Vikan - 16.07.1970, Síða 25
sæíi á frainboðslista Sjálf-
stæðisflokksins í Norður-
landskjördæmi vestra í kosn-
ingunum um liaustið, enda
mun liðsterkari Jóni Pálma-
syni á Akri og Einari Ingi-
mundarsyni bæjarfógeta á
Siglufirði frá því um sumar-
ið, auk þess sem Akragoðinn
bafði þá fallið í glímunni við
Björn Pálsson á Löngumýri
og því sett mjög ofan. Gekk
Sjálfstæðisflokknum lcosn-
ingin að óskum, og voru séra
Gunnar og Einar Ingimund-
arson kosnir þingfulltrúar
kjördæmisins af hans hálfu,
en Jón Pálmason sat eftir
með sárt ennið, þar eð von-
in um uppbótarsæti brást
bonum. Glaumbæjarklerkur-
inn var svo endurkjörinn í
kosningunum 1963 og 1967,
og virðist fastur i sessi.
Gunnar Gíslason er vin-
sæll prestur, en lítill skörung-
ur á veraldarvisu. Svipar
honum um fátl til afa sins,
kempunnar séra lArnórs i
Hvammi, sem var frægur
mælskugarpur og harla sér-
slæður persónuleiki, en i-
haldssamur i skoðunum og
háttum og næsta þrætugjarn.
Séra Gunnar er sléttmáll í
orðasennum, enda liæglátur
í allri framgöngu og gerir sér
far um prúðmennsku, sem
álieyrendur liyggja gjarnan
að eigi skylt við frjálslyndi.
Á alþingi lætur liann sér
nægja að greiða atkvæði eins
og foringjar hans ætlast til
og á varla frumkvæði að
málefnum, en skipar stól
sinn í þingsalnum eins og líl-
illátur heldri maður, sem
rækir gamla skyldu. Hins
vegar flytur séra Gunnar mál
sill sæmilega, ef liann biður
um orðið, en talar fremur
eins og hann þylji endursögn
en honum leiki á tungu
frumortur lestur. Ifelzt mun-
ar um hann i nefndarstörf-
um og fyrirgreiðsluaðtjalda-
baki. Þá nýtur séra Gunnar
viðfelldinnar lipurðar sinn-
ar. Ifún reynist honum og
bezt heima í liéraði, þar sem
lítt skerst í odda á svipdaufri
friðaröld, en við þær aðstæð-
ur geta snotrir meðalmenn
eins og Gnnnar Gíslason ein-
mitt komizt til áhrifa og
valda, þó að Arnóri í
Hvammi liefðu fundizt slík-
ar sæluvikur leiðinlegar,
meðan hann var og liét og
setti svip á Skagafjörð.
Eigi að síður fer því f jarri,
að Gunnar Gíslason sé skap-
lítill og værukær. Hann er
framgjarn, en vill sem
minnst fyrir metorðum sín-
um hafa og gerir sér ágæta
grein fyrir, livað honum
lætur. Fer liann í þvi efni
hyggilega að farsælu dæmi
fyrirrennara síns, Jóns á
Reynistað, en skortir þó
hugsjónagleði lians og þraut-
seigju. Hamingja Gunnarser,
að Skagfirðingum gezt vel að
honum og unna honum góðs.
Glauinbæjarklerkurinn er
söngvinn og telst kátur i
geði, verður hýr og glettinn
á mannamótum, fær sér í
staupinu í kunningjahópi og
sker sig að engu leyti úr
skagfirzkum bændum, sem
teygja fáka sína á vökru
skeiði og láta kviðlinga f júka
hreifir af góðu víni. Gunnar
Gíslason er raunar ekki höfð-
ingi í líkingu við öldunginn
rausnarsama á jarlsetrinu
forna, en hann sómir sér
bærilega i forustuhlutverld
Skagfirðinga og á prýðilega
heima i Glaumbæ. Loks er
þess að geta, að séra Gunn-
ar er myndarbóndi. Hann
ræktar jörð sina dyggilega
og hirðir fénað og gripi eins
og sú iðja væri aðalstarf
hans. Hún munhonumsenni-
lega hjartfólgnari en messu-
gerðirnar í kirkjunni og al-
kvæðagreiðslm-nar á alþingi,
en allar þessar athafnir hafa
samofizl i eðli lians og fari
og veitt séra Gunnari yndi og
nautn sem heimsins barni og
guðs þjóni. Glaumbæjar-
klerki likar vel í höfuðborg-
inni vetrarmánuðina köldu
og dimmu, þegar næðir og
fennir norðan lands, en hann
snýr fús heim í Skagafjörð
með hækkandi sól að vitja
bús og afla afurða. Séra
Gunnar húsar að stórbænda-
sið heyjaforðann á óðali
sínu, og slíkt lýsir lionum
vissulega. Hann vill hafa allt
sitt í hlöðu. Lúpus.
29. tbi. VIKAN 25