Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 14

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 14
ÞRJÚ Á PALU. Halldór, Edda og Troels eru nú í Svíþjóð og koma meðal annars fram í útvarpi og sjón- varpi þar. Við megum vera hreykin af þeim. Q I Póstlhólf 533 Elsku kallinnl Á laugardaginn var hélt okk- ar ágæta söngtríó Þrjú á palli til Svíþjóðar í boði sænska út- varpsins og sjónvarpsins. Koma þau aftur heim núna um helg- ina og þeysast strax af stað aftur til að skemmta víðsvegar um landið um Verzlunarmanna helgina. Tilefni þessarar boðsferðar er 350 ára afmæli Gautahorg- ar, en í ár er mikið um að vera hjá írændum vorum Svíum. „Þetta afmæli var upphaflega tilefnið", sagði Troels Bendt- sen, þegar ég ræddi við hann skömmu fyrir brottför, „en svo hefur þetta leitt hvað af öðru. Við komum fram í nærri því klukkutíma langri skemmti- dagskrá í útvarpinu, álíka langri landkynningardagskrá í sjónvarpinu, skemmtun á Skansinum í Stokkhólmi, svo- kölluðu „Kulturkváll“ í há- skólanum í Gautaborg og loks í klúbbi Stúdentafélags háskól- ans þar. Meira er ekki ákveðið og ég reikna ekki með að það verði, því tíminn er ákaflega naumur og nær hver klukku- stund ákveðin". „Og hvernig verður pró- grammið"? „Það er algjörlega nýtt, allt íslenzk þjóðlög, sem við höf- um verið að æfa í sumar. Nei, það er ekkert af því sem Sa- vannatríóið var með á sínum tíma, heldur eru þetta lög sem við höfum grafið upp hér og þar, til dæmis úr þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar og víð- ar. Fæst af þeim hefur heyrst hér áður, en þó eitthvað". „Ætlið þið að reyna að koma ykkur í áframhaldandi sam- bönd ytra“? „É'g sé ekki fram á að tími verði til þess, en maður veit aldrei hvað sjónvarps- og út- varpsþátturinn leiðir af sér. Ef 'maður ætlar sér að komast á- fram erlendis verður maður að dvelja þar i lengri tíma en við gerum í þetta skipti. En okk- ur finnst geysilega gaman að þessu og það er nokkuð víst að þetta er stærsta tækifæri sem íslenzkt skemmtiatriði af þessu tagi hefur fengið til þessa“. „Þú minntist á landkynrling- arprógramm: Ætlið þið að gera eitthvað meira í beinni land- kynningu, til dæmis að íklæð- ast gæruskinnum og slíku"? „Nei, alls ekki. Okkur finnst nóg komið af slíkum molbúa- hætti og viljum gera okkar til að stuðla að þvi að útlending- ar haldi ekki að við séum.enn- þá í moldarkofunum. Sg held persónulega að svoleiðis nokk- uð hafi gert meira illt en gott. Þetta er „lummó“, vægast sagt“. „Hvernig hefur annars geng- ið hjá ykkur í vetur og sum- ar“? „Mjög vel, aldrei betur. Við höfum verið að um hverja ein- ustu helgi í allt vor og sum- ar og erum bókuð hverja ein- ustu helgi, nær alla daga, það sem eftir er sumars. Okkur þykir bara verzt að sólarhring- urinn skuli ekki vera ca. helm- ingi lengri“. O jamm, ég beið og beið og alltaf þegar ég opnaði VIKUNA mína í opnunni þinni, lá við að ég fengi andarteppu. Trúbrot, Trúbrot, Trúbrot! Ó, Guð, ætl- ar þessi djöfuls garmur aldrei að hætta að tönnlast á þessu blessaða broti, þó svo að Trú- brot sé þetta fullkomnasta og mesta? En, svoooo jaaaá, þá kom það: MÁNAR, ó, elsku hjartans englagormurinn minn, já, MÁNAR eru sko skratti góðir og meira en það, það er sko hljómsveit sem hlustandi er á ef maður vill fara á ball og skemmta sér. Þá er bara að fara þar sem MÁNAR eru. Þó ég sé ósköp venjuleg sveita- stelpa og skúringakerling í þokkabót, þá skal ég berja þann drjóla sem þorir að bera á móti því að MÁNAR séu góðir. Já, veiztu að ég hef það að atvinnu að skúra og halda hreinu stóru samkomuhúsi. Og það er sko ekki það eina sem ég geri. Ég náttúrlega mjólka beljurnar, gef pútunum og hitt og þetta heima hjá mér á sveitabænum. Ég held stundum, Framhald á bls. 41.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.