Vikan - 06.05.1970, Qupperneq 10
„Yogafræðin kenna að með viðeigandi þjálfun, öndunaræf-
ingum og réttu mataræði sé hægt að koma í veg fyrir hrörn-
un líkamans allt að sjötíu og fimm ára aldri. Frá þrjátíu og
fimm til sjötíu og fimm áttu að geta verið í toppformi.“ —
Vikan heimsækir Heilsuræktina í Ármúla 14.
Salurinn er fullur af körlum
og konum á ýmsum aldri, sem
öll eru önnum kafin við líkams-
æfingar, er í augum óvaninga
sýnast verulegar þrautir. Sumt
af þessu fólki ér af léttasta
skeiði, en það virðist í engu
standa sig miður því, sem yngra
er. Það fer í brú, gerir kóbru,
stendur á höfði og svo framveg-
is. í lokin vefja allir sig inn í
teppi og slaka á. Bæði æfingarn-
ar og slökunin fara fram sam-
kvæmt nákvæmum og öruggum
{ Prófessor Yamamoto.
Frú Jóhanna Tryggvadóttir, for-
maður Heilsuræktarinnar, ásamt þjálf-
urum. Jóhanna er Kodokan 1. dan í
judo, en mjög fáar evrópskar konur
hafa náð því stigi.
fyrirmælum stjórnanda, og hið
síðarnefnda minnir raunar mest
á hugleiðslutíma hjá austrænum
gúrú.
Það er engin tilviljun. Við er-
um stödd inni í Ármúla 14, í
bækistöð Heilsuræktarinnar, sem
frú Jóhanna Tryggvadóttir veitir
forstöðu. Sjálf stjórnaði hún æf-
ingunni, sem við vorum við-
stödd, en hún var fyrir þjálfara
Heilsuræktarinnar. Aðalþjálfar-
arnir eru átján, en samtals eru
þau þrjátíu og sex sem annast
þjálfun og ýmis önnur störf fyr-
ir Heilsuræktina. Ótaldir eru þá
margir stuðningsmenn, sem veita
ómetanlegan tæknilegan og mór-
alskan stuðning. Þjálfararnir
kenna síðan hver sínum flokki
það sem Jóhanna hefur kennt
4 Prófessor Yamamoto segir aldur og
stærð engu máli skipta í judo; íþrótt-
in sé mjög góð þjálfun fyrir fólk á
öllum aldri. Hér glímir Jóhanna Jón-
asdóttir, fimm ára, við Nönnu Ólafs-
dóttur.
þeim. Æfingakerfið er byggt upp
úr judo og yoga nokkurn veginn
til helminga af hvoru. Til skýr-
ingar mætti geta þess að yoga
hefur verið skilgreint sem sam-
tengingarvísindi, en í judo er
lögð áherzla á hámarksnýtingu
hugar og líkama. — Að lokinni
slökunarstund fengum við tæki-
færi til að ræða við Jóhönnu og
nokkra aðra þjálfara.
— Þú ert höfundur að þjálf-
unarkerfinu, Jóhanna?
— Ég er ekki höfundur að
einu eða neinu; þetta er einung-
is fróðleikur sem hefur komið til
mín, sem mér hefur verið lán-
aður. Ég hef haft áhuga á yoga-
fræðum síðan ég man eftir mér.
Ég geri ráð fyrir að ég sé fædd
með þessu.
— Hvað er langt síðan þú
byrjaðir með Heilsuræktina?
— Það eru nú rúm tvö ár síð-
an. Ég hafði þá sjálf lengi
iðkað þessi vísindi og þjálfað
mig eftir þeim, með svo sér-
staklega góðum árangri, að ég
gat með engu móti hugsað mér
að sitja með þetta ein og láta
enga aðra njóta þess, sem ég
hafði lært. Svo að ég byrjaði á
þessu. Margir nemendanna voru
fólk, sem lítillar eða engrar
slíkrar þjálfunar hafði notið áð-
ur og var því eðlilega stirt og
stíft. Mér fannst ég því þurfa að
þróa sérstakt æfingakerfi, sem
hentaði þvi. Eftir mikla yfirveg-
un fór ég að blanda saman því,
sem ég hafði numið í judo og
yoga. Um judo er rétt að taka
fram að þessi fræði hafa verið
mjög mistúlkuð hér á Vestur-
löndum. Það er langt í frá að
það sé eingöngu glíma. Það judo
sem við kennum er Kodokan
-4P- l»arna eru Jóhanna og Nanna,
sem cr 4. kyu í judo, í gólfglímu. Jó-
hanna hefur náð kyrkitaki og armlás.
judo, en í því felst andleg, sálar-
leg og líkamleg þjálfun og sjálf
glíman kemur ekki fyrr en í
fjórða lagi. Þar er megináherzl-
an lögð á þolgæði í vörn, það að
gefast ekki upp. Judovísindum
fylgir gífurlega mikil agaþjálfun,
ef þau eru rétt kennd. Unglingar,
sem njóta réttrar judofræðslu
blómstra jafnt andlega og lík-
amlega, fá sjálfstraust og mik-
inn dugnað og þrótt. Það sem
mér þykir mest um vert við
ÞRÐ GR LIST Hfl LIFH
10 VIKAN 19-tbl-
Þjálfarar og stuðningsmenn Heilsuræktarinnar á sólaræfingu. Æfing þessi miðar að því að halda hrygg og mænu
heilbrigðum og hlcður sólarplexus, sem er ein aðalorkustöð likamans.
-qp- Prófessor Yamamoto, kodokan 5. dan og auk þess viðskiptafræðingur að mcnnt, þjálfar kvennaflokk judodeildar
Ármanns þrisvar í viku. Eins og allir aðrir þjálfarar Hcilsuræktarinnar þjálfar hann endurgjaldslaust á vegum hcnnar.
Frú Guðrún Magnúsdóttir, ein af
ömmunum duglegu i hæsta aldurs-
flokki Heilsuræktarinnar, að liðka sig.
1S. tbl. viXAN 11