Vikan - 06.05.1970, Side 46
TAKIÐ UPP HINA NÝJU AÐFERÐ OG LÁTIÐ
PRENTA ALLS KONAR AÐGÖNGUMIÐA, TIL-
KYNNINGAR, KONTROLNÚMER, KVITTANIR
O.FL. A RÚLLUPAPPÍR. HÖFUM FYRIRLIGGJ-
ANDI OG ÚTVEGUM MEÐ STUTTUM FYRIR-
VARA YMIS KONAR AFGREIÐSLUBOX.
LEITIÐ UPPLYSINGA
SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320
til vill yrði dvöl hennar ekki svo
leiðinleg hér í auðninni.
Geoffrey var í vandræðum
með að komast á bak múldýrinu.
Hann hékk svo þunglamalega á
baki hans án þess að nota ístöð-
in. Dýrið hreyfði sig ekki, hengdi
hausinn og beið eftir skipunum.
— ÍSg vildi óska að ég hefði
myndavél, sagði Júlía.
— Fjandinn hafi það, ég er að
minnsta kosti ánægður að þú
skulir ekki hafa hana, urraði
Geoffrey. — Eg vona að ég hafi
þolinmæði til að sitja á skepn-
unni alla leiðina.
Bóndinn tók tauminn með
annarri hendinni en lyfti hinni í
kveðjuskyni og þrammaði í átt-
ina að hliðinu. Hann bar matar-
körfuna á öxlinni.
— Geoffrey, kallaði Júlía. —
Taktu körfuna, þú getur bundið
hana við hnakknefið.
— Það er allt í lagi, sagði
Ambrosio lágt. — Faðir minn er
vanur að bera byrðar. Hann hef-
ur ekkert á móti því að ganga.
— Hve langt þurfa þeir að
fara? spurði Júlía.
Ambrosio yppti öxlum. — Það
fer eftir aðstæðum. Stundum er
hægt að fara þetta á einum degi.
En í rigningatíð getur það tekið
viku.
Júlía hljóp út að girðingunni
við brún gjárinnar. Múldýrið tölti
eftir bóndanum eftir rykugri
götunni og hengdi hausinn fýlu-
lega. Geoffrey skagaði alls stað-
ar út fyrir smávaxið dýrið og
hann hélt sér fast í hnakknefið.
Júlíu fannst hann óskaplega
hlægilegur. Hann sneri sér við
og veifaði til hennar.
— Bless, elskan, taktu þessu
með ró!
— Þú mátt ekki fara á fylli-
rí og gleyma að koma hingað
aftur! sagði Júlía ...
Fyrsti dagurinn var svo und-
arlegur, að Júlíu fannst sem hún
væri komin á einhverja aðra
plánetu. Hún sat í opnu eldhús-
inu og horfði á móður Ambro-
sios baka tortillur, sjóða maís og
halda eldinum við. Við og við
kom svolítil gola gegnum eld-
húsið, svo það skrjáfaði í þak-
inu og loftið varð ögn svalara.
Ambrosio var horfinn. Hann
kom ekki til að borða hádegis-
verðinn. tortilla og ost; en síð-
ar, þegar Júlía gekk niður í gil-
ið sá hún hann standa við flug-
vélarflakið. Hann hallaði sér yf-
ir stjórnklefann og var að skoða
vélina, þegar hún kom til hans.
Nakið bak hans var rakt af
svita; hann var mjög axlabreið-
ur og grannur í mittið. Svart
hárið var glansandi, eins og
hann biefði makað í það olíu.
—i Halló! sagði Júlía.
— Ég heyrði ekki í þér, sen-
ora. sagði hann og sneri sér við.
— Ertu hrifinn af flugvélum?
spurði Júlía.
— Þetta er í fyrsta sinn, sem
ég sé flugvél svona nálægt. Það
hlýtur að vera dásamlegt að
eiga svona vél. Átt þú hana í
raun og veru? Hann var mjög
æstur.
— Maðurinn minn á hana.
Ambrosio var hugsandi. — Þið
getið þá farið víða með henni.
Hann benti á flugvélina.
Júlía yppti öxlum. — Já, við
höfum líka ferðast mikið.
Ambrosio lyfti brúnum. — Ég
ferðast líka mikið, sagði hann.
— En ekki eins og þið. Ég fer
á marga staði; fer til litlu þorp-
anna. En ég verð að fara fót-
gangandi. Stundum kemst ég á
bíl, og stundum sit ég fyrir lang-
ferðabílum.
— En ég hélt að engir bílar
væru hér!
— Ekki hér, senora. Ég geri
það þegar ég fer til að syngja.
Ég er mariachi. Þú veizt hvað
mariachi er?
Júlía hleypti brúnum. — Þú
átt við að þú sért farandsöngv-
ari? Þú syngur fyrir fólk?
— Si, senora. Ég syng og spila
á gítar. Hann brosti breitt og
það skein í hvítar tennurnar. —
Ég skal syngja fyrir þig. f kvöld.
Ég tek ekkert fyrir það!
Kvöldið var milt, eins og það
er venjulega í þessum suðlægu
fjallahéruðum. Tvö lítil kerti á
eldhúsborðinu sendu daufa birtu
um eldhúsið, en annars staðar
voru engin ljós, nema stjörnu-
mergðin, sem sendi geisla sína
frá skýlausum himni. Þau sátu
öll fyrir utan eldhúsið, á mott-
um, kollóttum stólum eða á jörð-
inni. Júlía sat á lágum skemli,
við hliðina á Ambrosio.
Trjátítlurnar suðuðu og einn
haninn gól, meðan Ambrosio
stillti gítarinn, með fimum, fag-
urlöguðum fingrum. — Ég vil
að móðir mín syngi fyrir þig
fyrst. Hún kann alla gömlu
söngvana. Por favor, mama?
Hann sló nokkra takta á gítar-
inn.
Móðirin leit hikandi á Júlíu;
en svo reigði hún höfuðið, sveifl-
aði löngum fléttunum; fætur
hennar slógu taktinn og börnin
klöppuðu saman höndunum. Hún
hallaði sér aftur á bak og hljóm-
miklir, háir tónar hljómuðu
skyndilega; grátklökkir tónar
bárust út í næturkyrrðina;
hljómfallið svo sérkennilega
háttbundið, að Júlía rétti úr sér
og hlustaði hugfangin. Hún
hafði aldrei orðið fyrir slíkum
áhrifum. Þessi tónlist hæfði
stjörnubjartri nóttinni á þessum
afskekkta stað.
Rödd Ambrosios var hlýrri og
mýkri, háir, bjartir tónarnir
fylgdu gítarnum. Júlía hreyfst
með. Þegar söngnum lauk, kom
46 VIKAN 19’ tbl-