Vikan


Vikan - 16.07.1970, Qupperneq 24

Vikan - 16.07.1970, Qupperneq 24
EFTIR lÚPIIS Skagafjöröur kom við sögu s t j órnmálabaráttunnar nokkra áratugi þessarar ald- ar líkt og bardaga og mann- víga í fornöld. Héraðið var löngum vafakjördæmi eftir að núverandi flokkaskipun komst á í landinu og þangað til hlulfallskosningar voru upp leknar, munurinn naumur á Framsóknar- flokknum og Sjálfstæðis- flokknum og jafnvel svo, að guðsdómur skar úr um úr- slit þar og um leið meiri- hluta á alþingi. Gerðist það 1934, er lilutkesti réð, hvort séra Sigfús Jónsson kaup- félagsstjóri eða Jón Sigurðs- son á Reynistað fylgdi Magn- úsi Guðmundssyni fyrrum sýslumanni og ráðherra á þing sem fulltrúi Skagfirð- inga. Varð klerkurinn fyrir valinu, og sýndist þar með vilji drottins, að samstjórn Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins færi með völd næsta kjörtímabil, en ekki breiðfylking Bænda- flokksins og Sjálfstæðis- flokksins. Jón Sigurðsson bóndi á jarlsetrinu Reynistað var enginn viðvaningur i lceppn- inni um hylli Skagfirðinga, er þetta bar til tíðinda. Hann var kosinn á þing fyrsta sinni 1919 og bafði verið endur- kjörinn þrisvar sinnum, þeg- ar hamingjan sneri baki við honum 1934. Reynistaðar- bóndanum dalt ])ó ekki í hug að gefast upp við svo búið, enda þótt báglega horfði um sinn. Hlutfallskosningarnar gerðu hann öruggan i sessi átta árum síðar, og Jón Sig- urðsson var alls kosinn þing- maður Skagfirðinga níu sinnum á 37 árum. Hann dró sig i hlé aldurhniginn og virðulegur við fyrri kosning- arnar 1959 og hafði þá verið sveitarstólpi i Skagafirði langa og góða ævi. Nú situr hann ellihrumur í helgum steini, en arftaki hans að um- svifum þjóðmálanna varð séra Gunnar Gislason, klerk- ur í Glaumbæ. Gunnar Gíslason fæddist 5. apríl 1914 á Seyðisfirði, sonur Gísla Jónssonar verzl- unarstjóra þar og konu hans, Margrétar Arnórsdóttur. Móðurkynið er fljótrakið norður i landi, þar eð afi Gunnars var séra ArnórÁrna son frá Höfnum á Skaga, er lengi sat Ilvamm í Laxár- dal. Gunnar Gíslason varð slúdent á Akureyri 1938, en nam síðan guðfræði við Há- skóla íslands og laulc prófi i þeim fræðum 1943. Vígð- ist hann lil Glaumbæjar í Skagafirði sama ár og liefur þjónað þvi brauði óslilið röskan aldarfjórðung. Stjómmálaskoðanir séra Gunnars Gislasonar hafa aldrei farið milli mála, þó að liann hefði sig lítt í frammi fyrr en prestsskapur hans hófst í Skagafirði. Valdist hann í annað sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokks- ins í héraðinu við kosning- arnar 1953 eftir tíu ára bú- selu nyrðra og varð vara- maður Jóns á Reynistað. Jón bauð sig enn fram 1956 með séra Gunnar að förunaut, og sal Glaumbæj arklerk uri nn öðru hvoru á þingi í forföll- um Reynistaðarbónda þessi tvö lcjörtímabil, en lét sjald- an að sér kveða. Heima i hér- aði starfaði bann jafnframt í hreppsnefnd og sinnti ýms- um trúnaðarstörfum. Þótti varla tíðindum sæta. þegar Sjálfstæðismenn í Skaga- firði völdu liann í efsta sæti framboðslistans við sumar- kosningarnar 1959, enda voru fáir sigurstranglegir um boðið, þar eð Magnús Jónsson frá Mel léði ekki máls á að flytjast til og hasla sér völl í átthögunum. Séra Gunnar reyndist dável i bar- daganum. Raunar tapaði hann nokkrum alkvæðum frá því, sem Jón á Reynistað bar úr býtum 1956, en hélt saml í horfinu í samanburði við Framsóknárflokkinn, sem einnig tefldi fram nýj- nm foringja, Ólafi Jóhann- essyni, prófessor. Draumur framsóknarmanna að fá báða þingmenn héraðsins í sinn hlut taldist fjarri lagi, og Gunnari Gíslasyni stóðu nýjar mannvirðingar fúslega til boða. Hann skipaði efsta 24 VIKAN 29- tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.