Vikan


Vikan - 06.05.1970, Síða 12

Vikan - 06.05.1970, Síða 12
TEXTI: Dagur Þorleifseon MYNDIR: Sigurgeir Sigurjónsson ÞHD ER U5T ura íudofræðin er hve þau byggja mann upp andlega út á við. Við könnumst við þessa stöðugu bar- áttu, sem við verðum að heyja við umheiminn, en judoið gerir mann sterkari að standa sig í henni. Hugsunin verður fljót og skýr, og samhæfing huga og lík- ama með afbrigðum góð. Hvað yoga snertir heillar mig þessi innri friður og kyrrð, sem því fylgir. Þetta eru eins og allir vita mjög háleit vísindi, og ég ber mikla og djúpa virðingu fyrir þeim. valskennara. - Hverjir eru helztir þeirra? Af þeim vil ég fyrstan nefna japanska prófessorinn K. Kobayashi, sjöunda dan í judo, sem hefur reynzt þeirri íþrótt hér á landi sérstakur velunnari. Hann kom hingað og fylgdist með æfingum hjá okkur og veitti okkur blessun sína og alla mögu- lega aðstoð, sem á hans valdi hefur staðið að láta í té. Þegar hann hefur komið hingað, hefur hann þjálfað fyrir okkur endur- gjaldslaust. Og prófessor Yama- moto, sem er aðstoðarmaður hans við að koma á Kodokan judo hér á landi, hann þjálfar í Heilsuræktinni endurgjaldslaust. Nú erum við að taka upp þrek- þjálfun íþróttamanna, sem hann mun þjálfa fyrir okkur. Það sem kemur inn fyrir þessa starfsemi — hún er öll unnin í sjálfboða- vinnu, það sem þjálfararnir vinna og allir aðrir — verður notað til að uppbyggja og koma á Kodokan judo fyrir sem flest ungt fólk, því að judo eykur -dfc. I'jalfarar í erfiðri variation af axiarstöðu. 4 Frú Guðrún Sæmundsen, sem stjórnar þjálfun megrunarflokka Heilsuræktarinnar. - Varstu lengi að prófa þig áfram með æfingakerfið, sem þið notið nú? Ég veit ekki hvort við eig- um að kalla þetta kerfi. En ég hef leyfi kennara minna fyrir því, sem ég hef gert. Ég verð að játa að sjálfstraustið var ekki mikið, þegar þeir voru að yfir- heyra mig um það, hvernig þetta væri hjá okkur hérna. En ég lagði spilin á borðið og fékk þeirra blessun. — Er. ekki bezt að byrja sem yngstur? Það er ástæðulaust að hika við að byrja á hvaða aldri sem er, en fara þarf auðvitað varlega í fyrstu. Yogafræðin kenna að með viðeigandi þjálfun, öndun- aræfingum og réttu mataræði sé hægt að koma í veg fyrir hrörnun líkamans allt að sjötíu og fimm ára aldri. Frá þrjátíu og fimm til sjötíu og firrun áttu að geta verið í toppformi. Nú er ég fiörutíu og fimm, búin að eiga sjö börn og þó anzi frísk, eins og við öll hérna eða sýndist þér það ekki inni áðan? Fannst þér við ekki vera nokkuð frísk? -qpk Stuðningsmenn og þjálfarar í mittisæfingu. Á myndinni má þekkja Sæ- mund Kjartansson, lækni, og Viggó Sigurðsson, verzlunarstjóra. Þar að auki þjálfa ég í judo þrisvar í viku. •— Þetta er eingöngu úr judo og yoga? Ekkert úr vestrænni leikfimi? -— Við erum hérna með nokkrar innýflaæfingar, sem eru þróaðar upp á Boston Medical Center. Þær eru við blöðrusigi og legsigi og hafa gefizt mjög vel; við höfum tekið þær upp hér að ráði læknanna okkar. Það sem við erum með hér er sem sagt þróað af mér, upp úr þeim vísindum sem mér hafa verið kennd, bæði á sviði judo og yoga- fræða. Á báðum sviðunum hef ég verið það lánsöm að hafa úr- 12 VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.