Vikan - 16.07.1970, Side 19
Það er sól og vor í Peking. Borgin minnir
á grágrænt haf: vægt hallandi helluþök, tré
í inngörðum og á torgum, sem girt eru múr-
um. Mitt í hafi þessu eru á sundi skarlats-
rauð og gullin hof og hallir Borgarinnar For-
boðnu — dularfullar minjar frá tímabili,
sem þegar heyrir til heimi þjóð- og goð-
sagna. Annar borgarhluti þar nálægt er
Tsjúng Nan Haí („Sunnan vatns“), umgirt-
ur fimm metra þykkum múrum. Á þeim eru
vopnaðir lögreglumenn stöðugt á verði og
ekki lengra á milli þeirra en svo, að hver
þeirra sér þá tvo sem honum eru sinn til
hvorrar handar. í höllunum innan þessara
múra bjuggu eitt sinn mandarínar keisara-
hirðarinnar, síðan embættismenn Kúómín-
táng-stjórnar Sjang Kaí-séks og nú hafast
þar við voldugustu menn kínverska komm-
únistaflokksins.
Einn bústaðanna þarna ber frá fornu fari
heitið „Höll ilmgóðu hjákonunnar". Til hall-
ar þessarar er gengið yfir breitt stræti, sem
liggur góðan spöl eftir strönd Suðursjávar,
stöðuvatns sem gert er af mannahöndum.
Gladíólur og vænlegar krýsanþemur blaka
þar krónum í léttum blæ sem stendur ut-
an af vatninu. Handan við beðin bíða í kyrrð
og ró grárauðar tígulsteinabyggingar, sem
vopnaðir verðir standa framan við. Fyrr á
tíð bjó þarna nokkuð tápmikil hjákona eins
Kínakeisarans, en nú er höllin heimili og
embættisbústaður „keisarans“ sjálfs og heit-
ir sem slík opinberlega „Hús vinsamlegra
hugsana".
Klukkan hefur nýslegið tíu. Keisarinn er
rétt stiginn upp úr rúminu og er nú svaml-
andi í upphitaðri sundlaug úti í garði. í þá
fjóra til sex mánuði, sem hann árlega dvelur
í höfuðborginni, ver hann alltaf fyrstu stund
dagsins í sundlauginni. Kringluleitt andlitið
er magrara en áður og enn þreytulegra en
ella fyrir þá sök að maðurinn er naumast
vaknaður. Hakan, sem aldrei var mjög áber-
andi, hverfur nú nær algerlega í húðfelling-
ar neðan á kjálkunum. Augun eru útstæð,
jaðar hins svarta hárs hefur þokazt aftur á
höfuðið og allur litur er úr innföllnum kinn-
unum. Maó á erfitt með andardrátt og það
sýður niðri í honum. Af og til tekur hann
nokkur sundtök. En þar er ekki lengur um
að ræða öflugar hreyfingar þolsundmanns.
Hann hreyfir sig eins og búast má við af
sjötíu og sex ára gömlum manni, sem hefur
að minnsta kosti einu sinni fengið slag og
líður auk þess samkvæmt almennri mein-
ingu af Parkinsonssýki.
DRAUMUR SEM EKKI RÆTIST:
AÐ SYNDA YFIR MISSISSIPPI
Sjúkdómur þessi leggst á miðstöð tauga-
kerfisins og hefur í för með sér að sjúkling-
urinn hefur síminnkandi stjórn á hreyfing-
um sínum. Oft er hann algerlega lamaður
langtímum saman. En auðvitað hafa beztu
læknar Kína lagt sig alla fram um að halda
við heilsu formannsins, og erfiði þeirra hef-
ur borið vissan árangur. Það var þeim að
þakka að Maó virtist hinn hressasti og
hraustasti er hann sýndi sig í sviðsljósinu á
n'unda flokksþinginu í apríl 1969. Hann var
einnig hinn brattasti að sjá fyrsta óktóber
síðastliðinn, á tuttugasta þjóðhátíðardag
kínverska alþýðulýðveldisins, er hann kom
fram við Tíen An Men, „hlið hins himneska
friðar".
Þrátt fyrir það fér um hann vægur titr-
ingur er hann klifrast upp úr lauginni, stirð-
ur í hreyfingum, eftir að hafa haldið sig þar
tuttugu mínútur. Áður var hann að minnsta
kosti helmingi lengur í vatninu á morgnana.
Árið 1963 sagði hann við bandaríska blaða-
manninn Edgar Snow, sem skrifað hefur
ævisögu hans, að hann ætlaði sér að synda
yfir bæði Potomac og Mississippi, áður en
hann yrði of gamall til þess. Hann bætti því
við að áreiðanlega hefði bandaríska stjórn-
in ekkert á móti því að hann reyndi við
Mississippi, að minnsta kosti ekki við ósinn,
„þar sem fljótið er áttatíu kílómetra breitt“.
Einn lífvarðanna kemur þjótandi, nuddar
formanninn þurran og sveipar hann slopp.
Annir dagsins eru ekki miklar nú orðið. —
Öðruvísi mér áður brá: á fyrstu stjórnarár-
um formannsins var hann á stöðugum þeyt-
ingi í stóru svörtu Sís-límósínunni sinni,
sem var gjöf frá Stalín og sovézk stæling á
Dodge-módelinu frá 1941. En bílasmekkur
Maós tók framförum og næstu árin eignað-
ist hann eina fimm kádiljáka og allt að tutt-
ugu Rolls Royce-lúxusvagna. Um síðir komst
formaðurinn á þá skoðun að Mercedes tæki
öðrum bílum fram og hefur nú þrjá af þeim
í skúrnum hjá sér, auk nokkurra lúxusvagna
sem framleiddir eru í Kína sjálfu. En nú
orðið þarf sjaldan að grípa til þeirra og það
verður ekki gert í dag. Þetta verður ósköp
venjulegur og rólegur dagur í lífi hins mikla
yfirhershöfðingja, stýrimanns og kennara
Maó Tse-túngs.
Maó fer aftur inn í svefnherbergið, klæð-
ist þar eins og venjulega grárri treyju og
buxum, sem alltaf fara mjög illa, handofn-
um bómullarsokkum og svörtum skóm. Síð-
an fer hann úr svefnherberginu (hann sef-
ur alltaf einn) inn í borðstofuna, en alls eru
í bústaðnum tíu herbergi, svo að eiginlega
er þetta ekki nein höll. í eldri álmu hússins
eru svefnherbergi og borðstofa formannsins,
vinnuherbergi og lítið svefnherbergi, þar
sem Tsjang Tsjing, eiginkona Maós, sefur. f
nýrri álmunni, sem ber nokkuð svip vest-
ræns byggingarstíls, eru skrifstofa, skjala-
safn, tvö móttökuherbergi og biðstofa.
Mestum hluta tíma síns ver Maó í íbúðar-
herbergjum bústaðarins. Þau eru búin þung-
um viðarhúsgögnum í kínverskum stíl.
Vinnuherbergið er stórt og jafnframt bóka-
safn, þar sem geymdar eru yfir tíuþúsund
bækur. Dagstofan er líka stór, en þar er fátt
húsgagna. Þar er sjónvarpstæki, sem nær
stöðinni í Peking, sem sendir að vísu að-
eins fjórar stundir í viku, og þarf varla að
orðlengja að efnið er svo til eingöngu áróð-
ur fyrir Flokkinn.
IIANN UMGENGST JAFNVEL EKKI
KONUNA SÍNA
Eins og títt er um Kínverja af gamla skól-
anum er Maó formaður lítið fyrir að fá fólk
heim til sín. Auk hans sjálfs er kona hans
eina manneskjan, sem borðar og sefur í hús-
inu. Þau fara næstum aldrei út saman, og
vinir og kunningjar hitta Tsjang Tsjing ann-
ars staðar. Fyrrum hafði frúin gaman af að
horfa á gamlar kvikmyndir, sem hún lék í.
Af og til koma í heimsókn nágrannar eins
og Lín Pjaó varnarmálaráðhrera og Sjú En-
laí forsætisráðherra. Oft fá æðstu menn
Flokksins boð um að mæta í höllinni til við-
tals við formanninn. Aðrir gestir fá þar
sjaldan aðgang, og útlendingar næstum al-
drei.
Maó sezt nú til borðs. Þjónn setur fyrir
hann skál með ríssúpu, sem er einn réttanna
á matseðli þeim er hinn magaveiki leiðtogi
verður að haga mataræði sínu eftir. Ásamt
súpunni eru bornar fram stórar baunir. Eins
og títt er um fólk frá Húnan — þaðan er
formaðurinn ættaður — stráir hann miklu
af sojasósu og rauðum pipar út á súpuna.
Síðan hefur hann neyzlu einnar þeirra fimm
máltíða, sem hann gæðir sér á daglega.
Þetta hús er að vísu ekki það eina, sem
formaðurinn á. Samkvæmt opinberum upp-
lýsingum frá Peking stendur hann straum
af kostnaðinum við þessar fasteignir með því
fé, sem honum berst í hendur fyrir Rauða
kverið og önnur rit, sem selzt hafa í hærri
upplögum en dæmi eru til um aðrar bækur.
Einn þessara bústaða, sem ber heitið „Nýja-
Peking“, er skammt norðvestan höfuðborg-
arinnar, eitthvað hálftíma akstur. Þar heldur
Maó venjulega til um helgar. Þetta hús lét
Maó fyrir eitthvað fimmtán árum byggja á
Maó fsrmaður og Tsjang Tsjing, fjórða eiginkona
hans og mikill drifkraftur í menningarbyltingunni.
hæð nokkurri, nálægt hofi frægu sem ber
heitið „Pagóðan við jaðibrunninn".
Á fyrstu árum stjórnartíðar sinnar ók Maó
aldrei svo til helgarbústaðarins að ekki
fylgdu honum tuttugu og átta vopnaðir líf-
verðir. Fimm metra djúp víggröf er um-
hverfis villu þessa, og varðturnar allt í kring
í kílómeters fjarlægð. í garðinum bólar á
ljótum steinsteypuhrygg loftvarnabyrgis upp
úr grassverðinum. Auk þessa eru ýmis stór-
virk drápstæki bústaðnum til varnar, þar á
meðal loftvarnabyssur. Varðlið hússins, sem
telur fimmhundruð manns, er eingöngu skip-
að fyrrverandi liðsforingjum, er þjónað hafa
í þjóðfrelsishernum og getið sér þar sérstak-
an orðstír fyrir hreysti og hollustu.
í sumarfríum fer Maó til Peitaíhó eða
Tsjinvangtaó, á ströndinni austur af Peking,
eða til Lú-fjalla neðarlega við Jangtsekíang.
Á vetrum fer hann gjarnan til Sjanghaí eða
Hangtsjá, en á þeim slóðum á hann mikla
29. tbi. VIKAN 19