Vikan


Vikan - 09.07.1970, Qupperneq 44

Vikan - 09.07.1970, Qupperneq 44
hljómsveitarinnar þetta kvöld við það að rétt við sviðið sátu fjórir Bretar, sem undir einu nafni eru þekktir sem LED ZEPPELIN. „Það er pressan sem gildir á mann", sagði Rúnar, og er það ábyggilega rétt. En um leið bendir það til þess að fái hljómsveitin nægilegt aðhald geti hún gart miklu betur en hún hefur gert hér hingað til — og það þykir nú bara þó nokkuð. Þvl miður tekst okkur ekki að koma myndum og grein um Led Zeppelin-hljómleikana á prent fyrr en þann 23. júlí, n.k., en við reyn- um að gera þess meira úr því í staðinn. ó.vald. Lifandi kyndlar Framhald af bls. 15. ástarsorg hafi valdið hér nokkru um; faðir Caroline hafði skömmu áður bannað henni að umgangast einn vin hennar. Alain Braciotti, tvítugur stúdent, virðist hinsvegar hafa haft eitthvað svipað í huga og Regis Tal. I bréfi sem hann lét eftir sig stóð: „Ég verð að svipta mig lífi á sama hátt og Búddamunkarnir." Hér er átt við munkana I Víetnam, sem brenndu sig á dögunum í mótmæla- skyni við stjórnarvöldin í Saigon og yfirgang Bandaríkjanna í Víetnam. Alain kveikti I sér í íbúð foreldra sinna í Marseille, og brann íbúðin með honum ásamt öllum eigum for- eldranna. Hinsvegar er ekkert vitað um sjálfsmorðsástæður Odile Tschaen, tvítugrar stúdínu. Hún fór til Eng- lands og réði sig þar í vist, en skömmu síðar brenndi hún sig til bana þar sem hún var stödd ein- sömul í einum Lundúnagarðanna. Nokkuð skiljanlegri eru endalok Michels Cochets, tuttugu og átta ára gamals stúdents. Hann hafði frá barnæsku þjáðst af taugaveiklun og lengstum verið undir læknishendi. Talið er að þunglyndi sem leiddi til snöggrar brjálsemi hafi leitt hann til sjálfsmorðsins. Hann svipti sig lífi í bílskúr foreldra sinna. Ná- grannakona ein varð bálfararinnar vör og reyndi að slökkva í Cochet með teppi, en án árangurs. Claude Chabry, tuttugu og fimm ára, leitaði dauðans í einsemd ná- lægt spænsku landamærunum, þar sem tollverðir fundu kolbrunnið lík hans. Þunglyndi og lífsuppgjöf er talið hafa valdið mestu um sjálfs- morðið. Chabry hafði stundað nám í læknisfræði, en hafði hætt í há- skólanum hálfu ári áður. I bíl hans skammt frá sjálfsmorðsstaðnum fannst blómvöndur, sem talið er að hann hafi annaðhvort ætlað móður sinni, aldraðri og blindri, eða vin- konu sinni. Ekki lét hann neina skýr- ingu eftir, frekar en flestir hinna. Eins og í mörgum hinna tilfellanna hefur skyndileg brjálsemi af völdum yfirþyrmandi þunglyndis líklega rekið hann út I dauðann. Uppeldis- og sálfræðingar hafa auðvitað gruflað heilmikið í þessum óhugnanlega brennusjálfsmorðafar- aldri, og sýnist sitt hverjum. En aug- Ijóst er þó að sum þessara ung- menna, og þá fyrst og fremst Tal, tortlmdu sér á þennan hroðalega hátt í beztu meiningu. Sú staðreynd að Tal var kaþólikki, af trúarflokki sem fordæmir sjá|fsmorð óvenju sterklega, gerir sjálfsfórn hans enn áhrifameiri. Hann er dæmi um óvenju sannheiðarlegan ungling, sem tekur þann siðferðilega lærdóm, sem heimurinn opinberlega þykist fylgja, í fullri alvöru og fyllist ör- væntingu þegar hann finnur fyrir hræsninni sem yfirstígur þann lær- dóm í framkvæmd. Um flest það fólk er fylgdi dæmi Tals gegnir nokkuð öðru máli. Það hafði fæst miklar áhyggjur af illsku og hræsni heimsins, heldur hafði gefizt upp á lífinu af hinum og þessum persónulegum ástæðum. Sumt af þvf hefur ef til vill ekki verið laust við hneigðir til sjálfs- kvalar eða exibisjónisma. Það vildi kveðja lífið á áhrifamikinn hátt, ef til vill í von um að þeir sem eftir lifðu héldu ekki að ástæður þeirra væru ragmennska við erfiðleika lífsjns, eins og algengt er að bera sjálfsmorðingjum á brýn. Við eigum að selja það sem við sýnum Framhald af bls. 13. — Já, á vissan hátt á sii stiilka sem er módel, framtíð fyrir sér á Islandi, því að fólk er að gera sér grein fyrir því smátt og smátt að þetta er margfalt áhrifameiri auglýs- ing en ljósmynd í dagblaði, og ég tel það að miklu leyti Kaupstefnunni að þakka. Al- menningur er að vísu ennþá svolítið „skeptískur“ á þessa hluti, en ég hef trú á, að það megi laga með því að gera tízkusýningar tabú þar sem önnur skemmtiatriði eru, eins og ég nefndi áðan í sambandi við dansleikina. Það er í sjálfu sér allt í lagi að hafa dans og skemmtiatriði á eftir, en sjálf tízkusýningin verður að fá að njóta sín sem sérstök heild. — Það er alveg rétt, þeir og þær sem í þessu eru, eru yfirleitt það sem maður kall- ar „týpur“. En fólkið er alls ekki valið þannig. Þessi stúlka þarna, segir María og bendir á eina stúlkuna sem snarsnýst á gólf'inu, — var til dæmis mjög venjuleg áður en hún byrjaði hérna hjá mér. Nú vekur hún athygli hvar sem er, ekki eingöngu fyrir klæða- burð heldur og persónuleika og framkomu. Já, kaílmenn- irnir hafa venjulega verið heldur kvenlegir, en við leggjum mikla áherzlu á að laga það, því ég segi fyrir mig, að ég vil láta karlmenn sýna karlmannafatnað og kvenfólk kvenfatnað. — Þessi stúlka þarna, hekl- ur María áfram, — er hér í fyrsta skipti í kvöld — en komdu aftur í haust og sjáðu hana þá. Ég skal benda þér á hana, því það er nærri því úti- lokað að þú komir til með að þekkja hana aftur. Um leið og fólk kemur hér inn þá breyt- ist það af sjálfu sér. Það fer að liugsa meira um útlit sitt og framkomu, svo það sker sig úr. Líf okkar er jú öðruvísi en annarra og mér finnst það alveg rétt. Að vísu er ég ekki að meina að við blöndum eða eigum að blanda saman okk- ar einkalífi og vinnu, en mað- ur hlýtur að verða fyrir áhrif- um af því sem maður hefur gaman af. Loksins. Loksins eftir allt tekkiS: Plra- System gefur ySur kost á aS Iffga uppá híbýli ySar. Ljósar viSartegundir eru sem óSast aS komast í tízku. Framúr- skarandi í barnaherbergi. SkrifborS úr Ijósri eik. Uppistöðurnar svartar eða Ijósgráar eftir vali. Smekklegt, nýtt, margir uppröðunarmöguleikar. Hvorki skrúfa né nagli í vegg. Ekkert annað hillukerfi hefur þessa kosti. Því ekki aS velja ódýrustu lausnina, þegar hún er um leiS sú fallegasta. LífgiS uppá skammdegisdrungann með Ijósum viði. Skiptið stofunni meS Plra- vegg. Frístandandi. Eða upp viS vegg. Bezta lausnin í skrifstofúna. Höfum skápa, sem falla innf. Bæði í dökku og Ijósu. Komið og skoðið úrvaliS og möguleikana hjá okkur. Pira fæst ékki annarsstaðar. Frábær lausn í húsbóndaherbergið EINKAUMBOÐ FYRIR PIRA-SYSTEM A ISLANDI F HIIS 00 SKIP Ármúla 5 - Sími 84415-84416 44 VIKAN 28- tbl'

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.