Vikan


Vikan - 09.07.1970, Side 47

Vikan - 09.07.1970, Side 47
SIJÖRNUSPÁ^ Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú verður fyrir nokkrum vonbrigðum við kynningu á persónu er þú hafðir gert þér háar hugmyndir u. Vinir þinir koma nokkru fyrr en þú hafðir gert ráð fyrir, svo þú verður að hraða verkum þínum. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Öll viðskipti ættu að liggja niðri þessa vikuna, en þú skalt samt líta í kringum þig og gagnrýna hlut- ina. Með aðstoð nokkurra kunningja þinna sleppurðu við nokkuð sem annars allir verða að takast á við. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú ert allur af vilja gerður til að aðstoða kunningja þinn, en hvernig sem í pottinn er búið, þá náið þið ekki saman. Hætt er við nokkurri misklíð á vinnu- stað og skaltu forðast að blanda þér í málin. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Hugsanir þínar eru mjög á víð og dreif og þú átt fremur erfitt með að einbeita þér að því sem þú þarft að gera. Líkur eru á að þú dveljist mikið neima við og starfir að málefnum fjölskyldunnar. Liónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Ýmsar truflanir verða til þess að þú getur ekki lokið ætlunarverki þínu. Þú þarfnast mjög ákveð- ins hlutar en gengur illa að fá hann. Þú verður fyr- ir einhverju eignatjóni, sem þér verður ögn bætt. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú verður að umgangast ýmsar persónur meira en þú kærir þig um. Varastu að spilla tíma þínum og nvíld með því að hugsa eilíflega um hversu mikið er upp úr hinu og þessu að hafa. Heillatala er 3. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Maðui nokkur sem þú þekkir vel sýnir vissum at- höfnum þínum verðskuldaða athygli og er líklegur til að aðstoða þig ef þú hagar þér rétt. Vinir þinir standa fyrir skemmtiferð sem þú ert ómissandi i. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú tefst nokkuð vegna þess að þeir sem aðstoða ættu þig eru víðs fjarri. Vinur þinn verður mjög heppinn um heigina. Þú gerir góða verzlun sem margir munu öfunda þig af. Haltu smá partý fyrir fáeina útvalda. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Þú skalt ekki vera í miklu fjölmenni um helgina, heldur kjósa þér einveru eða einhvern rólegan stað til að hvílast á. Láttu engan troða sér inn á þig sem þú ekki vilt. Sýndu að þú getir staðið fyrir þínu. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar); Undanfarið hefurðu eytt frístundum þínum við verk sem þú hefur mjög takmarkaða kunnáttu á. Þú lendir í smá ævintýri, líklegast um helgina eða fljótt upp úr henni. Þú missir af góðu tækifæri. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. tebrúar); Ef þú herjar á yfirmenn þína á réttum tima, þá þarftu engu að kvíða, því í rauninni vilja þeir gera ýmislegt fyrir þig. Þú ert dálítið taugaóstyrkur svo þú skalt ekki vera mikið út á við. Heillalitur er blár. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú ergir dálítið samferðamennina vegna þess að þú fylgist ilia með og hætt er á að þeim finnist þú lítið skemmtilegur. Opnaðu stundum útvarpið og littu í blöðin. Vinir þínir verða mjög fengsælir. Húsmæður! FegriS heimilið og gleðjið vini yðar með blómum og blómaskreytingum. KOMIÐ 0G VELJIÐ - VIÐ SENDUM. NÆG BÍLASTÆÐI. ÞRÍR ÚTSÖLUSTAÐIR: v/Miklatorg, sími 22822. v/Sigtún, sími 36770. v/Hafnarfjarðarveg, simi 42260. ATHUGIÐ Ef þú ert að byggja eða þarft að bæta og jafnvel ef þú vilt breyta, þá teljum við það hagkvæmt að líta við hjá okkur, því að sjón er sögu ríkari gagnvart vöruúrvali. Gott verð. UTAVER eSVEQI 22-24 30280-32262 28. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.