Vikan - 06.05.1970, Page 28
i
Meðal merkustu viðburða annars leikárs var uppfærsl-
an á Heilagri Jóhönnu eftir Shaw. Fór Anna Borg með
aðalhlutverkið sem gestur Þjóðleikhússins.
Þjóðleikhúsið tuttugu ára
I
Leikárið 1962—‘63, sém
var Pétur Gautur Ibsens það
viðfangsefna sem hvað mesta
athygli vakti. Með aðalhlut-
verkið fór Gunnar Eyjólfsson
af mikilli prýði, og er hann
hér að hífa Ásu (Arndísi
Björnsdóttur) upp á kofaþak-
ið.
4
Fimmta leikárið, 1953—‘54,
hófst með heimsókn ballett-
dansara frá Konunglega leik-
húsinu í Kaupmannahöfn, og
stjórnaði íslendingurinn Frið-
björn Björnsson listdansi þeirra
í Þjóðleikhúsinu. Hér eru Ni-
els Björn Larsen og Inge Sand
í Coppeliu.
*
ÞrlSja sýningarkvöld
Þjóðleikhússins
var frumflutt íslands-
klukkan, skáldvcrk
Halldórs Laxness búið í
ieikritsform af honum
sjálfum. Brynjólfur Jó-
hannesson vann þá einn
sinn allra stærsta leik-
sigur í hlutverki Jóns
Hrcggviðssonar, og cngu
síður minnisstæður er
Lárus Pálssón mörgum
sem lærdómsmaöurinn
Jón Grindvíkingur. ís-
landsklukkan hefur
verið sýnd oftar og ver-
ið séð af fleirum cn
nokkurt annað viðfangs-
efni hússins; sýningar
eru nú orðnar 130 og
sýningargestir 68.932.