Vikan


Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 09.07.1970, Blaðsíða 45
NYTT FRA RAFHA NY ELDAVÉL GERÐ HE6624. 4 hellur, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur, stór ofn, 56 lítra, yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, Ijós í ofni. Fæst með eða án glóðar- steikar elements (grill). — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SlMI 10322 Við fylgjumst með enn um stund, tökum nokkrar mynd- ir en þá er orðið framorðið og meðlimir Tízkuþjónustunnar þurfa að ræða nokkur „innan- ríkismál“ áður en haldið er heim í háttinn. ó.vald. Þeir kveðja steinaidarmenninguna Framhald aí bls. 25. tveim af ættflokk „undir- skála“ fólksins. Þar átti hann að leggja skýrslur fyrir ríkis- stjórnina, um vandamál þess- ara fámennu ættflokka. Peret kaus sér til fylgdar tvo pilta, Kai'rá, sem er þrett- án ára og Tairi, bróður hans, sem er sautján ára. Margir voru undrandi yfir vali hans, en Peret slcýrði það á mjög sannfærandi hátt: — Það er ekki hægt að um- planta gömlum trjám. Ungl- ingar, sem ekki eru búnir að festa rætur, eiga betra með að breyta um lifnaðarhætti, eru opnari fyrir nýjungum. Þessvegna kaus ég að láta þessa unglinga kynnast hinni svokölluðu siðmenningu, til þess að geta sagt frá því sem þeir hafa upplifað, þegar þeir koma aftur heim til ættflokks- ins. Það getur verið að þeir hafi hug á að yfirgefa stein- aldar-lífið og hverfa til menn- ingarinnar. Ég vona ]iað.... Þetta segir Peret, vegna þess að hann veit að þetta fólk verður að segja skilið við aldagamlar lífsvenjur, ef þeir eiga að lifa af í hinum nýja heimi.... ☆ RabbaS um ... Framhald af bls. 9. Bikarmeistararnir frá því í fyrra, lið Akureyringa, er heldur sterkara nú en það hefur áður verið í byrjun móta undanfar- inna ára. Samt hefur liðið aðeins hlotið eitt stig úr tveim fyrstu leikjunum. í fyrri leiknum gegn KR leiddu þeir leikinn meiri hluta hans, en féllu í þá gryfju að ætla að láta þetta eina mark nægja, en slíkt er aldrei hægt gegn KR. Enda fór svo að Eilert jafnaði fyrir KR seint í leiknum. Síðari leikurinn sem var gegn Fram, töpuðu Akureyringar og átti landsliðsmarkvörðurinn Þor- bergur Atlason mesta sök þar á. Það hefur vakið nokkra furðu að engin norðanmaður skuli hafa komizt í landsliðið í ár, en Her- mann Gunnarsson og Magnús Jónatansson myndu að mínu viti báðir styrkja landsliðið mikið. Víkingar hafa sannarlega kom- ið skemmtilega á óvart í sum- um leikja sinna. Þeir leika hratt saman, en þó ekki alltaf ná- kvæmt, en röngu sendingarnar verða ekki eins áberandi fyrir það hversu mikil yfirferð er á hverjum leikmanni og skilast því boltinn oft til samherja, þó hon- um hafi kannski ekki beinlínis verið ætluð sendingin. Þá er það og áberandi hvað lið þeirra er skotglatt. Liggur stundum við að jaðri við hreina bjartsýni, en það er einmitt þetta atriði sem gerir það að verkum að Víkingsliðið er það skemmtilegasta á að horfa sem nú leikur í I.-deild. Sterkustu hliðar Víkings-liðs- ins eru tengiliðirnir og framlín- an. Þeir Guðgeir og Gunnar eru sívinnandi og gefa nokkuð góða bolta til framlínumannanna, Haf- liða, Eiríks, Jóns og Kára, sem allir eru mjög marksæknir. Miklar breytingar hafa undan- farið orðið á Valsliðinu, hafa nokkrir hinna eldri leikmanna félagsins ýmist lagt skóna á hill- una, flutzt út á land og jafnvel til útlanda. Það er því ekki von- legt að liðið blandi sér í barátt- una um efsta sætið í ár, eins og það hefur gert undanfarin ár. Liðið lenti í neðsta sæti í Reykja- víkurmótinu í vor, á eftir tveim annarrar deildar liðum. Ætti það að nægja til þess að lýsa hinni hættulegu stöðu sem félagið nú er í. Minnstar breytingar hafa orðið á vörn liðsins, og er hún jafnframt sterkasti hluti þess. Þorsteinn Friðþjófsson er tví- mælalaust bezti vinstri bakvörð- ur landsins í dag og ætti að leika í þeirri stöðu í landsliðinu. f framlínunni eru þeir einna drýgstir Þórir og Ingi Björn. Skortir þá aðeins leikreynslu og þá mun þeirra tími koma. Þórólfur Beck hefur nú um nokkurt skeið þjálfað lið Vest- mannaeyinga. Það er ekki hægt að áfellast hann fyrir hina slæmu byrjun liðsins nú, þar sem marg- ir af beztu mönnum liðsins und- anfarin ár leika ekki með því lengur. Munar þar mest um þá Sævar og Viktor. Þá hefur það veikt liðið mikið að Þórólfur hef- ur ekki getað leikið með því enn, en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Vonandi tekst Vestmannaeyingum að rétta úr kútnum og forða sér frá yfir- vofandi hættu í tíma, enda yrði mikil eftirsjá í liðinu ef það hyrfi aftur niður í aðra deild. Keppnin í annarri deild virðist ekki ætla að verða síður spenn- andi en keppnin í þeirri fyrstu. Nú er keppnin ekki lengur með riðlafyrirkomulagi, sem gerir það að verkum að leikjunum fjölgar mjög mikið, eða úr sex leikjum á lið í fjórtán. Þetta gerir það að verkum að sterkasta liðið ætti örugglega að koma út sem sigur- vegari, en með eldra fyrirkomu- laginu var meiri hætta á að heppni réði um úrslit. í byrjun mótsins virðist sem keppnin ætli að standa milli Þróttar úr Reykjavík, Breiðabliks frá Kópavogi, Selfoss og lið ís- firðinga um efsta sætið, en erfitt er að segja til um hvaða lið er líklegast til að falla niður í III- deild. . ☆ FrægSin eyðilagði hamingju hennar Framhald af bls. 48. að fá að vera heima hjá manninum mínum. Mig langaði líka til að eign- ast barn. En svo fannst mér að ég hefði þroskast við að fá þetta tækifæri, og mig langaði til að sanna það fyrir sjálfri mér. Barnið varð að blða. Þá fékk hún hlutverk í annarri sjón- varpskvikmynd, þar sem Nyree lék duttlungafulla heimafrú. Gagnrýn- endum fannst myndin í heild ósköp ómerkileg, en Nyree sýndi þar að hún er mjög góður skopleikari. Svo hefir hún fengið nokkur sviðs- hlutverk og sjónvarpshlutverk en öll frekar smá. Hvar voru nú öll feitu kvikmyndatilboðin? Nyree fór til Hollywood, en fékk ekki hlutverkið, sem hún átti von á, hlutverk með Gregory Peck sem mótleikara. Umboðsmaður hennar segir að það sé vitleysa að leikur hennar í Forsytesögunni hafi orðið til þess að hún fái ekki góð hlutverk í framtíð- inni. Hann telur upp mörg sjón- varpsleikrit, sem séu í uppsiglingu. — Og, bætir hann við, — að minnsta kosit tvö stór kvikmynda- hlutverk bíða hennar. En Nyree er einhversstaðar á óþekktum stað um tíma. Hún er niðurbrotin af sorg. . . ☆ 28. tbl. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.