Vikan - 16.07.1970, Qupperneq 3
29. tölublaS - 16. júlí 1970 - 32. árgangur
,,Það var barið að dyrum og steinar kcmu
fljúgandi úr lausu lofti.
Og eitt sinn kcm vasahnífur þjótandi og
festist í kassa". Þessir atburðir gerðust
á bæ einum í Svíþjóð í fyrrasumar.
Hjónin sem þar bjuggu voru staðráðin í að
flytja þaðan vegna reimleikanna,
þar til miðillinn Astrid Gilmark kom til
skjalanna og leysti gátuna.
Listahátíðin, sem haldin var hér í sumar-
byriun, er ugglaust einn merkasti atburður,
sem hér ^efur g?r-’t lengi. Einn af ótal-
mörgum þáttum hennar var útisýning
höggmynda á Skólavörðuholti. Þetta er fjórða
sýningin, sem þar er haldin, en allar
ha'a þær vakið óskipta athygli. I þessari
Viku birtum við svipmyndir af hinum
skemmtilegu og nýtízkulegu verkum
sýningarinnar.
Sá tónlistarviðburður nýliðinnar Listahátíðar i
Reykjavík, sem flestir sóttu og mest
veður var út af gert, voru hljómleikar
pophljómsveitarinnar Led Zeppelin.
Unglingarnir vöktu sumir heila nótt í biðröð
til þess að fá miða og alls munu rúmlega
5000 manns hafa hlýtt á fjórmennlngana.
I næsta blaði birtum við skemmtilega
myndaseríu frá þessum einstæðu hljómleikum.
„Faðir minn dó snemma að sunnudagsmorgni
í júlí. Hann hafi legið lengi sjúkur og
krafizt mikillar umönnunar. Við vorum öll
við útförina, svartklædd. Ellen var
róleg, drengirnir hnipnir og sjálf var ég
dauðþreytt eftir að áralangri byrði hafði
verið velt af herðum mínum .. ." Þannig hefst
ný framhaldssaga, Arfur og örlög eftir Patricia
Wentworth, en fyrsti kaflinn birtist næst.
Maí formann er óþarft að kynna, en ekki
er vist að mönnum hafi áður verið
kynnir heimilishagir hans og einkamál. I
þessu blaði segjum við frá
hjónaböndum hans og heimilislífi og ýmsu
cðrn skemmtilegu, sem ekki hefur áður verið
á allra vitorði um Maó formann.
í þessu blaði hefst athyglisverður
greinaflokkur um mesta listaverkafalsara
aldarinnar, Elmyr. I öðrum hlutanum segir
m.a. frá því er Elmvr gekk á fund Pauls
Rosenbergs, sem var Frakki og fulltrúi
Picassos í New York. Hann þekktí snillinginn
Picasso betur en nokkur annar, en samt
lét hann blekkjast.
i ÞESSARI VIKU
í NÆSTU VIKU
FORSÍÐAN Hekluð teppi eru nú mjög í tízku, og hér sjáum við hugmynd að
einu. Hún er frönsk og Ijósmyndarinn hefur fellt teppið inn í fallegt landslag.
I FULLRI ALVORU
Vörðnbrot Kristjáns
Það á ekki af myndlistarmönnunum, sem tekið
hafa upp þá skemmtilegu nýbreytni sem útisýn-
innin á Skólavörðuholti er, að ganga. Fram til
þessa hefur það varla brugðizt að einhver undir-
málslýður hafi þjónað lund sinni með því að
fremja skemmdarverk á nokkrum sýningar-
verkanna, auk þess sem veður oq vindar hafa
gert sitt; við verðum bæði að fást við höfuðskepn-
urnar og aðrar skepnur, sagði einn listamannanna
um þennan ágang.
Þetta árið hefur ekki heyrst að vandaiistar eða
náttúruhamfarir hafi valdið neinu tjóni á sýning-
unni, en ekki hafa öll sýningarverkin fengið að
vera í friði fyrir því. Heilbrigðisyfirvöldin lá*u
samkvæmt aðsendri kæru fjarlægja verk Kristjáns
Guðmundssonar, vörðubrot úr heilhveitibrauði.
Hafði verkið þá verið til sýnis nokkra daga og
vakið verulega athygli. Sýningargestir brutu úr
því mola og gæddu sér á, enda til þess ætlast af
iistamannsins hálfu, og um síðir uppgötvuðu
fuglar himinsins einnig þennan veizlukost. En
það kvað hafa verið vaxandi aðsókn þeirra að
sýningunni sem réð mestu um að heilbrigðisyfir-
völdin hófust handa.
Maður skyldi ætla að heilbrigðisyfirvöid borg-
arinnar hefðu í einhverju þarfara að snúast en
gegna kvabbi einhverra faríseasálna, sem eilíf-
lega þjást af andlegum njálg út af öllu þvi, sem
ekki er í fullu samræmi við flatasta fábreytileika
hversdagsins, hversu smávægilegt og meinlaust
sem það er. Ef eitthvað ætti að vera að marka
þetta tiltæki yfirvaldanna, mætti álíta það
svívirðilegan og heilsuspillandi verknað að gefa
öndunum á tjörninni eða fleygja brauðmolum
fyrir tittlinga að vetrarlagi, sem til þessa hefur
þó verið kallað sjálfsagt mannúðarverk. Brottnám
vörðubrotsins verður enn hlægilegra tiltæki þeg-
ar haft er í huga að við lifum í heimi, sem
mengunin er rétt að segja að kæfa. íslendingar
hafa sáralítið haft af því vandamáli að segja til
þessa miðað við aðrar þjóðir, en engu að siður
ar það fyrir hendi hjá okkur og í vexti.
Umrædd aðgerð heilbrigðisyfirvaldanna er eitt
lítið dæmi um blinda hlýðni við einhverja bók-
stafi í lögum og reglugerðum, sem látin er ganga
fyrir spurningunni um hvort aðgerðin sé nokkr-
um til heilla eða komi í veg fyrir nokkur óheill.
Þesskonar faríseamóral eru ísienzk yfirvöld greini-
lega ekki laus við — fremur en raunar flest eða
öll önnur heimsins yfirvöld, vitaskuld. dþ.
VIKAN
Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi
Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur
Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall-
dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Ól-
afsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og
dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf
533. Verð í lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475
kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir
26 tölublöð misserislega. — Áskriftargjaldið greiðist
fyrirfram. Gjaldd. eru: Nóv., febrúar, maí og ágúst.
29. tbi. vikan s