Vikan


Vikan - 16.07.1970, Page 45

Vikan - 16.07.1970, Page 45
Hún settist við skrifborðið og svaraði bréfinu á þann hátt sem hún gat ímyndað sér, að Rósa hefði svarað því. Og undirskrift- in: — Þín elskandi Rósa. Bréfaskriftirnar voru hafnar. Þær héldu áfram í þrjú ár. Gamla fröken Dornberg hafði aldrei skrifað eitt einasta ástar- bréf undir eigin nafni, en núna, þegar hún skrifaði fyrir hönd hinnar látnu systur sinnar, var eins og brytist fram ást, sem ef til vill hafði leynzt innra með henni, og sem hún hafði alltaf þráð. Þetta olli henni erfiðleik- um til að byrja með, en smátt og smátt varð henni þetta eðli- legt, því að hún lifði sig inn í það hlutverk, sem hún hafði tekið að sér . . . tilneydd vegna hinna illu örlaga, sagði hún öðru hverju við sjálfa sig. Pétur Klufer verkfræðingur í Afríku, gat ekki trúað öðru en bréfin kæmu í raun og veru frá stúlkunni, sem hann hafði orð- ið ástfanginn af á svo skjótan hátt síðustu vikuna, sem hann dvaldist í Hamborg. Hann þekkti ekki rithönd Rósu, — til þess hafði kunningsskapur þeirra ver- ið of stuttur. En í gegnum bréfa- ski"iftirnar tengdust þau sterkum böndum, þótt órafjarlægð væri á milli þeirra. Pétur Klufer varð stöðugt sannfærðari um, að að- eins væri til ein kona í þessum heimi, sem væri honum nokkurs virði — og það væri einmitt Rósa. Hann beið með óþreyju eftir hverju bréfi frá henni, sem Ag- atha skrifaði, og hann þráði stöð- ugt heitar að sjá þessa stúlku, sem þegar hafði hvílt lengi í gröf sinni. ---- - "7»si Öll þau bréf, sem Agatha með- tók frá Pétri, geymdi hún vand- lega í efstu kommóðuskúffunni. í fyrstu var hún staðráðin í, að hún mundi einhvern tíma segja honum allt af létta. En hún sló því æ ofan í æ á frest og loks hætti hún með öllu að hugsa um það. Vissulega fann hún til sektar- kenndar, en það varð æ erfið- ara að binda endi á þennan leik eftir því sem tíminn leið. Oft stóð hún við gröf systur sinnar og bað hana fyrirgefningar. Með kvíða. og angist hugsaði hún til þess dags, er Pétur Klúfer mundi snúa aftur heim. Þegar hann boðaði loks komu sína, vissi hún, að öllu var lokið. KVEÐJAN Daginn, sem hún tók ákvörð- unina, gekk hún hægt og rólega heim á leið frá kirk.iugarðinum. Aldrei þessu vant kastaði hún vinalega kveðju á nágranna sína og viðskiptavini, sem hún mætti á götunni. Hún gekk jafnvel svo langt að tala hlýlega til barna, Fjarlægið naglaböndin á auðveldan hátt * Fljótvirki * Hreinlegt A Engar sprungur A Sársaukalaust Hinn sjálffyllti Cutipcn gefur mýkj- andi lanolfn blandaðan snyrtilög, einn dropa í einu sem mýkir og eyðir óprýðandi naglaböndum. Cutipen er eins og faUegur óþrjótandi sjálfbiek- ungur sérstaklega gerður til snyrting- ar. Hinn sérstæði oddur hans snyrtir og lagfærir naglaböndin svo að ncgl- ur yðar njóti sín. Engra pinna eða bómullar er þörf. CuUpen er algjör- lcga þéttur svo að geyma má hann í handtösku. Cutipen fæst í öllum snyrtivöruverzlunum. Handbærar á- fyllingar. Cu&ÍjfrCVL Fyrir stökkar neglur biðjið um Nutri- nail, vítamínsblandaðan naglaáburð scni seldur cr i pennum jafn hand- hægum í notkun oð Cutipen. UMBOÐSMAÐUR: J.Ó. MÖLLER & CO. KIRKJUHVOLI, REYKJAVÍK ASAHI PENTAX SPOTMATIC ASAHI PENTAX myndavélar audvelda fleirum ad taka betri myndir FÓTÓHÚSIÐ BANK ASTRATI SlMI 1-1J-J& sem voru að leik á gangstéttinni. Við einn nágranna sinn, sem hún hitti af tilviljun, talaði hún góða stund um daginn og veginn. Hún gekk hægt — skref fyrir skref -— niður eftir götunni. Nágrann- arnir urðu undrandi yfir því, hversu glöð og alúðleg hún var allt í einu orðin. Síðan ypptu þeir öxlum og hugsuðu með sér: Þetta hlýtur að vera merki þess, að hún sé gengin í barndóm. Engum kom til hugar, að hún hefði ákveðið að svipta sig lífi. HEIMKOMAN Pétur Klúfer kom heim til Hamborgar og hraðaði sér í land. Hann slapp fljótt í gegnum vega- bréfs- og tollskoðun, og samt fannst honum það taka óratíma. f þrjú löng ár hafði hann beðið eftir þessari stundu, — stund endurfundanna. Hann svipaðist um eftir Rósu. Hann leit í allar áttir, en hann gat hvergi komið auga á hana og undraðist það. Um leið og hann var kominn út úr tollbyggingunni, komu tveir lögregluþjónar til hans. .. . Á lögreglustöðinni fékk hann að heyra alla söguna. Það þarf ekki að lýsa með orðum von- brigðum hans og harmi. Hann sat lengi hreyfingarlaus, en sagði loks: — Hún lifir samt. Hún mun alltaf lifa í huga mér.... En hann tók ekki fram, hvor mundi lifa, hvort það yrði Ag- atha eða Rósa Dornberg. ☆ Það var barið að dyrum.......... Framhald af bls. 15. hjónanna og frú Astrid Gilmark. Hún hélt marga fundi með þeim og lýsti látnu fólki, sem þau þekktu. Og þar kom, að fólkið, sem stóð fyrir ónæðinu á bænum. kom einnig fram. Sá, sem barði að dyrum, reyndist vera fyrr- verandi eigandi bæjarins, en sá sem kastaði steinunum var fað- ir Brors. Meðan reimleikarnir stóðu sem hæst voru þau hjónin staðráðin í að flytja burt af bænum. En eftir að frú Astrid Gilmark kom í heimsókn eru þau hætt við það. Draugagangurinn mun að öllum líkindum halda áfram, en þau Göta og Bror Nilsson eru ekki hið minnsta hrædd við hann. — Þessar verur vilja okkur ekkert illt, segir Göta. — Þvert á móti bera þau umhyggju fyrir okkur. Nú er svo komið, að ég býst við að við mundum sakna þeirra, ef þær hættu að gera vart við sig.. . . ☆ Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. Reynið þau. KEMEDIA HF. LAUFÁSVEGI 12 - Sími 16510 — Já, það var eins konar brott- hlaupsævintýri, ég hljóp, en pabbi hennar náði í mig! — Nú er komið kvöld, fæ ég ekki yfirvinnu? — Þér getið ekki búizt við vinnu af mér í dag, ég sat í alla nótt hjá konu vinar míns, sem er veikur! 29. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.