Vikan - 06.05.1970, Side 21
4 Á þessari mynd er sýnt með brúðu hvern-
ig slysið ber að höndum. Það sýnir hve
hættulegt það er að hafa hnappa á fötum
barnanna, sem eru í netgrindum.
Þessi mynd sýnir hvað kom fyrir Carmen litlu
Scwer. Hún hékk á linappi á peysukraganum.
MARGT BER AB VARAST
Auglýsingapésinn sagði að
þessar grindur væru til ör-
yggis fyrir börnin, ekkert
gæti orðið þeim að grandi í
slíkri grind. Þessu trúði Lot-
har Riedel, þegar hann keypti
leikgrind handa syni sínum
Uwe. Þrem mánuðum síðar
lézt litli drengurinn í hræði-
legu slysi, sem varð með
þeim hætti að hnappur á
peysunni hans festist í net-
möskvum grindarinnar
Þetta skeði á síðastliðnu
ári, en nú er vitað um ekki
færri en ellefu börn, sem
hafa látið lífið á svipaðan
hátt. Börnin hafa oltið um
koll og eitthvað á fötum
þeirra hefur orðið fast í net-
inu.
Öryggismálastjórinn Karl
Brix, fór að hugsa um þetta
mál, þegar hann frétti lát
13 mánaða gamals drengs,
Stephans Schröder, sem lézt
á þennan hátt. Hann, sem
sjálfur er tveggja barna fað-
ir, kom þá á fót, með aðstoð
lögreglustjórans í Bremen,
sýnikennslu og upplýsinga-
fyrirlestrum, sem varðar ör-
yggi smábarna. Þeir létu
sýna með brúðum, hvernig
slysin bera að og hvernig
skuli varast þau.
Þetta höfðu þau hjónin
Lothar og Karin Riedel í
Baden-Wiirtenburg ekki
heyrt, þegar þau keyptu leik-
grindina handa hinum litla
syni sínum. Lothar segir: —
Okkur fannst þetta einkar
þægilegt tæki, mjög hentugt,
vegna þess að það var hægt
að leggja hana saman. Móð-
ur hans fannst þetta líka;
henni fannst svo auðvelt að
20 VIKAN
19. tbl.
Þarna cr sýnt hvcrnig harninu varð bjargað með lífskossinum,
blástursaðferðinni. Það getur munað broti úr sekúndu.
Lothar og Karin Riedcl fara viku-
lega, mcð eldri syni sínum, að gröf
litla drengsins, sem lézt á svo
vofciflegan hátt. |
Uwe litli Kicdcl (í miðjunni) var sjaldan svona þungbúinn, eins og á þessari mynd. Hann
var glaðiynt barn og uppáhald foreldra sinna.
Umdæmisstjórinn Karl Brix í Bremen sá sjálfur barn, sem látizt hafði í
leikgrind. Hann er umdæmisstjóri í öryggismálum, og segir aS mikla gát þurfi að hafa á
börnum, sem höfð eru í slíkum grindum....
hafa auga með honum. En
það var eitt einasta korter,
sem hún leit af honum, og á
þessu korteri lézt drengur-
inn. Hnappur á peysunni
hans hafði flækzt í möskva-
netinu og drengurinn hékk
fastur á hálsmálinu.
Hinn örvilnaði faðir gerði
allt sem á hans valdi s-tóð.
Hann reyndi hjartahnoð og
blásturaðferðina, en allt kom
fyrir ekki. Læknirinn, sem
sóttur var, sagði að það hefði
verið of seint.
Hjónin Gerlinde og Walt-
er Schwer í Gerbach við Ulm,
voru lánsamari. Dóttir þeirra
Carmen, sem þá var ársgöm-
ul, festi hnapp á kjólnum
sínum í neti leikgrindarinn-
ar. Móðirin hafði skroppið
upp á loft, til að sækja eitt-
hvað. Barnið hafði dottið og
hékk á hálsmálinu. Gerlinde
Scwer greip barnið, en vissi
ekki hvað hún átti að gera. í
því kom faðirinn inn, hann
var í Rauða krossinum og
hafði lært lífgunartilraunir.
— Ég hélt að mér tækist
þetta ekki, en ég gerði það
sem okkur er kennt, að gef-
ast ekki upp. Eftir að hann
var búinn að blása 10—15
sinnum í munn barnsins,
fann hann að lungun belgd-
ust út. Barninu var bjargað
á síðustu sekúndum.
Síðan heí'ur Schwer, sem
er málarameistari, notað öll
tækifæri til að brýna fyrir
fólki að gæta vel öryggis
barnanna.
Hætturnar leynast víða og
aldrei of varlega farið....
19. tbl
VIKAN 21