lítist bezt á þann sem sízt skyldi. Hann mun reynast þér illa og vaUla þér vonbrigðum og erfiðleikum. En þó er sannarlega ekki ástæða til að örvænta. Það er bjart yfir þessum draumi öðr- um þræði, mikið sólskin og vel- líðan. Þú munt þess vegna njóta lífsins ríkulega, þótt ekki fari allt eins vel og þú gerðir þér vonir um. 8 VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.