Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 10

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 10
UGL A SAT r A KVISTI Framhaldsaga eftir Else Rydsjö 10. hluti ANNA og KRISTJÁN skilja vega þess að hann hefur verið henni ótrúr með KRISTÍNU. En Anna veit, að Kristján hef- ur verið henni ótrúr oft áður og samskipti hans við Kristínu binda aðeins endann á allt, þótt hún sakni sjálf meira vinkonu sinnar, Kristínar, en Kristjáns. f fyrstu. Svo fer það að verða erfitt að Iifa mannlaus og Önnu, sem alltaf hefur átt ein- hvern að, finnst það erfiðara en flestum öðrum. Hún er ekkert yfir sig ást- fangin af YNGVA EKANDER, en hann er svo ólíkur Kristjáni og hugsar svo vel um hana og Ioksins biður hún hans. Yngvi fer stoltur og ham- ingjusamur með hana heim til Steinbrúar, en þar á hann hús- gagnaverksmiðju og glæsilegt einbýlishús. Anna reynir að láta sér líða þar vel, en Iífið þreytir hana. Dag nokkurn hittir hún Kristínu í IVTálmey, en þær eru ekki jafngóðar vin- konur og áður og Anna dregur sig í hlé, þegar Kristín segir, að Anna og Kristjánu hefðu aldrei átt vel saman. Hún fer aftur til Steinbrúar og þá hef- ur Yngvi keypt handa henni hvolp, sem hún geti skemmt sér við á daginn, meðan hann er að vinna. Anna fær kökk í hálsin. Hann er svo góður, en hún ... En hún ætlar að bæta sig, betrumbæta sig... Hvolpurinn brauzt um í faðmi hans til að komast til Önnu. Hún tók hann og faldi andjitið í heitum silkimjúkum feldin- um. Þetta hafði hann gert fyrir hana, meðan hún var að skemmta sér og fýlupokast í Málmey! Tárin komu fram í augun á henni. Hann var svo góður. Alltaf gerði hann allt fyrir hana ... Hún var það eig- ingjarnasta svín, sem til var á jarðríki! Hún ætlaði að breyta sér! Já, hún skyldi gera það! — Þakka þér fyrir ástin mín, sagði hún og seinna hvíslaði hún lágt og blíðlega. — Ég skal bæta mig. Yngvi ég heiti þér því... — Þú getur ekki haldið á- fram að kalla hana Silkimjúk, mótmælti Yngvi hlæjandi. — Þú hefur verið að revna að skíra hana í hálfan mánuð og ekki fundið neitt nafn á hana ennþá. Hún er af góðu kyni og þú getur sent hana á sýn- ingu í haust, ef þú vilt — en hvernig ætlarðu að senda þang að hund, sem heitir Silkimjúk? — Hlustaðu bara á hann! Eins og okkur langi á sýningu, sagði Anna og strauk yfir mjúkan magann á Golden Girl. Hvolpurinn hjúfraði sig í faðmi hennar og rétti úr löpp- unum. Hann ýlfraði lágt. — Hún er eins og kisa litla, sem malar, þegar henni er klórað á maganum. Og ekki get ég kallað hana Golden Girl. Það er svo heimskulegt nafn. — Ætli þeim hjá dýrasalan- um hafi fundist auðvelt að skíra hana? Þau áttu öll að heita nafni, sem byrjaði á G. Og svo er hún gyllt. — Við sjáum nú til, sagði Anna glaðlega. — Ætli mér detti ekki eitthvað í hug, þeg- ar hún stækkar. — Hefurðu sýnt nokkrum hana? — Já, mörgum! Anna skellti upp úr. — Meira segja þrifna María sagði ekki orð, þegar hann velti sér um í rabarbara- beðinu hennar. Svo þá veiztu, hvernig fólki lízt á hann! Hann strauk yfir kollinn á hvolpinum og hún þagði. Það var satt, að henni hafði ekki komið neitt nafn til hugar. Samt höfðu margir komið til að sjá hvolpinn, tala við hann og gæla og brosað til hennar — og það fólk, sem henni hafði aldrei komið til hugar að myndi heimsækja hana! Það var hlægilegt, en þó rétt, að hvolpurinn hafði hjálpað henni að nálgast fólkið þarna. Hvolp- urinn hafði gert henni auðveld- ara fyrir með að tala við fólk. Hafði Yngvi haft það í huga alltaf? Það fengi hún aldrei að vita. — Ég hitti konuna hans Granlands á pósthúsinu, sagði Yngvi seinna. — Hún hafði reynt að hringja, en þú varst ekki heima. Hana langaði til að vita hvort þú vildir vera með í Rauða krossinum. Mér finnst Eva Granland indæl kona. —-Eva Granland? sagði Anna hugsandi. — Hvernig lítur hún út? — Hún er lítil, dökkhærð og ákveðin. Með brún augu og munnstór. Hún er alltaf glað- vær og kát. —- Þá veit ég, hver hún er. Hún á bostonterríer. Yngvi skellti upp úr. — Þú þekkir þó hundana, sagði hann. — Bostonterríer eins og þeir, sem eru á skó- kremsöskjum? Já, þá vitum við um hverja við erum að tala. Hún var með hann með sér. Hann heitir Lakkrís. Krakkarn- ir skírðu hann víst. Ég ætti víst að tala við þessa Evu Granlund, hugsaði Anna. Hún er kannski ágæt, þegar allt kemur til alls. Yngvi yrði hrif- inn. Og ég drepst ekki, þótt ég sé í fáeinum félögum. Svo er líka mælt með þeim í bréfa- dálkum tímaritanna. Þekkið þið einhverja, sem er óham- ingjusöm, einmana og niður- brotin? Farið í félag, hafið á- hugamál, lærið nýtt tungumál! Ja, kannski ætti ég að reyna það. Svo verð ég líka að tala við fólk. — Gætirðu annars hjálpað mér á skrifstofunni í næstu viku? spurði Yngvi seinna. — Faðir Görans lézt skyndilega og hann verður að fara heim og sjá um útförina fyrir móð- ur sína. Ég sagðist hafa góðan staðgengil í hans stað og hann varð næstum skíthræddur. — Þú máttir ekki stríða hon- um svona, sagði Anna reiði- lega. — Göran lætur engan hræða sig. — Ekki heldur núna? — Hvað er að þér, elsku Anna mín? Hún beit sér á vör og blygð- aðist sín. Það var rétt, sem hann sagði. Göran skildi þetta allt. Það var hún, sem var heimsk og alltof viðkvæm og hagaði sér ekki eins og henni bar. — Æ, ekkert, sagði hún. — Mér fannst bara, að þú ættir ekki að stríða honum rétt eftir lát föður hans. Ekkert annað. —• Þetta kom ekki svo ó- vænt, sagði Yngvi blíðlega. — En það er svo ólíkt þér að rjúka svona upp. Er eitthvað að? Þú hefur þó ekki. . . .? Hann þagnaði og Anna beit sér á vör. — Ef þig langar til að vita, hvort ég hafi ekki haft á klæð- um þennan mánuð og eigi því von á barni, þá skaltu spyrja hreint út! sagði hún hvasst. — En svo er ekki. Því miður! — Nú, jæja þá, sagði Yngvi rólega. — Mér hefur skilist, að það sé ekki alltaf auðvelt að vera rólegur, þegar þannig stendur á heldur. Ef þú vildir nú aðeins segja mér, hvað að er, svo að ég gæti hegðað mér samkvæmt því. Maður ætti nú ekki að þurfa að segja eiginmanni sínumann- að eins og þetta! hugsaði Anna öskureið. Þetta hefði hann átt að vita, ef hann væri eins og venjulegur maður. Ef hann svæfi nú ekki bara við hliðina á henni! Hún fann til örvæntingar yf- ir því, hvernig reiði hennar óx í sífellu. Þetta var ekki hægt. Hún varð að hafa hemil á sér og þegja. Hún mátti ekki fram- ar koma og láta svona, hún varð að haga sér eins og loftið umhverfis hana væri ekki hlað ið öllu því, sem hún vildi eng- um segja. Yngvi rétti úr sér og geysp- aði. Klukkan er rúmlega níu, sagði Anna kuldalega. — Það er góð mynd i sjónvarpinu í 10 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.