Vikan


Vikan - 09.07.1970, Page 17

Vikan - 09.07.1970, Page 17
sér maður hvað þeir endast bet- ur, sem eru í góðri stöðu og hafa há laun, hugsaði Joe Helmer með sér. Þeir voru nú tveir einir á ferli þarna á götunni. Náunginn á undan hélt fyrir hornið á 21. götu, og Joe, sem átti enn langa leið fyrir höndum, hélt líka fyr- ir hornið. Fótatak þeirra berg- málaði annarlega í næturkyrrð- inni. Allt í einu nam náunginn staðar. Náunginn hagaði sér harla einkennilega. Það voru ekki nema nokkur skref á milli þeirra. svo Joe sá greinilega að- farir hans, þegar hann greip báðum höndum að hálsi og reyndi að hneppa frá sér skyrt- unni, svo hann gæti náð andan- um. Joe gekk skrefi nær og mað- urinn sneri sér að honum. Sfutt andart.nk starði hann b'^naraueum á .Toe Helmer, án bess að koma upp orði eða stunu. Joe sá að hann gat ekki orðið honum að neinu liði þó hann fecinn vildi; hann gekk að vísu skrefi nær honum enn, en í sömu svifum hneig náunginn niður á gangstéttina; lá þar eins og ókennilegt hrúgald og hreyfði hvorki legg né lið. Joe starði á hann, skelfingu lostinn. Það leyndi sér ekki að maðurinn var hættulega veikur, kannski var hann dauður. Joe vildi ekki láta blanda sér í þann sviplega atburð síðar meir, hann átti við nóga örðugleika að stríða samt. Hann gekk hægum skref- um að hrúgaldinu, skimaði í kringum sig og athugaði myrkar hliðar húsanna, sem að götunni sneru, ef hann sæi einhvern, sem hann gæti kallað til aðstoðar. En hvergi sást nokkur sála. Hann laut niður að hrúgald- inu. — Hvernig líður yður, herra minn? Er ekki allt í lagi. . . . Hann skammaðist sín fyrir hve kjánalega hann spurði. Það var bersýnilegt, að það var ekki allt í lagi. Ef svo hefði verið, mundi náunginn ekki hafa leg- ið þarna, þegjandi og hreyfing- arlaus eins og steindautt hrúg- ald. Joe laut enn að honum, lyfti máttvana hendi hans, þreifaði eftir slagæðinni á úlnliðnum. Hann var að vísu hikandi og skelfdur, en hann gat ekki fund- ið að slagæðin bærðist. Hann bar lófann að vitum mannsins, en gat ekki heldur fundið að hann drægi andann. Joe rétti úr sér, strauk hönd- unum við buxnaskálmarnar, svipaðist enn um, én sá ekki nokkurn mann á ferli. Þá datt honum í hug að réttast væri að athuga hvort náunginn bæri ekki á sér einhver persónuskil- ríki. Hann þreifaði eftir brjóstvas- anum innan á jakka lians, dró upp troðfullt seðlaveski, sem opnaðist sjálfkrafa, svo að minnsta kosti tuttugu saman- lagðir peningaseðlar komu í Ijós. Ekki gat Joe að því gert þótt hann virti þá fyrir sér. Kannski voru þeir þrjátíu — fimm, tíu og tuttugu dollaraseðlar og nokkrir fimmtíu dollara. Álit- leg fjárfúlga samanlagt. Því varð ekki neitað. Hann starði svo ákaft á seðl- ana, að hann gleymdi því ger- samlega, sem hann hafði ætlað að gera. Hugsun hans snerist öll um það eitt, að nú yrði hann að taka ákvörðun — á stundinni. Joe Helmer virti hrúgaldið enn fvrir sér. Fötin voru hin vönduðustu, allt að því skart- klæði. Lítið yfirvararskegg. Lokaðir hvarmar. Svipurinn þrunginn annarlegum friði. Það var augljóst mál, að náunginn hafði ekki þörf fyrir peninga héðan af. Hikandi og titrandi höndum stakk Joe Helmer seðlaveskinu ofan í sinn eigin rassvasa. Svo gekk hann nokkur skref aftur á bak frá hrúgaldinu. Því næst tók hnnn á rás. Þegar hann hafði con^ið driúean spöl hröðum skrefum, fór hann að hlaupa við fót. Hann linnti ekki sprettinum fyrr en hann kom í fátæklega og lágkúrulega hverfið, þar sem hann bjó, og þar sem írena beið hans og hafði búið sig undir það að endurtaka allar sínar fyrri ásakanir einu sinni enn í auk- inni og endurbættri útgáfu. Hann gekk hægum skrefum upp stigann, opnaði dyrnar og gekk inn. írena stóð við eldhús- borðið og þvoði sokka. Hann brosti um leið og hann steig inn yfir þröskuldinn. — Nú, sagði hún stutt í spuna og leit til hans um öxl. Ekkert að frétta frekar en vant er? Hann gekk að kæliskápnum og ætlaði að ná sér í bjórflösku, en mundi það um leið, að lokað hafði verið fyrir rafmagnið. Hann hleypti brúnum, sótti sér flösku fram í búrið og settist með hana í höndunum við eld- húsborðið. Svo tók hann hettuna af flöskustútnum og mælti. — Það er sama deyfðin í borginni. Það er kreppan, sem lamar allt og alla. En ég geri nú ráð fyrir því, að ég fái eitthvað að gera í næstu viku. Hún gekk til hans. Hún var enn dásamlega falleg, þrátt fyrir öll vonbrigðin, sem hún hafði mátt þola. Það var hún. Hvaða kvikmynd sástu? — Byrjaðu nú ekki einu sinni enn, írena. íSg hef verið á þön- um um borgina allan liðlangan dacinn í leit að atvinnu eins og endranær. Ég tröí því nú mátulega vel. —- Já. en þetta ér satt. Ég hef leitað fyrir mér og reynt. Og eimnlega varð sú leit ekki að öllu leyti til einskis. Ég rakst á gamlan kunningja úr hernum. Oo hvað heldurðu — jú, hann mundi allt í einu eftir því, að hann skuldaði mér nokkra pen- ingaupphæð. Ég hafði hiálpað honum smávegis einu sinni, þeg- ar hann var í klípu og hnnn hafði ekki gleymt því. Jú, það eru til heiðarlegir náungar enn í dag, þótt þeir mættu gjarna vera fleiri. Hún leit á hann með tor- tryggni í svip. —• Ertu að gabba mig, eða hvað? —• Að þér skuli koma slíkt til hugar! Nei, ég heid nú síður. Ég get nú sýnt þér það, svart á hvítu. Viltu fá að sjá peningana? — Já, svaraði hún. Ég er raunar ekki viss um, að ég þekki lengur að það séu peningaseðlar; en ég kemst að raun um það þegar ég sé þá ... Hann hló. Dró seðlaknippið upp úr rassvasanum, taldi úr því á borðið eins og gæfi spil. Og hann hafði gaman af því að sjá hve sjáöldur hennar eins og þöndust út. — Harningjan sanna . .. Hvað er þetta há upphæð, Joe? — Reyndu að telja. Hún taldi seðlana í skyndi. Augu hennar ljómuðu. — Nákvæmlega sú upphæð, sem ég lánaði honum forðum, svaraði Joe og lét sér hvergi bregða. — Þrjú hundruð sjötíu og ' fimm dollarar ... — En, þetta er dásamlegt, Joe! Nú getum við greitt húsaleiguna. Það verða fimmtíu dollarar. Kaupmanninum skuldum við hundrað dollara. Og svo getum við greitt bæði rafmagnið og símann. — Taktu þessu nú rólega, mælti Joe og hló við. Nokkra dollara verðum við að geyma, svo við getum fengið okkur ær- lega steik á sunnudaginn. Mér finnst að við eigum það skilið. — Joe, Joe, sagði frena og fleygði sér í faðm honum, öld- ugnis eins og þegar þau voru ný- gift. Þegar hann var orðinn einn inni í svefnherberginu. dró hann veskið upp úr rassvasanum og athugaði það nánar. f því voru tvö hólf úr gagnsæu plasti. f öðru þeirra lá nafnspjald: Mar- vin Horine, 8 East, 70. stræti. En Joe starði drykklanga stund i hitt plasthólfið, án þess Framhald á bls. 37. 28. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.