Vikan


Vikan - 06.05.1970, Side 18

Vikan - 06.05.1970, Side 18
13. KAFLI HERBERGID Við kvöldverðarborðið þennan sama dag fann Lori, að henni hefði ekki orðið neitt ágengt með heimilisfólkið. Allir voru þvingaðir, einungis Jim var málhreifur. Frank glotti út í loftið. Þegar máltíðin var nær á enda rauf Aline þögnina og mælti: „Vinnu- bíll mundi verða til hjálpar fyrir Jim." „En hvað ég er fegin, að þú skulir hugsa svona, Aline frænka!" brauzt upp úr Lori. „Sagði hann líka frá hugdettu minni um að bæta við hita- kerfið?" „Mér finnst þú ættir ekki að gera það, — að minnsta kosti ekki fyrst [ stað." „Auðvitað ekki," anzaði Lori. „Hvað hefurðu annars ráðgert?" spurði Aline. Lori svaraði undrandi: „Eiginlega ekkert, en er eitthvað, sem þið vilduð fá?" „Hvar var það, sem þú sást þetta fótspor, Lori?" Jim segir frænku sinni allt, hugsaði Lori. Nú gat hún kannske fengið svör við spurningum sínum. „Fyrir ofan hringstigann í herberginu mínu, í kúpplinum, sagði Lori. Aline braut saman handþurrkuna sína og mælti þyrrkingslega: „Það passar ekki. Eg gerði einmitt hreint í kúpplinum, þegar von var á þér. Þetta hljóta að vera þín eigin fótspor." Lori var forviða á þessum harða tóni í orðum hennar. Þau Jim og Peggy góndu á hana. En nú var teningunum kastað, og Lori var ekki í skapi til að hörfa. „Það hefur þá kannske verið fyrir utan dyrnar í kúpplinum?" Aline spratt upp úr sæti sínu. „En ég læsti s|álf þeim dyrum." Hún stóð fyrir framan Lori með heiftarglampa í augunum, snérist á hæli og gekk út úr borðsalnum og til bókaherbergisins. Lori sagði undrandi við Jim: „Ég ætlaði mér ekki að æsa hana upp. En dyrnar voru ekki laestar. Af hverju varð hún svona reið út af þessu?" Hann svaraði ekki og hélt áfram að borða þegjandi Frank hreyfði sig ekki, og Peggy sat kyrr og nartaði í matinn. Lori skildist, að henni hefði orðið eitthvað mikið á. „Ég opnaði dyrnar og sá spor eftir nakinn fót. Ég vil ekki, að ég sé kallaður lygari eða njósnari í mínu eigin húsi. Ég er orðin þreytt á læstum dyrum og dularfullum hávaða og að vera meðhöndluð sem óþekkur krakki." Jim horfði á Lori og andvarpaði. „Enginn ásakar þig fyrir það. en það fer í taugarnar á Aline, þegar fundið er að ■hússtjórninni við hana. Heldurðu ekki, að þú ættir heldur að koma með mér til Ardmore á mánudaginn, begar ég fæ bílinn minn aftur. Þá gætirðu fengið inni í litlu vinalegu gistihúsinu og hugsað í ró og næði, hvernig þú eigir að ráðstafa húsinu." „Jim ég veit vel, hvað ég vil gera með þetta hús. Ég vil setja það í stand og kannske koma einhverjum búrekstri af stað. Ég vil alls ekki flytja til Ardmore." „Þá fær maður sína uppsögn," varð Peggy að orði. „Nei, Peggy, nei," svaraði Lcri skelfd. „Ég vil ekki bola neinum burt." „Ég held þetta sé ekki rétt hugsað hjá þér," sagði Peggy. „Það er svo margt sem þú'skilur ekki við þetta hús." „Já, en segðu mér það þá, Peggy." „Ég veit reyndar ekki mikið, en veit þó, að Jim tilheyrir húsinu og að hann er ekki maður fyrir þig." „En áttu við, að hann sé maður fyrir þig?" „Já, því held ég fram," svaraði Peggy ákveðin, „og þá skoðun hef ég lengi haft." Að svo mæltu gekk hún fram í eldhúsið. Lori vissi, að allt var þetta mikill misskilningur. Til þessa hafði hún von- azt eftir sátt og samlyndi, en nú var hið gagnstæða uppi á teningnum. Jim hafði gefizt upp. Hugfallin gekk Lori til herbergis síns. Það var ekki til neins að aðgæta, hvort dyrunum í kúpplinum hafði verið læst. Hvernig hafði hún komizt upp hringstigann? Lori nennti ekki að velta því fyrir sér. Kannske var réttast að flytja til gistihússins. Hún var áköf í að framkvæma ráðagerðir sinar. Joel hafði sannfært hana um, að búrekstur þarna á staðnum gæti verið arðbær, en fyrst yrði að losa sig við öll leiðindi og leyndarmál. Hún ætlaði að bjóða Jim að sjá um reksturinn og kaupa nýjan leigubíl handa honum. A þann hátt gæti hún endurgoldið fjölskyldunni eitthvað af því sem eigingirni föður hennar hafði svikið hana um. Eftir að hafa fullvissað sig um þetta herti hún upp hugann og gekk út í ganginn. Ljósakróna með hinni einmanalegu peru varpaði tugum smá- skugga á veggina. Ekkert hljóð heyrðist og enga sál að sjá. En fljótlega heyrði Lori kraftmikin flygilleik. Hún fékk hjartslátt af ugg en skildi ekki hvers vegna. Hún var viss um, að Jim léki, þvi hljóðtallið var karlmannlegt. Ekkert hik eða viðkvæmni var að greina hjá honum, svo hann hlaut að vera í góðu skapi, hugsaði hún. Hún heyrði eitthvað glamur og skuggarnir á veggjunum og gólfinu tóku að sveiflast til, og er hún leit upp, sá hún, að stóra Ijósakrónan var á leiðinni niður og stefndi á hana. Hringlið i kristalnum kom henni til að stirðna upp. Hún notaði síðustu kraftana til að stökkva til hliðar, en fann um leið að margir oddar stungust inn í bakið á sér, og hún féll til jarðar. Henni fannst húsið titra eins og í jarðskjálfta. Loks féll krónan af fullum þunga niður á gólfið, og ein álman braut gat á gólfið. Eftir þetta varð allt kyrrt. Lori lá í gólfinu og stundi af sársauka. Hún vissi, hvað gerzt hafði og fannst sem þetta andstyggilega hús vildi soga hana inn í eitthvert ginnungagap. Þegar hún vaknaði, var orðið bjart. Hún lá i rúminu sínu. Dökkhærði maðurinn við hlið hennar hlaut að vera læknir. Hún greindi hvergi neinn sársauka, en fann að víðsvegar á henni voru sáraumbúðir. „Aha, ég sé að þér eruð að koma til, ungfrú Kensington", tautaði litli, hnellni læknirinn. „Slappið bara af. Ég er búinn að ganga vel frá yður. Hvernig líður yður?" „Dálítið ringluð," svaraði Lori með erfiðismunum. „Það undrar mig ekki. Ég gaf yður góðan morfínskammt undir eins í nótt. Þér hafið nú sofið i tólf tíma." „Er ég mikið meidd?" stamaði Lori. „Nei, guði sé lof, en það munaði litlu, að illa færi. Ef þér hefðuð verið alveg í miðjum ganginum, hefði krónuferlíkið fallið á yður af fullum þunga." „Jim " umlaði hún. „Hvar er Jim?" „Hann kemur.undir eins og þér viljið sjá hann. Hann hljóp hálfa leiðina til bæjarins til að sækja mig. Ég er Pruving læknir, ef ég má kynna mig. Nú skulum við ekki tala meira. Viljið þér ekki fá dálitla súpu?" „N ei " Ég hef enga matarlyst." „Reynið samt að borða. Það hressir yður." Læknirinn gekk út, og Jim kom undir eins inn áhyggjufullur á svip, og nú lifnaði yfir Lori. Hann rétti höndina hlýlega til hennar Spennandi framhaldssaga eftir Carolyne Farr 18 VIKAN '9-tbL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.