Vikan


Vikan - 06.05.1970, Síða 24

Vikan - 06.05.1970, Síða 24
Hinn keisaralegi vagn ók fram hjá brúnni, en Milly skeytti því engu, ekki fyrr en hún heyrði fólkið í kringum sig segja: - Þetta er Jóhann Salvator, erkihertogi... Þá leit hún upp, - og á næsta augnabliki varð hún að grípa um handriðið, til að hníga ekki niður.... Erkihertogi - erkihertogi.... En það var Gianni sem sat í vagninum! 3. HLUTI píennar ket^araleaa ttgn Milly og Jóhann Orth voru daglega sam- an. Þau sátu á kyrrlátum, afskekktum veit- ingahúsum, gengu um í Vinarskóginum eða fóru í bátsferðir á Dóná. En hvað sem þau gérðu sér til dægrastytt- ingar, þá fannst Milly hver stund sem hún var með Jóhanni Orth dásamleg. Henni hafði aldrei dottið í hug að samvistir við nokkurn mann gætu verið svona unaðslegar. Allt annað var svo lítið og auðvirðilegt, — jafn- vel það að Berta Lindt sýndi henni lítilsvirð- ingu, eða lét sem hún tæki ekki eftir henni. Þannig hafði það verið síðan veizlan var hjá Makart, sællar minningar, þegar Jóhsinn Orth hafði bjargað henni frá hinum and- styggilega baróni. Milly tilbað Jóhann Orth, frá því hún sá hann í fyrsta sinn. Það var eins og hún væri slegin töfrum, — hún varð að hlusta á rödd hans, horfa í augu hans og kyssa hann. . . . Þegar hún fór heim með honum í fyrsta sinn, varð hún undrandi þegar hún sá að á nafnskiltinu stóð: F. von Laaba. Þetta er íbúð vinar míns, sagði hann. Ég hef ekki fast heimilisfang í Vín. Hún spurði ekki frekar. Var það svo áríð- andi? Nei, sannarlega ekki. Hún þráði að- eins atlot hans og kossa.... Einkaritari Jóhanns Salvator, von Laaba, yfirliðsforingi, kom með óþægileg skilaboð. Það var snemma morguns og Jóhann Salva- tor sat við morgunverð í garðinum, fyrir ut- an höll sína. Móðir hans átti reyndar þessa höll; hún var stórhertogafrú af Toskana, en gamla konan var sjaídan í Vín. Hún kunni betur við sig í höllinni Orth við Traunsee, svo þau skiptu með sér vistarverum. — Hvað er það, Laaba? spurði Jóhann Salvator. — Fáðu þér sæti og kaffibolla. — Ég er hræddur um að ég hafi ekki tíma til þess, yðar keisaralega tign. . . . Erkihertoginn og von Laaba voru góðir kunningjar og von Laaba lánaði erkihertog- anum oft íbúð sína. .— Yðar keisaralega tign á að mæta hjá hans hátign, keisaranum, eftir hálftíma. Jóhann Salvator starði undrandi á hann. — Hvað? Hef ég nú gert eitthvað af mér, Laaba? Liðsforinginn yppti öxlum. •— Ekki svo ég viti, yðar keisaralega tign. Erkihertoginn klæddi sig í hershöfðingja- búning og ók til hallarinnar. Franz Josef keisari tók á móti honum í vinnuherbergi sínu, þar sem hann stóð við skrifpúltið. Keisarinn var orðinn npkkuð lot- inn, næstum sköllóttur og kjálkaskeggið var tekið að grána. Ljós augun voru algerlega sviplaus. — Jóhann Salvator, sagði hann og röddin var hljómlaus. — Ég bað þig að koma hing- að til að segja þér að Pia María af Bourbon verður nokkra daga hér í Vín, til að kynn- ast þér betur. Þar sem samningar hafa verið gerðir við spænsku hirðina, þá hef ég beðið hirðmeistarann að sjá um að trúlofun ykkar verði opinberuð um hvítasunnu. Jóhann Salvator var alveg dolfallinn. Hann var næstum búinn að gleyma Piu Maríu.... — Um hvítasunnu, sagði hann. — Yðar hátign . . Keisarinn tók fram í fyrir honum, án þess að hækka róminn. — Það er vilji minn að þú trúlofir þig um hvítasunnu. Ég sé enga ástæðu til að draga það á langinn. Erkihertoginn var orðinn náfölur. — Ég leyfi mér auðmjúklega að segja að þetta sé nokkuð óvænt frétt. Ég er alls ekki reiðubúinn til að taka slíka ákvörðun. — En þú hefur verið í Madrid og hefur verið kynntur fyrir prinsessunni, sagði keis- arinn, án þess að nokkur svipbrigði væru sjáanleg á andliti hans. Það stóð af honum kuldi. Já, vissulega, yðar hátign. En það var ekki tekin nein ákvörðun. Þá er hún tekin nú, svaraði keisarinn. Svo þú skalt undirbúa þig undir þetta, og koma lagi á einkamál þín. Hann rétti erkihertoganum tvo fingur í kveðjuskyni. — Ég vona að þú skiljir hvað ég á við — sam- band þitt við þessa dansmey. Jóhann Salvator glennti upp augun. — Yðar hátign veit þá....? En svo rann upp fyrir honum ljós. Það var auðvitað Fabbri, yfirmaður leynilögreglunnar, sem hafði lát- ið njósna um hann. Fabbri, erkióvinur hans. — Já, ég hef fengið upplýsingar um stefnumótin í íbúð ritara þíns. Keisarinn yppti öxlum. - Ég er ekki teprulegur, og ég leyfi töluvert frjálsræði. En þessu sam- bandi verður að vera lokið. Prinsessan má ekki fá að heyra slíkt, svona rétt fyrir trú- lofunina. . . . Þar með var samtalinu lokið. Jóhann Salvator sat í vagni sínum og starði út um gluggann. Átti hann að missa Milly? — hugsunin ein var óbærileg. Hann elskaði þessa fíngerðu, yndislegu stúlku, og hann hafði aldrei elskað nokkra aðra stúlku á þennan hátt. Öll fyrri kynni hans af konum höfðu ver- ið eins og annarra aðalsmanna, meðal stúlkna, sem voru stöðugt flögrandi kring- um þá. Skemmtileg dægrastytting. Smá ævintýri, sem útheimtu dýr- ar gjafir; skartgripi, vagna og jafnvel pen- ina. En þessi sambönd voru venjulega mjög stutt. .. . Milly elskaði hann ekki vegna tignar sinn- ar, því fyrir henni var hann aðeins Jóhann Orth, venjulegur maður. Hann hafði aldrei komið sér til að segja henni frá uppruna sín- um. Hann dró það alltaf á langinn, vegna þess að hann var hræddur um að það eyði- legði sambandið milli þeirra. Hún var ekki hrifin af aðalsmönnum, það fann hann fyrsta kvöldið. Hann var hræddur um að hún yrði fyrir áfalli, ef hún kæmist að því hvér hann í raun og veru var. Þetta var reyndar erfitt ástand og hann var ekki búinn að finna nokkra lausn á því! Pia María. . . . Nei! Hann sló hnefanum svo fast í dyrakarm- inn á hirðvagninum að rúðan féll niður. Hann gat ekki hugsað sér að missa Milly! Hann var náfölur af geðshræringu og reiði. Hann ætlaði að hitta Rudof krónprins síð- degis til að fara á veiðar. Hann varð að fá Rudolf til að hjálpa sér í þessu máli. Rudolf varð að tala máli hans hjá keisaranum — drottningunni, kónginum á Spáni, hvar sem von væri um áheyrn. Það mátti ekki verða neitt af þessari trúlofun! Það var drungalegt í miðdegiskyrrðinni í „Tokaytunnunni". Einu gestirnir voru þrír Dónár-skipstjórar, sem sátu úti í horni. Móð- ir Millyar var i eldhúsinu, en Milly sat við skenkiborðið með handavinnu. Hún heyrði fótatak frá bakherberginu og vissi að það var Ernö Buday, sem æddi fram og aftur um gólfið.... Það var mjög óvenjulegt að hann væri þarna um þetta leyti dags. Þeir félagarnir komu oftast á kvöldin. Buday sagðist ætla að bíða eftir Istvan Kora vini sínum. Við og við kom hann fram og heimtaði slivowitz, sem hann drakk í einum teig. Er Istvan ekki kominn ennþá? spurði hann. Nei, þú getur séð það sjálfur, svaraði Milly. Það var einhver æsingarsvipur á stór- skornu andliti hans. Hann var utan við sig, þegar hann leit á Milly og hvarf aftur inn í bakherbergið, þar sem hann fór að æða aft- ur um gólf. Það var eitthvað í uppsiglingu, en Milly skeytti því engu. Henni var alveg sama hvort Ungverjaland varð sjálfstætt ríki eða ekki. Hún var fegin að Ernö lét hana í friði þessa dagana, og var ekki með siðferðispré- dikanir. En hann vissi ekki heldur um Jó- hann Orth.... Gianni.... Hún átti að hitta hann í dag, en hann var eitthvað upptekinn. Hún hefði átt að vera leið, en hann var alltaf hjá henni í huganum, dag og nótt. .. . Gianni.... Hún varð aldrei þreytt á að hugsa til hans og hvísla nafnið hans. Henni fannst hún rík og hamingjusöm. . . . Þarna kom Istvan Kora. Hann var stuttur og þybbinn, með ísköld augu. Hann var í grænum einkennisbúningi, með veiðimanna- hatt. Milly var hissa á þessum búningi hans. En hún spurði einskis, enda hefði hún lík- lega ekki fengið svar. Hann gekk hratt í gegnum veitingastofuna og hvarf inn í bak- herbergið. — Þetta fer eftir áætlun, doktor, heyrði hún hann segja. - Veiðiförin verður í dag, í Dónárskóginum. — Og erkihertoginn? spurði Ernö Buday ákafur. Er öruggt að hann verði þar? — Alveg öruggt. Það verða aðeins þeir tveir, krónprinsinn og Jóhann Salvator, með nokkrum aðstoðarmönnum. É'g á að hlaða byssurnar fyrir Jóhann Salvator. — Loksins kom að því, Istvan! Já, loksins. í þetta sinn virðast máttar- völdin vera okkur hjálpleg. — Voðaskot! Ertu undirbúinn? Ég verð að grípa hvert tækifæri. Buday sagði: En mundu að það má ekkert koma fyrir krónprinsinn! Ef það kemur fyrir einhvern annan, þá verður því ekki svo mikill gaumur gefinn. . . . Milly hlustaði ekki nema með öðru eyr- anu. Henni fannst þetta líka frámunalega fíflalegt. Hvers vegna átti Kora að hafa gát á því að ekkert kæmi fyrir krónprinsinn? Ungversku þjóðernissinnarnir voru ekki svo hrifnir af honum. Og svo var það þessi Jóhann Salvator. Milly hafði engan áhuga á erkihertoganum. Það hafði hún frá móður sinni. Stubel fjöl- skyldan var ekki hrifin af keisarafjölskyld- unni. Það kom óljóst upp í hugskoti Millyar að Buday hafði áður talað um þennan Jóhann Salvator. Það var kvöldið eftir samkvæmið hjá Makart, — hann hafði þá sagt að Salva- tor væri hinn illi andi krónprinsins! Móðir Millyar kom inn í veitingastofuna. Mig vantar svolítið krydd, vina mín. Geturðu ekki hlaupið yfir á apótekið? - Jú, jú, sagði Milly og lagði frá -sér handavinnuna, setti sjal á axlirnar og tók gyllini úr kassanum. Það var fremur kalt og skuggalegt úti. Apótekið var hinum meg- in við ána, svo Milly varð að fara yfir Step- haniubrúna. Áður hafði þetta verið eins og allar aðrar brýr, en nú var það orðin brúin hennar. Gi- anni-brúin. Þar hitti hún Jóhann Orth.... Það var einhver umferðartruflun á brúnni. Vagnhestur hafði fallið, en það var búið að koma honum á fætur. Löng röð af vögnum beið eftir því að komast yfir, þar á meðal einn af hirðvögnunum. — Þetta er Otto erkihertogi, sagði kona fyrir aftan hana. En svo voru margir sem andmæltu. — Nei, ég held nú ekki! Þetta er Jóhann Salva- tor erkihertogi. . . . Milly hrökk við. Þarna heyrði hún þetta nafn aftur! Og hún leit í áttina til vagns- ins. Erkihertoginn leit út um vagngluggann. Það glitraði á gullið á kraganum hans. Gianni! En svo fór vagninn af stað og ók yfir brúna. Milly starði á eftir honum, alveg lömuð. Erkihertoginn.... Erkihertoginn.... Hún varð að styðja sig við handriðið, til að detta ekki. Gianni hafði þá logið að henni. Þetta v ar andstyggilegt. Móður hennar hafði líka grunað eitthvað: Leikfang fyrir fína herra . . . þú ert of góð til þess.... Fyrir þeim ertu aðeins dansmær. . . . Hún hafði verið fokvond, þegar hún svar- aði móður sinni, og svo var þetta þannig. Gianni var ekkert betri en hinir... . Hún hélt áfram, eins og ósjálfrátt, með galopin augun, en sá ekki neitt. Hún keypti það sem hún ætlaði í apótek- inu, lagði svo pakkann hjá móður sinni og gekk til herbergis síns. Þar sat hún og starði fram fyrir sig. Allar stundir sem hún hafði átt með Gianni urðu nú að skopleik. Hún hafði þá elskað mann, sem alls ekki var til. Hún gat ekki elskað erkihertoga. Hann tilheyrði öðrum heimi, sem hún þekkti ekki. Hún vissi að þessu var lokið. Móðirin kallaði á hana til að borða, en Milly svaraði ekki. Þá kom hún upp. -— Hvað er að þér, barn? heyrðirðu ekki að ég kallaði á þig? — Láttu mig vera, mamma, sagði Milly með grátþrunginni rödd. Aranka Stubel stóð í dyragættinni. En elsku barn. Farðu! sagði Milly sorgbitin. — Lof- aðu mér að vera í friði! Spurðu mig ekki! Móðirin lokaði hljóðlega dyrunum og gekk niður. . . . Milly vissi ekki hve lengi hún sat þannig. Tvo tíma . . . þrjá? Það var eins og allt hefði hljóðnað, meðan hamingja hennar brann til kaldra kola. En allt í einu sló hræðilegri hugsun, eins Framhald á bls. 36. 19. tbi. vnCAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.