Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 9

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 9
beinaber. Það eina seni prýddi hana var þykkt, ljóst hárið. Hún var sautján ára, þegar harðstjórinn Franz Liszt féklc hana löglega dæmda frá móður sinni. Henni var kornið fyrir í Berlin, hjá frú von Biilow, en Hans sonur hennar var uppáhaldsnemandi lijá Franz Liszt. Hans von Biil- ow var þá tuttugu og fimm ára gamall og var þá þegar orðinn einn frægasti hljóm- sveitarstjóri Þýzkalands. Cosima varð strax hrifin af Hans von Bulow. Hann kenndi henni á hljóðfæri. Hann var geðþekkur, hjartahlýr og mjög aðlað- andi. En hann þjáðist mjög af þunglyndi. Cosima sá i honum hinn verðandi snill- ing og hún ákvað að móta hann. Hún var mjög frökk, af sautján ára stúlku að vera og eftir sex vikna kynni, tjáði hún honum ást sína. Augnahlikið sem hún valdi til þess arna var mjög tákn- rænt fyrir allar hennar gerðir. Hans von Bulow stjórn- aði forleiknum að Tann- hauser eftir Wagner i Ber- lin, 14. janúar árið 1856, og eftir erfiðið og einurðar- leysið, sem þjáði hann á sviðinu, var hann alveg að fram kominn. Hann var mikill aðdáandi Wagners og harðist hetjulega til að kynna verk hans, en þav sem honum fannst sem sér hefði mistekizt hrapallega, var hann að lotum kominn, þegar hann kom loksins heim til sin, klukkan Ivö um nóttina. Cosima sat ])á fyrir lionum til að hugga hann. Cosima var aðeins sautj- án ára, en tók samt að sér að verða bjargvættur snill- ingsins á þyrnum stráðri hraut lians. Ilún lagði fyrir liann stranga stundaskrá. Hún tók jafnvel tíma i tón- fræði og gei’ði uppkast af sinfóníu, sem Hans von Btilow átti að stjórna. Þótt hún stjórnaði lion- um með ástríki, fékk hann samt minnimáttarkennd í samvistum við hana. Hún liélt honum föstunr í greip sinni. Það bætti ekki úr skák að hún var dóttir hins fræga Franz Lizts. Cosima og Hans von Btil- ow giftu sig í ágúst 1857 i Hedwigkirkjunni í Berlin. í stað brúðkaupsferðar fóru þau í einskonar píla- grímsferð til Ztirich. Þar bjó þá átrúnaðargoð Btil- ows, Bichard Wagner og Minna konan hans. IIún kyssti skó Wagners Hinn auðugi silkikaup- maður Olto Wesendonck styrkti Wagner ríkulega með peningum og tón- skáldið hjó vel og klæddist flaueli og silki. Hin undur- fagra Mathilde Wesen- donck dekraði líka tón- skáldið með ást sinni, án þess að taka nokkuð tillil til frú Minnu. Btilow hjálp- aði Wagner, dag og nótt, við nótnaskriftir. Hann var líka einskonar einkaritari lians og ráðgjafi. Cosima var þá ekki komin í spilið. Maður getur ímyndað sér þau áhrif sem hin nítján ára gamla kona varð fyrir i þessu umhverfi. Hér vav> farið létt með trúnaðarhrot og einn notaði annan sér til framdráttar. Þarna var fólk fágað í framkomu og þeir sem ekki voru alveg gallalausir, höfðu ein- hverja snilligáfu. Þarna fékk Cosima sina eldskírn. Hún var hitur vegna þess að maðurinn hennar var eiginlega ekki metinn meira en þjónn, að. hann fékk ekki nægileg tækifæri lil að sýna hvers virði hann var, það særði metnaðar- girnd hennar. Ári síðar sumarið 1858 fékk liún aftur markmið fyrir hetjudýrkun sina. Þá fóru Btilowhjónin aftur i Framhald á hls. 36. Franz Liszt var faðir Cosimn Wayner og frá honum hafði hún eyra fyrir tónlist og tak- markalausa eigingirni og yfirgangssemi. Lúðvík II. konungur í Bayern opnaði ríkis- kassann fyrir Wagner og Cosimu. Hún laun- aði það með þvi að I.júga að honum. Cosima ólst ekki upp við ástríki. Þessi mynd er af henni og systkin- um hennar tvcim, Blandine og Daniel áisamt harnfóstrunni og ömmu harnanna. Þessi skopmynd var teiknuð af þeirh árið 1865. Wagner og Cos- ima (hún er miklu hærri en hann) en á eftir kémur Hans von Biilow, sem var snjall- ari hljómsveitarstjóri en sjálfur Wagner. Vinnustofa Wagners í húsi hans „Wahnfried“ i Bayreuth. Hann harst mikið á, en þótti ekki smekklegur, hvorki í klæðahurði eða húsbúnaði. 30. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.