Vikan


Vikan - 06.05.1970, Síða 17

Vikan - 06.05.1970, Síða 17
Þetta var tónlist, sem hæfði nóttinni og stjörnunum utan í brattanum, feimið og undrandi. Feita, barmmikla konan, með svörtu flétturnar, gekk fram • fyrir hópinn. — Ustedes están bien? kallaði hún. Það er allt í lagi með okk- ur, sagði Geoffrey. — Habla in- glés? Litli bóndinn gekk til konu sinnar. — ÍÉg tala lítið, Ambro- sio vita meira. Hann koma bráð- um. Þið koma, hann benti upp hlíðina, — el rancho. Gömlu hjónin voru nú búin að yfirvinna feimni sína og komu til Geoffreys og Júlíu. — Vá- monos! sagði móðurlega konan, beygði sig yfir Júlíu og tók um arm hennar. — Það er bezt fyrir okkur að fara með þeim, sagði Geoffrey. — Það getur verið að þau eigi bíl. Það er býli þarna uppi. Júlía var óstöðug þegar hún staulaðist upp stíginn. Konan lagði arminn um titrandi axlir Júlíu. — Tranquillo! sagði hún vingjarnlega. — Con calma! Hún sagði eitthvað í skipandi tón við börnin, og Íítill, sólbrúnn dreng- ur hljóp, liðugu.r eins og stein- geit, upp stíginn. Hann kom aft- ur eftir skamma stund, með leir- krús í hendinni. Móðir Ambro- sios bar krúsina að vörum henn- ar. — Té de manzanilla. Geoffrey, sem gekk á eftir þeim, másandi og blásandi, kallaði til hennar: — Þetta er allt í lagi, Júlía, þér er óhaett að drekka þetta, það er soðið. Þetta er kamillute. Teið var svalandi með sterku jurtabragði, og það hressti Júlíu mikið. Býlið stóð á hásléttunni, fyrir ofan gjána, sólbakað og skræln- að. Á litlu svæði, sem var girt með kaktusum, voru nokkrir koíar, lilaðnir úr leir og þaktir hálmi. Við hliðið var svolítið stærri kofi, hlaðinn úr múrsteini og hvítkalkaður. Bak við girð- inguna var maísakur, þar sem stönglarnir stóðu á víð og dreif upp úr leirmoldinni. Sólin var að lækka á lofti, en hitann lagði frá jörðinni, eftir hádegissólina. f gjánni, nær ánni, voru nokkur villt bananatré og runnar á stangli. Á sjálfri hásléttunni, kringum húsið, var eini græni bletturinn kringum lárberjatré og það var skuggsælt undir greinum þess. Þegar þau komu að aðalbygg- ingunni, var þeim fylgt til eld- hússins, sem raunar var ekki annað en stráþak án veggja. Þarna hlaut að vera stöðugur blástur, en þakið skyggði fyrir sólina. Þetta var greinilega sval- asta vistax-veran. Bambusstengur héldu uppi þakinu, sem hvíldi á bambusröftum, og á þessa rafta voru hengdir leirpottar og körf- ur með matvælum, til að varð- veita þau fyrir börnum og hús- dýrum, sem gengu þarna út og inn. Geoffrey hné niður á bekk, við endann á stóru, hvítskúruðu viðarborði. Júlíu var komið fyr- ir í eina stólnum í eldhúsinu, þar sem hún sat og sötraði kam- illuteið. Geoffrey var ennþá nokkuð grár í framan, hann brosti dauf- lega til Júliu. -— É'g missti flösk- una á leiðinni upp, innihald hennar hefði verið meira hress- andi fyrir þig en þetta sull. •— Hvað eigum við nú að gera? spurði Júlía. Geoffrey yppti öxlum. Hann leit á bóndann, sem var horaður og dökkbrúnn, klæddur hvítum léreftsbuxum og skyrtu. -— Þú skilur mig? sagði hann. Bóndinn brosti. — Lítið. Við bíða eftir Ambrosio. Hann tala inglés gott. Hann pataði eitthvað í áttina til barnanna, sem Júlía hafði ekki ennþá komið tölu á, og þau hlupu út um hliðið. And- artaki síðar komu þau patandi inn og á hæla þeirra kom Am- brosio gegnum hliðið. Ambrosio gekk beint til móð- ur sinnar, kyssti á hönd hennar og síðan á báðar kinnarnar. Hann leit á Júlíu með forvitnis- svip. Hann var með sterkt mót- aða andlitsdrætti, stór, brún augu, sóibrúnn og greinilega af kynflokki Indíána. Hárið var svart og strítt, en liðaðist þar sem þa'ð var rakt af svita. Hann var í ilskóm, dökkum buxum og hvítri skyrtu og hafði brett upp ermarnar. Júlía leit á Geoffrey, sem nú var staðinn upp. Skvrta hans var blaut af svita og límd- ist við hann. — Halló, sagði Geoffrey, — þú ert Ambrosio? Ungi maðurinn kinkaði kolli. — Já, börnin sögðu mér frá ykk- ur. Þið hafið orðið fyrir miklu óhappi. Flugvél? Hann talaði ágæta ensku. - Ég er hjá ná- grönnum okkar. Við heyrðum brakið. —- Við þurfum að komast héð- an. Ef þú getur ekið okkur, mun- um við borga vel, eða ef þið viljið það frekar, þá kaupi ég bílinn.... Fjörlegt andlitið á Ambrosio varð að einu brosi. — Bíl? Hér? Nei, senor, við eigum engan bíl. Hér eru engir vegir! Hvar í veröldinni erum við? spurði Júlía. — Þú ert uppi fjöllum. Næsti bær er Yautepec. Það er langur gangur þangað, en við erum vön að ganga. Stundum förum við riðandi á múldýrum. En það er orðið of áliðið núna; þið verðið að vera um kyrrt hér, þangað til við getum náð í einhverja hjálp. Ambrosio talaði af miklum virðuleik. - Vera hér! hrópaði Geof- frey. Júlía fann hve þreytt hún var. — Jæja, sagði hún, — ef þið getið lofað mér að liggja ein- hversstaðar, þá langar mig til að hvíla mig. Ég er alveg uppgefin. Ambrosio talaði við móður sína. Hún kinkaði kolli. — Far þú með móður minni, sagði hann við Júlíu. — Hún fylgir þér til hvilu. Hún hefur búið um rúm i hvíta húsinu. Og fyrir þig líka, senor, ef þú vilt.... — Ég vil bara komast héðan! öskraði Geoffrey. — Láttu ekki svona, elskan, við erum neydd til að vera hér. Maður hennar lamdi með hnef- anum í borðið. — Hlustið á mig, sagði hann. Nafn mitt er Geoffrey Hutton; Geoffrey Hutton, og þetta er Júlia, kona mín. Ég á nóga peninga, ég get borgað ykkur sem þið setjið upp til að koma okkur héðan. Hvað segið þið við því? Gamli bóndinn talaði nú hratt við Ambrosio. Sonur hans kink- aði kolli og sagði svo við Geof- frey: — Við viljum gjarnan hiálpa vkkur, en það er orðið of áliðið til að leggja af stað yfir fjöllin. En á morgun getur fað- ir minn farið með þér til Yaute- pec, þar geturðu leigt bíl og náð í hjálp. Ég er búinn að segja þér að það eru engir vegir hér, að- eins troðningar. Þú getur fengið múldýr. — Eíða á múldýri! Það var eins og Geoffrey væri að springa. Júlia fór að hlæja; í fyrstu lágt en svo varð hláturinn æðislegur. Móðirin lagði höndina á arm hennar og sagði einhver blíðleg orð. — Hún segist ætla að fylgja þér til sængur, sagði Ambrosio. — Þú ert þreytt, senora. ■— Sjáðu nú til, sagði Geof- frey. — Þið seljið okkur tvo asna, segið okkur hvert við eig- um að fara, þá getum við hjón- in farið til, hvað sem þið kallið þennan bæ. .. . — Við eigum ekki tvö múldýr, senor. Við eigum aðeins eitt. Þú getur riðið því á morgun, og faðir minn fylgir þér fótgang- andi. Faðir minn er vanur því að ganga. Það yrði alltof erfitt fyr- ir senora að fara með þér. Það getur verið að þú getir fengið Landrover í stóru borginni og komizt hingað á honum. Það er eina leiðin fyrir ykkur. Júlía, sem var á leið yfir ryk- ugt hlaðið, heyrði samtalið, en hún var svo þreytt að hún skeytti því engu. Hún hafði ekki áhuga á öðru en að komast í rúmið. Hún vaknaði snemma um morguninn. Geoffrey var kom- inn fram úr, studdi sig við járn- rúmið, til að komast í buxurn- ar. Dagsbirtan skein inn um lit- inn glugga, ofarlega á hrein- þvegnum veggnum. Herbergið var svalt. Júlia vafði rúmábreið- unni um axlir sér. —- Hvað er klukkan? Geoffrey leit upp. — Ertu vöknuð? Hamingjan má vita hvað klukkan er. Úrið mitt hef- ur stoppað. En þetta er ókristi- legur timi. Strákfjandinn vakti mig; hann sagði að tími væri kominn til að leggja af stað. Júlía settist upp. Þú þarft ekki að fara á fætur, sagði Geoffrey. — Þú verður að biða hér. Ég verð vist 'að klifra upp á þetta fjandans múldýr, og ríða þarna út í auðn- ina. Júlia fór að flissa. -— Þú — á múldýri. Hún virti Geoffrey fyrh- sér. Hann var að koma axla- böndunum fyrir yfir þybbnar axlirnar. Kvabalegar kinnar Hæna þvældist fyrir fótum hans og hann sparkaði illilega i hana. Hann settist á rúmstokkinn til að fara í skóna. Gljáandi leðrið var og hann var ekki beint laglegur í kuldalegri morgunbirtunni. hans voru þaktar skeggbroddum Framhald á bls. 45 19. tbi. yiKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.