Vikan


Vikan - 16.07.1970, Qupperneq 14

Vikan - 16.07.1970, Qupperneq 14
Hjónin Göta og Bror Nilsson ásamt miðlinum Astrid Nihscn. SíSastliðiS sumar gerðust undarlegir atburðir á bæ einum í Svíþjóð. Það var barið að dyrum og bankað á veggi að næturlagi. Tvisvar sinnum komu steinar fljúgandi úr lausu lofti, og eitt sinn þaut vasahnífur um loftið og festist í kassa. Hjónin á bænum voru staðráðin í að flytja þaðan, þangað til miðillinn Astrid Gilmark kom í heimsókn og leysti gátuna.... HJÓNIN BROR OG GÖTA Nils- son, sem búa á bænum Markdal í Háverö fyrir utan Hallstavik í Svíþjóð, voru bæði sannfærð um, að draugar væru ekki til. Þau keyptu jörðina og hófu búskap þar árið 1950. En á síðastliðnu sumri gerðust þeir atburðir á bænum, sem gerðu það að verk- um, að þau tóku að efast um að fyrri vissa þeirra væri rétt hvað draugum viðkemur. — Það var barið að dyrum og bankað í veggi, segir Göta og maður hennar kinkar kolli til Og útidyrnar voru læstar og hús- ið autt að öðru leyti. Mér þótti þetta í meira lagi kynlegt. Allt haustið hélt þessu áfram. Og eftir nýárið tóku aðrir at- burðir að gerast. Hinn 12. marz stóð Göta í eldhúsinu og var að hræra í skaftpotti. samþykkis. En við hugguðum okkur við, að það er alltítt að einkennileg hljóð heyrist í göml- um timburhúsum. En nótt eina var Bror nóg boðið og hann gat ekki staðizt að fara framúr og huga að þess- um hljóðum. — Ég var farinn að vakna aðra hverja nótt við að bankað var á dyrnar hjá mér. Einnmorg- uninn var til dæmis bankað þrisvar í röð og það allharka- lega. Ég reis á fætur og opnaði dyrnar. Þar var eklcert að sjá. — Ég hafði lagt gaffal frá mér á borðið mitt í eldhúsinu. Þá sá ég eitthvað sem líktist skugga og heyrði smell. Ég hélt að fugl hefði villzt inn um gluggann og fór inn í herbergið við hliðina til að gæta að því. En þar var ekki nokkurn skapaðan hlut að sjá. Þegar ég kom aftur fram í eldhúsið, sá ég, að gaffallinn var ekki lengur á borðinu, þar sem ég hafði lagt hann, heldur lá hann á gólfinu við dyrnar. Ég botnaði hvorki upp né niður í þessu, varð skelfingu lostin og þaut út í hlöðu, þar sem Bror var. Hann sagði, að mér hlyti bara að hafa skjátlazt. Ég hlyti sjálf að hafa misst gaffalinn á gólfið. En það hafði ég svo sann- arlega ekki gert. Nokkrum dögum seinna kom það í hlut Bror að verða undr- andi. — Ég var að vinna úti í hlöðu, þegar ég heyrði smell og sá stein falla niður á sementsgólfið. Hann rúllaði ekki, heldur lá bara þarna. Ég stóð aðeins einn met,- er frá honum, gekk beint að hon- um og tók hann upp. Þetta var ljósgrænn steinn og hann var skraufþurr. Slíkir steinar voru ekki til þarna á bænum hjá okk- ur og þessutan var allt þakið snjó um þetta leyti. Ég gat ó- mögulega skilið hvaðan steinninn hafði komið, en þegar ég var orðinn þreyttur á að undrast þetta og velta steininum fyrir mér, lagði ég hann frá mér og ætlaði að taka hann aftur þegar ‘ ég hefði lokið vinnu minni. En þá var hann horfinn og fannst ekki, þótt ég leitaði alls staðar. . í fyrstu þorði Bror ekki að segja frá sögunni um steininn. En þegar vasahnífur kom fljúg- andi að því er virtist úr lausu lofti og festist á kassa, þá gat hann ekki lengur orða bundizt, og þau hjónin ræddu um það í alvöru sín á milli, hvaða öfl það gætu verið, sem hér væru að verki. Þá heyrðist stundum skrölt, rétt eins og eitthvað hefði

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.