Vikan


Vikan - 09.07.1970, Qupperneq 38

Vikan - 09.07.1970, Qupperneq 38
Eirroís «fct KAVANAGH t fíRANK fíJETCHe* i Ég veit aö Trippi myndi fá j alheimsvifturkenningu ef hann/ N— legði sig fram — Spurði bara af forvitni, rétt si- svona. Hann hélt á brott. Reyndi að ganga keikur, stíga fast til jarð- ar og láta sem ekkert væri. Hann leit ekki um öxl fyrr en hann kom fyrir hornið, en þá var lög- reglubíllinn allur á bak og burt. Hann vissi að hann gat ekki neitt við þessu gert. Það var hryllilegt til þess að hugsa, en heimurinn var nú einu sinni svona. Það var hryllilegt til þess að hugsa, en heimurinn var nú einu sinni svona. Það var ekki heldur að vita nema lögreglu- læknirinn væri svo fær í starfi sínu, að hann bæri kennsl á sjúkdóminn og sæi að einungis mundi um skindauða að ræða. Kannski var hann þegar risinn upp af líkbörunum, fleygur og fær, þessi blessaður Marvin Hor- ine, sem átti heima að 8. East 70. stræti. Já, kannski sat hann þeg- ar inni í stofu heima hjá sér, reykti og rabbaði við fjölskyldu sína eins og ekkert hefði við borið. Enn stöðvaði Joe leigubíl. Hann varð að fá sér einn gráan í leiðinni sér til hressingar, svo alls kostaði þetta ferðalag hann hálfan annan dollara. Þá þrjá og hálfan dollara, sem eftir var, lét hann aftur í krukkuna á eldhús- hillunni að írenu ásjáandi. Hún spurði hann ekki neins. Svo fór hann að hátta. Hann hrökk upp, rennvotur af svita. svo að jafnvel sængurföt- 38 VTKAN 28- tbl- in voru blaut. — Joe, Joe ... Hvað gengur eiginlega að þér maður? spurði írena, sem lá við hlið honum. — Hvað er að? spurði Joe. Hvað er klukkan? — Ég veit það ekki, svaraði hún og seildist eftir vekjara- kjukkunni, sem stóð á náttborð- inu. Hálfátta. Það er réttast að við förum á fætur, fyrst við er- um bæði vöknuð á annað borð. Hann tuldraði eitthvað og bældi sig niður í svæfilinn. — Nei, ég er þreyttur og ekki nándarnærri útsofinn. Það var komið langt fram á nótt, þegar mér loksins tókst að festa blund. — Ætlarðu ekki að leita þér at- vinnu í dag? —• Jú, jú — auðvitað leita ég mér atvinnu í dag. Vertu öldung- is róleg. — Þá er hyggilegast fyrir þig að hypja þig framúr, svo þú verðir snemma á ferðinni. Dag- urinn er liðinn áður en maður veit af. Hann varp þungt öndinni. — Þú veizt það, Joe, að þessir peningar endast ekki lengi. Hann glaðvaknaði um leið og hún minntist á peningana. Sett- ist upp við dogg, teygði sig eftir sígarettu. Hann reykti þangað til stubburinn var orðinn svo stutt- ur, að við lá að hann brenndi sig á honum, og braut heilann um það, sem gerzt hafði kvöldið áður. Svo brá hann sér fram úr og klæddi sig í skyndi. Hann hitaði sér kaffi; stóð nokkra stund og starði eins og dáleiddur á brúnan kaffivökv- ann, sem seig niður í könnuna. Síðan settist hann við eldhús- borðið, starði á vegginn — ég er morðingi, hugsaði hann. Honum kom ekki til hugar að kalla sjálfan sig þjóf. Allir voru þjófar að meira eða minna leyti, að hans áliti að minnsta kosti. En morð, jafnvel þótt fyrir misgáning væri, það var allt annað. Þegar honum varð hugsað til þess fékk hann sting í mag- ann og svitinn rann af honum i stríðum straumum. Hann heyrði einhverja rödd einhvers staðar hið innra með sér, sem vitnaði í ritninguna og varð tíðrætt um eld og brennistein. Hann varð gripinn ótta og skelfingu rétt eins og krakki. Hann hafði látið manninn deyja afskiptalaust, og hvers vegna? Til þess að auðgast sjálf- ur um þrjú hundruð sjötíu og fimm dollara! Og hann, sem í æsku hafði aldrei látið sig dreyma um lægri peningaupp- hæðir en þúsund dollara; þúsund dollara fjárfestingu, þúsund doll- ara gróða, svo heldur hafði hann nú gerzt smásmugulegur. Víst var um það. að peningarnir höfðu komið í góðar þarfir. Þeir höfðu að minnsta kosti róað frenu í bili. En hvað fengu þau svo í aðra hönd? Þau gátu dvalizt enn einn mánuð í þessari íbúð. Og enn mundi hann vakna baðaður svita af martröð sinni á hverri nóttu. Hann hlustaði. írena var víst sofnuð aftur, að minnsta kosti bærði hún ekki á sér. Hann heyrði að hún dró andann létt og reglubundið. Hann laumaðist niður stigann. Þegar hann hafði gengið nokk- urn spöl, brá hann sér inn í kaffistofu og gekk rakleitt inn í símaklefann. Hringdi í númerið á lögreglustöðinni. Honum var svarað af myndug- leik, en lét það ekki slá sig út af laginu. Það er viðvíkjandi ná- unganum, sem þið fundið liggj- andi dauðan á gangstéttinni í kvöld er leið, sagði hann. — Bíðið eitt andartak, svar- aði sá mynduglegi. Hvað er nafn- ið? — Það kemur málinu ekki við. Þessi náungi var í rauninni ekki dauður, skiljið þér. Hann virtist einungis vera það. Hann er haldinn slikum sjúkdómi... - Eruð þér að gera gys að okkur? Joe klóraði sér í hnakkann. Nei, mér er bláköld alvara. Hann átti vanda til að fá flogaveiki- köst. skiljið þér. Annað var það ekki. Þér skuluð því ekki jarð- setja hann. skiliið þér. Þér meg- ið ekki kviksetja hann . . . Það var þögn í símanum nokk- ur andartök. Svo tók sá mynd- uslegi aftur til máls og að þessu sinni var hann grunsamlega mjúkur á manninn. — Hvers

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.