Vikan


Vikan - 17.12.1970, Side 9

Vikan - 17.12.1970, Side 9
Tvær bæknr írá Prentrún LEIÐIN TIL BAKA nefnist ný skáldsaga eftir Martein frá Voga- tungu. Þetta er önnur skáldsaga hans, en hin fyrsta kom út fyrir jólin í fyrra og vakti nokkra at- hygli. Á bókarkápu segir meðal annars: „Þessi nýja bók Marteins frá Vogatungu fjallar um utan- garðsfólk og samskipti þess við heiðarlega, guðelskandi borgara. Marteinn talar ekki tæpitungu, og þessi bók er harðskeytt ádeila á ýmis fyrirbæri samfélagsins“. RAUÐA TJALDIÐ er eftir Um- berto Nobile. Þar segir frá leið- öngrum Nobile á loftskipunum „Norge“ og „Ítalíu“ til Norður- pólsins. Ferð „Norge“ gekk að óskum, en „Italia“ fórst. Á bók- arkápu segir meðal annars: „Þessar ferðir voru einstæðar og vöktu mikla athygli og umtal. Að venju er sá sekur, er tapar, og Umberto Nobile hlaut ámæli í sinn hlut í stað frægðar... Þetta er mikil harmsaga en jafnframt hetjusaga, sem lýsir atburðum, sem nú eru okkur framandi“. Þrjár bækur frá Hildi Blaðinu hafa borizt þrjár bæk- ur, sem Bókaútgáfan HILDUR hefur sent frá sér. Ein þeirra er eftir brezka njósnarann og sov- ézka gagnnjósnarann Kim Philpy og nefnist ÞÖGLA STRÍÐIÐ Brezki rithöfundurinn Graham Greene skrifar formála að bók- inni, en hann starfaði um skeið í brezku leyniþjónustunni undir stjórn Philbys. Um bókina segir svo á kápu: „Kim Philby er í fremstu röð njósnara á þessari öld. Þáttur hans sem hins dular- fulla „þriðja manns“ í Burgess og Maclean málinu, svo ‘ekki sé minnst á flótta hans til Sovét- ríkjanna, olli slíkri ólgu meðal vestrænna leyniþjónusta, að mik- ið skortir enn á að þær öldur hafi lægt — og raunar ólíklegt að svo verði í fyrixsjáanlegri fram- tíð. — Þessi frásögn leiðréttir sumar þær þjóðsögur, sem um hann hafa spunnizt. Vert er að hafa hugfast, að líklegt mátti telja, að Philpy hefði orðið yfir- maður brezku leyniþj ónustunnar hefði Burgess-málið ekki hindr- að það ■— gildi þessarar bókar verður því tæpast ofmetið". GREIFINN Á KIRKJUBÆ heitir önnur bókin frá Hildi og er eftir Victoriu Holt, en forlag- ið mun áður hafa gefið út nokkr- ar bækur, eftir þessa brezku skáldkonu. Þetta er ástarsaga, blandin dulúð og ógn, ef dæma má af því, sem stendur aftan á kápu bókarinnar um unga sak- lausa brúði, sem stígur í fyrsta sinn yfir þröskuld framtíðar- heimilis síns, mikils kastala sem í augum hennar var ákaflega róm- antískur, en „hún vissi þá ekki enn um hina hræðilegu leyndar- dóma, sem duldust innan þessara þykku steinveggja — né heldur, að frá þeirri stundu að hún steig inn á þetta nýja heimili sitt, hefði hún stigið yfir þröskuld skelf- ingarinnar ..eins og segir á kápunni. DÆTUR BÆJARFÓGETANS heitir þriðja bókin og er eftir norsku skáldkonuna Margit Ravn. Þetta er bók fyrir ungar stúlkur, eins og aðrar bækur hinnar norsku skáldkonu, sem nutu geysimikilla vinsælda, þeg- ar þær komu út fyrir 30 til 40 árum, einnig hér á íslandi. Hild- ur hefur endurprentað nokkrar af þessum bókum og virðast þær í engu hafa glatað vinsældum sínum. -fr Tvær bækur frá Ægisútgáfunni Blaðinu hafa borizt tvær nýj- ar bækur frá Ægisútgáfunni. HRAFNISTUMENN heitir ný bók eftir Þorstein Matthíasson og hefur að geyma minningar sex vistmanna á Hrafnistu. Á bókar- kápu segir meðal annars: „Við erum stödd í Laugarásnum á Hrafnistu. Okkur langar að skyggnast aftur í fortíðina, í fé- lagsskap nokkurra vistmanna á þeim ásæta stað. Margt úrvals- fólk eyðir þar ævikvöldinu, fólk sem er siór af fróðleik um horfna tíð. Þeir eru aðeins sex sögu- mennirnir í þessu bókarkorni, fá- tæklega fáir af svo stórum hópi, en vonandi verður eitthvað um bætt,, ef framhald verður á þess- um þáttum... Það hefur oltið á vmsu fyrir sögumönnum okkar í þessari bók. Allir eiga þeir sína sögu. sögu, sem hver með sínum hætti opnar nútímafólki sýn í fortíðina og rifjar upp minningar þeirra eldri.“ MENNIRNIR í BRÚNNI, Þætt- ir af starfandi skipstjórum. Rit- verki bessu var hleynt af stokk- unum í fvrra. en nú bætist annað bindi við. Að þessu sinni er rætt við siö kunna skipstióra: Arin- biörn Sigurðsson. Biörgvin Gunnarsson. Finnbocra Map-nú«- son. Halldór Halldórsson. Sigurð Kristiónsson. Þórð Guðiónsson og Þorvald Árnason. Þeir Guð- mundur Jakobsson, Jón Kr. Gunnarsson og Ásgeir Jakobsson hafa skráð þættina. Bókin er prýdd mörgum myndum úr lífi og starfi mannanna, „sem sækja sióinn. sem færa biörg í bú og hafa skapað ísland nútímans", eins og komizt er að orði á bók- arkápu. INNOXA * Mikið úrval af INNOXA snyrtivörum er nú komið í snyrtivöruverzlanir og apótek. * KristiáossM bf. Ingólfsstræti 12 - Sími 12800 14878 Jólavörur Bur&tasett Coctailsett Coctailhristarar Rafknúnir vínskenkar Sódakönnur (Sparklets syphon) Jólavindlar Vindlaskerar Seðlaveski Tóbaksveski Tóbakstunnur Tóbakspontur Sígarettuveski Sígarettustatív öskubakkasett öskubakkar fyrir pípumenn Reykjapípur í úrvali. IJrval af jólakonfekti. Hjá okkur fáið þér kveikjarann handa unnustunni, eiginmanninum og eiginkonunni. Old spice og Tabac gjafasett fyrir herra í glæsilegu úrvali. Verzlunin Þöll Veltusundi 3 (Gegnt Hótel íslands bifreiðastæðinu. — Sími 10775). 5i. tbi. VIKAN 9 0060

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.