Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 20

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 20
OG SKYNDILEGA FÓR MIÐILUNN ADTALA SÆNSKU Miðillinn var frá fátækrahverfinu Capacabana og vissi ekki einu sinni að Svíþjóð var til... Hin alþjóðlegu samtök um parasálfræði hafa mikið fjár- magn að baki sér og hafa sett sér það takmark að leiða í ljós sannleikann um þessi fræði. Þau taka tæknina í þjónustu sína og leggja mikið upp úr rannsóknum á miðilshæfileik- um. Þegar ég fór til Rio de Jan- eiro, hafði ég ekki hugmynd um hvað beið mín þar, en ég átti eftir að verða fyrir furðu- legri reynslu, því merkilegasta sem fyrir miðil getur komið. En það átti reyndar upptök sín í Uppsala, sex árum áður. VERNDARANDI Vinkona mín hafði við mikla erfiðleika að stríða. Hún var ein og þurfti fyrir heimili að sjá, varð að sjá um verzlun, sem hún rak og heimilisstörf að auki. Hún var örvilnun nær, kom til mín og í sameiningu báðum við um hjálp og ráð- leggingar. Mér til undrunar fann ég strax fyrir því að titr- ingur fór um mig og Indíáni birtizt mér. Hann sagði nafn sitt, en ég átti svo erfitt með að skilja það að ég varð að biðja hann að stafa það, „Nijke“ hét hann. Hann sagði strax að hann væri verndari Birgittu vinkonu minnar og að hann ætlaði að hjálpa henni, sérstaklega ætlaði hann að sjá um að fyrirtæki hennar skyldi ekki fara forgörðum. Næstu nótt var gerð tilraun úl að brjótast inn í verzlun Birgittu. Innbrotsþjófarnir brutu upp lásinn, en komust aldrei inn. Hvað hræddi þá í burtu, veit ég ekki, því að það hafðizt aldrei upp á þeim. Ef til vill hafði „Nijke“ verið þarna að verki og haldið lof- orð sitt. 'Ég man að hann birtist mér nokkrum sinnum, en Birgitte hefur aldrei þurft að biðja um hjálp síðan. Eg gleymdi „Nijke“ algerlega. Svo kom ég til Rio de Jan- eiro. Eg fékk strax túlk, því ég kann ekkert í portúgölsku og gestgjafar mínir vildu að ég bæri sem mest úr býtum í ferð- inni. Mér var sagt að í Brasil- íu hittizt fólk oft á því sem kallað er ,,maeumba“-kvöld. Það er nokkurs konar miðils- fundir, sem haldnir eru meðal allra stétta, jafnvel eins venju- legt og „sjónvarpskvöld“ hjá okkur hér heima. Þessi kvöld safnast fólk saman kringum miðilinn, syngur og les guðs- orð. Leiðsögumaður minn stakk upp á því að við yrðum viðstödd eitt slíkt mót, „mac- umba“ í fátækrahverfinu Copa- cabana. Eg tók boðinu með þökkum og beið í ofvæni eftir því hvers ég yrði þá vör. FÉLL í DÁSVEFN Við komum að litlu hvít- kölkuðu húsi. Fyrir utan húsið logaði á þrem kertum í sand- inum og kross var hengdur yf- ir dyrnar. Með þessu átti að útiloka illa anda. Inni voru bjálkar í lofti og á þá voru hengdar mislitar pappírsræm- ur. Meðfram veggjunum voru trébekkir fyrir fundarmenn og mér var vísað til sætis í af- skekktu horni, því að fylgdar- maður minn hafði útskýrt það fyrir húsráðanda að ég hefði sérstakan áhuga á þessu. Mold- argólf var í herberginu og fyr- ir gafli var lítið altari með logandi kertum og blómum skreytt. Bak við altarið stóð hópur af hvítklæddu fólki sem söng gleðisöngva með hátt- bundnu hljóðfalli og ég heyrði Jesús Kristur oft endurtekin. Það var mjög glaðlegt and- rúmsloft þarna inni og ég fann friðar og gleðistrauma fara um mig. Hávaxinn, laglegur Portú- gali kom fram á mitt gólfið og hvítklædda fólkið gekk íkring- um hann og söng lofsöngva. Hann stóð grafkyrr og ég sá að hann var að falla í dásvefn, sá útgeislunina frá honum, sem varð æ skýrari, eftir því sem hringur söngfólksins þrengd- izt. Svo rétti hann handleggina upp, þangað til hann snerti við pappírsræmunum, þá féll hann fram á moldargólfið. Hann lá grafkyrr og ég sá hann breyt- ast. Hann var ekki lengur Portúgalinn, sem ég hafði séð rétt áður, hann var nú búinn að fá svipmót Indíána. Eg hélt að það væru miðilshæfileikar mínir, sem gerðu það að ég „sá“ hann svona, en þá hvísl- aði leiðsögumaður minn að Indíáninn myndi nú fara að tala í gegnum hann. Miðillinn reis upp og nokkr- ar konur komu fram og settu bláan fjaðraskúf á höfuð hans. Mér var nú sagt að stjórnandi hans væri fegurðardís af Indí- ánakyni, sem hafði verið uppi fyrir óralöngu og verið svo fög- ur að hún hafði kyrkislöngu sér til varnar. Slangan hafði alltaf vafið sig um mitti henn- ar. HVAÐAN KOM ÞESSI SLANGA? Meðan leiðsögumaður minn 20 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.