Vikan - 06.05.1970, Page 29
I
Meðal íslenzkra leik-
húsverka sem sýnd voru
leikárið 1966—‘67 var
Hornakórallinn, mjög at-
hyglisverður framúr-
stefnuleikur eftir Odd
Björnsson. Hér sjáum
við Þóru Friðriksdóttur
og Róbert Amfinnsson í
hlutverkum Móðurinnar
og dr. Krátans.
Frá 1962—‘63 er mörgum minn-
isstætt Andorra, magnað verk \ og
hrollvekjandi eftir Svisslendinginn
Max Frisch. Á myndinni eru Lárus
Pálsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og
Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum
læknisins, móðurinnar og Andra.
4
Meðal margra góðra gesta á sviði
Þjóðleikhússins var Ballets USA undir
stjórn hins heimsfræga dansmeistara
og leikstjóra Jerome Robbins, sem
sýndi þar haustið 1959. Myndin er úr
einu viðfangsefni ballettsflokksins,
Síðdegi skógarpúkans, sem gert er
við tónlist eftir Debussy.
Það sama leikár var fyrst sýndur í
Þjóðleikliúsinu Kardemommubærinn
eftir Thorbjörn Egner, sem varð lang-
vinsælasta barnaleikrit hússins til
þessa og meðal þeirra verka þess, er
mestrar aðsóknar hefur notið. Hér eru
þeir Baldvin Halldórsson, Bessi
Bjarnason og Ævar R. Kvaran í
hlutverkum ræningjanna þriggja, sem
náðu geysivinsældum meðal yngstu
kynslóðar leikhúsgesta og raunar
fleiri kynslóða, og Jón Sigurbjörnsson
í hlutverki rakarans.
1966—‘67 var Marat/Sade Pet-
ers Weiss eitthvert athyglis-
verðasta sýningarverk leikhúss-
ins, og fór Róbert Arnfinnsson
þar með hlutverk de Sades
markgreifa og brást áhorfend-
um ekki frekar en endranær.
— Á myndinni má einnig sjá
Sigurð Skúlason, Margréti
Helgu Jóhannsdóttur, Baldvin
Halldórsson og fleiri.
Horfðu reiður um öxl eftir
John Osborne, sem sýnt var
leikárið 1958—‘59, vakti verð-
skuldaða athygli. Myndin er
af Kristbjörgu Kjeld og Gunn-
ari Eyjólfssyni í hlutverkum
Alison og Jimmys Porter.