Vikan


Vikan - 09.07.1970, Side 36

Vikan - 09.07.1970, Side 36
Stefnumót viS ókunnugan mann Framhald af bls. 35. að hann við, því að hann hallaði sér fram á borðið og sagði með ísmeygilegri rödd: — Ég veit hvað þú hugsar, Anita, en ég er nú einu sinni svona gerð- ur. Ég gat ekki komið öðruvísi fram. Mér var ómögulegt að setjast að á sama stað og gera sömu hlut- ina allt mitt líf, dag eftir dag. Ég er einfaldlega ekki þannig, Hann hló, svolítið ögrandi og glettnislega, eins og maður við konu, svo hélt hann áfram: — Þú skilur mig, ég veit það. Þú ert þannig líka. Þú gætir aldrei sætt þið við að vera venjuleg hús- móðir. Þú hefir skemmtilegt starf og hefir þörf fyrir að hitta fólk, sjá ný andlit. Svo ég veit að þú skilur hvað ég á við. Lífið getur orðið fremur leiðinlegt, ef maður reynir ekki að fá það mesta út úr því. — Hversvegna hefirðu aldrei reynt að hitta mig fyrr en nú? spurði ég lágt. — Ég skil vel að þú sért hissa á því, svaraði hann og leit upp, eins og til að leita að hentugu svari. Og það fann hann fljótlega. — Ég hef ekkert fram að færa mér til afsökunar. En ég hefi hugsað mikið til þín, já á hverjum degi í öll þessi ár. Þessi hugmynd hans, sem greinilega var ný, kom ein- kennilegri glóð í kinnar hans. Hann tálaði af miklum sannfæringar- krafti. — Nei, það hefði ekki verið rétt gagnvart þér. Það er ekki hægt að leika sér með tilfinningar barna á þann hátt. Hugsaðu þér hvernig þetta hefði verið ef ég hefði haldið fast í ykkur, og verið á eillfu flakki, komið aðeins við og við heim. Mað- ur verður að reyna að vera heiðar- legur. Ég var slæmur faðir og slæm- ur eiginmaður, og ég gat ekki verið öðru vísi. Svo ég hélt mig í fjar- lægð, þannig var það bezt. — En núna- sagði ég. — Þú ert gift, svaraði hann. — Þú lifir þínu eign lífi. Mamma þín hefir það líka gott. Gömul sár gró- in. Ég geri engum mein hér eftir. Svo horfði hann fast á mig. Ég tók eftir hve vel hann valdi orð sín og ísmeygileg rödd hans var. Sumt fólk þroskast seint, sagði hann hægt. — Líklega hefði líf okk- ar verið öðru vísi hefði ég ekki verið svo seinþroska. Ég hefi farið víða, séð margt og nú ætti ég að geta tekið lífinu með ró. Hann var svo sannfærandi að ég varð hrærð á móti vilja minum. En svo brosti hann snögglega og andlitið varð ótrúlega unglegt, og hann tók litla öskju upp úr vasa sínum. — Þetta er handa þér. Við getum kallað það brúðargjöf, þótt hún komi seint. En þessi gjöf er handa 36 VIKAN 28-tbl- þér einni, ég vona að Sten hafi ekkert á móti því. Hann þagnaði andartak en sagði svo blíðlega: Þegar allt kemur til alls, þá hefir hann fengið allt. A bláum flauelspúða lá falleg gullhálsfesti með topashjarta. — Leyfðu mér að setja hana á þig, sagði hann ákafur og stóð upp. Þegar hann lagði festina um háis minn vissi ég að þetta var ekki i fyrsta sinn sem hann framkvæmdi slika athöfn, hann hafði örugglega skreytt margar konur á þennan hátt. Haldið sömu ræðuna mörg- um sinnum, auðvitað með ýmsum breytingum. Það vildi bara þann- ig til að ég var dóttir hans. Það var allt og sumt. Hann settist og var mjög hrærð- ur að sjá. Svo lyfti hann glasinu. — Ég er mjög hreykinn yfir því að vera faðir þinn, Anita, sagði hann. Hjarta mitt barðist svo að topas- hjartað titraði á hálsi mér. Ég tal- aið mjög lágt, því að ég vildi ekki koma vandræðum af stað, eftir þetta. — Það hefir hver maður hér í salnum, í borginni, já jafnvel i öll- um heiminum jafnmikinn rétt til að kalla sig föður minn. Hann starði á mig, eins og hann tryði ekki sínum eigin eyrum. — Fyrirgefðu, sagði ég. — Ég ætla ekki að særa þig, en þó veit Guð að þú hefir farið illa með okk- ur mömmu. En nú skulum við ekki vera með hræsni lengur. Ég minntizt allra jólanna sem við höfðum haldið einar, mundi tóm- leikann, sem hefði horfið ef við hefðum fengið kveðju frá honum, gjöf eða jafnvel aðeins póstkort, sem benti til þess að hann hugsaði til okkar. — Þú hefir aldrei verið mér fað- ir, og nú er það of seint. Ef þú vilt að við hittumst aftur, þá verð- ur það að vera eingöngu sem kunn- ingjar, ekkert annað. Hann sat grafkyrr og lék sér að teskeiðinni. Nú var brosið líka horfið. — Ég hefi aldrei fundið svona til með mömmu, eins og ég geri nú i kvöld. Ég vildi óska að hún hefði gift sig aftur. En hún gerði það ekki. Líklega vegna þess að hún varð að leggja á sig svo mikla vinnu til að sjá mér farborða, hún hafði aldrei tíma til að hugsa um sjálfa sig. Ég var hennar eitt og allt og það er ég ennþá. Það er nú reyndar ekki mikið, því að við Sten vinnum a11- an daginn, svo ég hefi ekki mikinn tíma aflögu. En ég vona innilega að það hafi verið ástæðan, að hún hafi ekki verið ein öll þessi ár þín vegna. Það væri hræðilegt órétt- læti. Ég þóttist vera að púðra á mér nefið, svo að enginn sæi að ég var að gráta. Svo greip ég ósjálfrátt í hálsfestina. En hann greip um hönd mína og sagði: — Nei, eigðu þessa festi, vina mín. Ég valdi hana eingöngu handa þér. Og þar sem mér var Ijóst að þetta sagði hann satt, lét ég hana vera. — Hún virðist vera það eina sem ég get gefið þér, bætti hann við, og mér fannst það vera eina ein- lægnin sem ég hafði orðið vör við. Sten beið eftir mér. — Hvernig líður pabbastúlkunni? spurði hann. — Ég á engan föður! sagði ég hratt og fór allt í einu að gráta sárt. Hann vafði mig örmum. — Er draumsýnin horfin? Ég kinkaði kolli og tárin streymdu niður kinnar mínar. Hann snerti við festinni. — Fékkstu þetta sem vott um hlýjar tilfinningar? — Já, þær voru ekki meira virði. — Fínt, sagði Sten, — þá hefir það ekki verið til einskis að þú fórst, úr því hann hefir sannfært þig um það. Ég hló og grét í einu. — Sten, snökkti ég. Ég giftist þér ekki til að fá staðgengil hans, heldurðu það? — Vitleysa, sagði hann og rödd- in var svo örugg og faðmlag hans traust, svo mér fannst allt vera eins og það átti að vera. Og einmitt þá hringdi andstyggð- ar síminn. — Halló, sagði Sten. — Jæja, já, gott kvöld. Jú, hún er komin heim. Hún er í baði. Hún heldur sig meira og minna í baðherberginu. Nei, nei, hún er alveg róleg. Mér hefir skilizt að þið hafið átt notalegt kvöld saman. Og hálsfestin var falleg! Já. — Svo þér eruð á för- um, — til Japan? Það hlýtur að vera skemmtileat. Næst þegar þér komið hingað, þá verðið þér að borða hjá okkur. Já, verið þér sæl- ir! Það var leiðinlegt að hitta yður ekki. — Ég verð að hringja til mömmu, ég er svo hrædd um að hún elski hann ennþá, sagði ég, þegar Sten laqði símann frá sér. — Um þetta leyti sólarhrings? Nei, þú lætur það rétt vera. Hún er örugglega steinsofandi Og svo er þetta hennar einkamál er það ekki? Síminn var ósköo friðsamlegur og hættulaus, þarna sem hann stóð á borðinu. Ég horfði hugsandi á hann. — Hugsaðu þér, ef hann hringir nú aftur á morgun, sagði ég. — Og hvað þá? sagði Sten. — Þú þarft ekki að vera hrædd við hann lengur. Látum hann bara hringja ef hann vill. Hann er að- eins maður á ferð, einmana ókunn- ur maður, sem getur aldrei fest ræt- ur. Það er ekki hægt annað en vor- kenna honum, hann hefir ekki feng- ið mikið út úr lífinu, veslingurinn. þekktustu kexbakarar Bretlands síðan 1830 senda reglulega til íslands 25 tegundir af kexi. M & D kexið er óviðjafnanlegt að gæðum og verði. HEILDSÖLUBIRGÐIR: V. SIGURÐSSON & SNÆBJÖRNSSON HF. Símar 13425 og 16425.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.