Vikan


Vikan - 09.07.1970, Síða 40

Vikan - 09.07.1970, Síða 40
Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. ReyniS þau. EMEDIA H.F LAUFÁSVEGI 12 - Sími 16510 lestinni, en hann fór af í Hiittel- dorf. — í Hiitteldorf? spurði hún undrandi. — Já, þar biðu nokkrir herra- menn eftir honum þar. Þessvegna seinkaði lestinni. Erkihertoginn ræddi lengi við herrana, og lest- in gat ekki haldið áfram fyrr en hann hafði farið úr henni... — Takk... Milly vissi hvað þetta táknaði, hann hafði verið tekinn fastur. Þá var það dunið yfir ... Eins og í leiðslu gekk Milly burt af stöðinni og ók heim. Hún tók ekki eftir svarta, lok- aða vagninum, sem stóð fyrir ut- an húsið. Hún borgaði ökumann- inum og gekk inn. Það bíður herra í dagstofunni, sagði Babette. Þegar Milly opnaði dyrnar, þekkti hún strax manninn sem beið, það var Landauer, maður- inn sem einu sinni hafði ætlað að láta hana skrifa undir yfirlýs- ingu um að segja skilið við Gi- anni. Hún vissi strax erindi manns- ins. Og hún vissi líka hveriu hún myndi svara. Þetta sinn yrði hún að skrifa undir ... Jó.hann Salvator fékk ekki leyfi til að yfirgefa höll sína í Beatrixgasse. Hann var í stofu- fangelsi. Hann hafði neitað að sveria við drengskap sinn loforð um að yfirgefa ekki höllina, þess- vegna var strangur vörður hafð- ur um hann, undir eftirliti höf- uðsmanns. — En ef ég fer samt, verður þá skotið á mig, höfuðsmaður? — Ég hef mínar fyrirskipanir. yðar keisaralega tign, svaraði höfuðsmaðurinn. án hess að nokkur svipbrigði sæust á andliti hans. — Hver gaf þær fyrirskipanir? Albrecht erkihertoei? Jóhann Salyvator hló hæðnislega. — Þér hafið möguleika til að fá orðu Mariu Theresiu, ef þé skjótið mig í tætlur. Svipur höfuðsmannsins var sem steinrunninn og hann svar- aði engu. Með löngum skrefum gekk Jó- hann Salvator upp stigann og inn í vinnuherbergi sitt. Hann hafði teflt djarft og tapað ... Hann hafði skrifað nokkrar línur til Millyar og sent þjón með bréfið, en ekki fengið neitt svar. Þessi handbendi keisarans höfðu auðvitað tekið bréfið. Hann stóð við gluggann. Það var aðeins skemmtigarðurinn milli hallarinnar og íbúðar Millyar. Það var aðeins fimm mínútna gangur, en nú fannst honum það vera óyfirstíganlegt fjall. Milly.. . Hann hugsaði til hennar með angurværð og sekt- artilfinningu... vegna allra von- anna sem hann hafði vakið með henni, en sem urðu svo sorglega að engu. Hann sá fyrir sér vonbrigðin í bláum augunum, — vonbrigðin hans vegna, það vissi hann. Hún hugsaði aldrei um sjálfa sig. Hún elskaði hann innilega, og hún leið meira hans vegna. Honum var nokkurn veginn sama hvað um hann yrði úr þessu. Það gæti ekki verið verra. Hann gat ekki einu sinni átt von á þvi að verða vísað úr landi. Hann hafði ekkert lífsstarf. Það eina sem hann átti von á, var skammarræða frá keisaranum. Hélt hann ... Um kvöldið voru vaktaskipti. Annar höfuðsmaður var settur til að gæta hans. Eftir venjunum átti hann að tilkynna komu sína í vinnuherbergi hans. Þetta var maður með veðurbitið andlit og trygg augu. Það var von Laaba, fyrrverandi aðstoðarforingi hans; maðurinn sem hafði lánað honum og Milly ibúðina sína til stefnu- móta. — Laaba, hrópaði erkihertog- inn. inniiega glaður. — Þetta getur ekki verið áhittingur! Höfuðsmaðurinn brosti. — Nei, yðar keisaralega tign, það er ekki áhittingur. Von Laaba hafði siálfur séð svo um að hann væri settur í þetta starf, vegna þess að hann grunaði að erkihertoginn væri aleerlega einangraður og gæ+i haft þörf fyrir aðst.oð hans. — Þér eruð stórkostleeur. Laaba. Þér gætuð hiálpað mér. En fyrst vil ég spyna, — hvernig standa málin? Von Laaba þekkti prkiherto"- ann vei og var vantir að tala nn- inská+t. við hann. Málið leit ekki vel út . — Eða til að segía satt og rétt frá. þá standa mál vðar miög illa. Eftir að New York Herald birti frpttina um búlgarska málið bef- ir sú frótt verið á forsíðum um allan bpim. Vfirleitt eru frétt- irnpr ó^ingigrniegar í earð Aust- urríkis. Sendimenn frá utanrík- isþiónustu Rússa og Serba hafa lagt fram skýrslur sínar til utan- ríkisráðuneytisins. Jóhann Salvator hrukkaði enn- ið. — Þetta er mjög óheppilegt, Laaba. Stjórn okkar hefir aldrei verið svo saklaus af nokkru máli. Engum dettur í hug að ég hafi ekki haft samband við stjórnina um þessi mál. Hvaðan hefir Her- ald þessar upplýsingar? — Frá fréttaritara sínum á Balkan, Ernö Buday ... Von Laaba sagði honum allt sem stóð í blaðinu... Þegar Jó- hann Salvator kæmi til Sofia átti að stofna til byltingar, sem leiddi til þess að rússneskur prins yrði settur í hásætið. — Hvað! hrópaði erkihertog- inn undrandi. — Er þetta satt? — Herald segir það. Hvort það er satt, veit enginn. Rússar hafa eindregið neitað því. — En Sofia? — Þegir. Fram að þessu að minnsta kosti. Erlend blöð eru full af kjaftasögum, svívirðileg- um sögum. — Um mig? Höfuðsmaðurinn kinkaði kolli. — Það hefir verið sagt að þér hafið í fyrra ætlað að steypa keisaranum af stóii, með aðstoð Rudolfs krónprins. Að þér hafið Verið hinn illi andi krónprins- ins, — og þar af leiðandi óbeint orsök í sjálfsmorði hans. Erkihertoginn gretti sig. — Ég var ekki einu sinni í Vín, þegar Rudolf blandaði sér í þessi mál. Ég var í Galisíu. — Ég veit það, yðar keisara- lega tign. Ég er aðeins að segja yður allar sögurnar, eins og þær koma fyrir almenning. Rólegt yf- irbragð höfuðsmannsins hafði góð áhrif á Jóhann Salvator. — Það verður auðvitað gripið feginshendi við þessum slúður- sögum í keisarahöllinni, til að kasta rýrð á mig. En slíkt snertir mig ekkilengur... Hann opnaði skáp og tók fram vínflösku. — Þótt þér séuð í þiónustu, Laaba, þá verðið þér að drekka glas af slivovitsj með mér. Hann hellti í tvö glös. — Á ég að segia yður eitt, Laaba, ég gerði mikið axarskaft, ég hefði aldrei átt að ganga í her- inn, — að minnsta kosti ekki í her, sem Albrecht erkihertogi stiórnar. Sá maður hefir hatað mig frá fyrstu kynnum. Ég hefði heldur átt að ganga í sjóherinn. ég hafði alltaf áhuga á því. — Yðar keisaralega tign hefir skipstjórnarréttindi líka. — Já. að vísu. É? gekk í gegn- um þann skóla, en tók það frekar sem dægrastyttingu. En ég hefði átt að velia það sem b'fsstarf. . . Þá hefði líf mitt orðið öðruvísi. Jóhann Salvator horfði á glas- ið, sem hann hélt á. Svo ivft’ hann því. — Jæ+a, skál. gamli vinur. Höfuðsmaðurinn sló saman hælunum. — Skál fvrir velgengni yðar. yðar keisaralega tian! Jóhann Salvator bað höfuðs- manninn fyrir bréf til Millyar og bað hann að færa sér svar næsta dag. Það svar kom aldrei. Milly var komin til Zúrich. Sama kvöldið sem hún skrifaði undir yfirlýsingu sína um það að reyna aldrei að ná sambandi við erkihertogann, fór hún þangað í fylgd með tveim herramönnum frá hirðinni. Henni hafði verið komið fyrir á glæsilegu hóteli, „Baur au Lac“. Hana skorti ekkert. Hún var í glæsilegu umhverfi. Skartgripi sína hafði hún meðferðis. Allt hitt, húsgögn og peirsónulegar eignir hennar yrði sent til hennar sínar, hvert sem hún óskaði, nema innan Austurríkis og Ung- verjalands. Milly hafði líka skuldbundið sig til að koma al- drei til heimalandsins framar. Hún átti aldrei að fá að sjá Gi- anni. Það var svo ótrúlegt að þetta skyldi vera þannig, Gianni var allt hennar líf. Franz Josef keisari var í her- könnun í Suður- Ungverjalandi, og gat ekkert gert í málum Jó- hann Salvator fyrr en hann kæmi heim. Þangað til átti erkihertog- inn að vera í stofufangelsi. Von Laaba hafði tekizt, gegn- um kunningja sína við hirðina, að komast að því hvað gert hafði verið við Milly. Hann var niður- beygður, þegar hann kom með þessar fréttir til erkihertogans næsta kvöld. — Því miður leikur ekki nokkur vafi á þessu, yðar keis- aralega tign, skjalið er fyrir hendi. Ungfrú Stubel skrifaði undir það og fór síðan strax til Zurich. Hún býr á hótel „Baur au Lac“. — Ég held þetta ekki út, Laaba, ég verð að komast til hennar. Höfuðsmaðurinn varð skelf- ingu lostinn. — En yðar keisaralega tign, til Zúrieh! — Segið ekki fleira Laaba. É? skil. Ég má ekki koma yður í vandræði. Þér vitið ekki neitt. Ég bíð þar til þér eruð farinn af vakt... Framhald í næsta blaði. — Hún er ekki frekar dóttir hans en ég! 40 VIKAN 28- tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.