Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 24

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 24
BlaöamaSur og Ijósmyndari Vikunnar lögðu land undir fót fyrr í sumar og heimsóttu sum- arbúðir og orlofsheimili hér og þar á Suður- og Vesturlandi. Við segjum frá þessu ferðalagi í fjórum blöðum og verður frásögnin prýdd mörgum myndum, bæði í svart/hvítu og lit. Fyrsti staðurinn sem við heimsóttum var sum- ardvalarheimili Rauða krossins í Laugarási í Biskupstungum. MYNDIR: EGILL SIGURÐSSON TEXTI: ÓMAR VALDIMARSSON Það voru einstaklega fjörlegir og athafnasamir krakkar sem við | hittum í Laugarási. í Laugarási rekur Rauði kross fslands sumardvalaheimili fyrir börn. Þegar við komum niður á hlaðið þar gerðum við okkur ljóst, að börn eru alltaf jafn skemmtileg, jafnvel þegar þau eru 101 saman á aldrinum 6—8 ára, eins og í Laugarási. Við knúðum dyra og hittum forstöðukonuna, Guðrúnu Ingvars- dóttur, en auk hennar eru í Laugarási 27 stúlkur aðrar, fóstrur, starfsstúlkur í eldhúsi og fleira. Eftir að hafa spjallað við Guð- rúnu og þegar hún hafði sýnt okkur húsnæðið, gengum við út og fylgdumst með börnunum að leik skamma stund, tókum mynd- ir og spjölluðum við þau. Uti á túni voru nokkrir krakkar að elta tvo kálfa — í kúreka- leik og ef það verða ekki taugaveiklaðar beljur með tíman- um, skulum við hætta að álíta manninn æðstu skepnu jarðar- innar. Náttúruauðæfin eru í hávegum höfð í Laugarási, því að auk kálfanna eru þar nokkur lömb og eitt helzta sportið þar eystra er að tína brúnklukkur og geyma þær í skálum, krukkum og krúsum í svefnsölunum. Fiðriídasöfnun er einnig vinsæl. Á afgirtu svæði voru nokkrar starfsstúlknanna að hlúa að græn- metisrækt, og Guðrún sagði okkur, að þau barnanna sem hefðu áhuga fengju að rækta sínar eigin radísur, rófur og næpur til að fara með heim. Um það bil helmingur barnanna er í Laugar- ási í hálfan annan mánuð, og þegar sá hópur fer, kemur annar, en hinn helmingurinn er þarna í heila þrjá mánuði. Stór hópur barna fylgdi okkur um allt svæðið og einn patti sagði okkur, að hann ætti að fá bæði gotterí og bíó í kvöld, af því að hann hefði verið svo stilltur í dag. Svo leit hann á Guð- rúnu, eins og til að fá samþykki hennar fyrir fullyrðingu sinni. — Já, alveg rétt, svaraði hún og brosti. — Við setjum náttúr- lega reglur hér, sagði hún svo og sneri sér að okkur, — og þau sem haga sér samkvæmt þeim fá bíó og sælgætismola á kvöldin. Framhald. á bls. 44. Þessa þrjá ungu og búsældarlegu menn fyrirhittum við á leið okkar um svæðið og stóðumst ekki mátið. Sumardvalarheimili Rauða krossins í Laugarási. Þessar þrjár fóru niður í skurð . . . til að tína brúnklukkur- 24 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.