Vikan


Vikan - 09.07.1970, Síða 5

Vikan - 09.07.1970, Síða 5
í engri spjör Marty Feldman er frægasti sjónvarpstrúður Bretlands og raunar þekktur um allan heim fyrir sjónvarpsþætti sína. Hann hefur fyrir nokkru lokið við gerð fyrstu kvikmyndar sinnar, og það hefur sannarlega ekki verið hljótt um þá mynd. Ástæðan er sú, að Marty sjálfur og aðrir leikarar i myndinni koma þar fram bókstaflega í engri spjör, eins og msðfylgjandi mynd sýn- ir. Aðalmótleikari Martys er norska fegurðardrottningin Julie Ege. Svo mikið fjaðrafok varð út af myndinni, að þingmenn neðri málstofunnar tóku málið til meðferðar. Margir vildu banna myndina, að minnsta kosti fyrir börn. En sú tillaga var felld, svo að í sumar geta brezk- ir kvikmyndahúsgestir horft á Marty og norsku fegurðardrottn- inguna striplast allsnakin úti í guðs grænni náttúrunni. Eddie Fisher með norskri stúlku Hinn heimsfrægi dægurlaga- söngvari Eddie Fisher, sem í eina tíð var kvæntur Elisabet Taylor, hefur um tíma verið trúlofaður norskri stúlku, sem heitir Ida Björn-Hansen. Fyrir nokkru voru skötuhjúin í Noregi og heilsuðu upp á foreldra Idu. En þau dvöldu þar aðeins í fáeina daga, en héldu þá til Spánar. Þar hafa þau keypt sér dýrindis villu. Þau sögðu við norska blaðamenn, að þau hefðu ekki í hyggju að gifta sig — að minnsta kosti ekki í bráð. • vísur vikunnar Frægðar njóta sem forðum frónskar konur og menn og landar í vestrinu villta vita þann sannleik enn. Þeir sækja áanna óðöl af elju og festu heim; í túni, teig eða varpa tekin er mynd af þeim. En framan við geil og galta gamla tóft eða stekk listfengu Linkers-hjónin ljósmynda Richard Beck. Já, ennþá á sérhverju sumri þeir sækj’ á hin frónsku mið, því ættjarðarástin treinist í annan og þriðja lið. ÁreiSanlegasta klukka Svíþjóðar Sixten Karlsson var ekki nema smástrákur, þegar hann hóf smíði klukkunnar, sem við sjá- um hér á myndinni. í 35 ár hef- ur hann notað hverja frístund til að fullgera hana, og nú er verkinu loksins lokið og hann þar með orðinn eigandi áreiðan- legustu klukku í Svíþjóð og ef til vill allri Evrópu. í næsta skipti sem þarf að stilla klukk- una er ekki fyrr en árið 2000! Á hverjum heilum klukkutíma slær klukkan ekki, heldur leik- ur ofurlítinn lagstúf. Klukkan mælir ár, mánuði, viku, dag, klukkutíma, mínútu og sekúndu. — Þetta er stórkostleg klukka, þótt ég segi sjálfur frá, segir hinn stolti eigandi hennar. — En hún er líka búin að kosta mig óskaplegt erfiði. Aldrei tími til að skíra í hvert skipti sem við höfð- um ætlað okkur að fara með barn í kirkju og láta skíra það, var það orðið um seinan, því að þá var nýtt á leiðinni, segir frú Ragnhild Eriksson frá Váster- götland í Svíþjóð. — Þá hugs- uðum við sem svo, að bezt væri að bíða þangað til það nýja væri komið. Nú eiga Eriksson-hjónin tiu börn og er það elzta 14 ára en hið yngsta tveggja mánaða. Og loksins í vor voru þau öll tíu skírð í einu við hátíðlega athöfn. Á myndinni sjáum við prestinn og foreldrana með allan barna- hópinn sinn. 1ÉÍÉ!< ; v, Jlpv ^ 111 , 28. tbi. YIKAN 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.