Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 33

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 33
N» liðai* mér vel... dralon svefnpokinn er fisléttur og hlýr. Pokanum fylgir koddi, sem festur er við hann með rennilás. Pokanum má með einu handtaki breyta í sæng. Auk þess er auðvelt að reima tvo poka saman (með rennilás) og gera að einum tveggja manna. Farið ekki í útilegu án dralon-svefnpoka frá Qefjuri J Loftið var svo óvenjulega ferskt og hreint og hér var allt svo hljóðlátt í samanburði við hávaðann í hinni nýbyggðu Boulogne. —- Hérna er það, sagði kon- an. Þau stönzuðu við hliðið. Það var allt hlaðið úr smásteinum. Madame Villefrance sá þau úr glugganum, þar sem þau komu gangandi hægum skref- um, tvær gamlar, gráhærðar og þreyttar manneskjur og hún vissi strax hvert erindi þeirra var. Allt tók að hringsnúast í höfði hennar. Hún var ein heima og varð sjálf að fara til dyra, þegar bjallan hringdi. Hún vissi ekki hvernig hún komst fram í forstofuna. Henni var efst í huga að flýja þessa hættu og forða sér út um bak- dyrnar. Síðar sátu þau í stofunni í silkiklæddum hægindastólum og horfðu hvert á annað óstyrk og óttaslegin. — Hún er svo hamingjusöm hérna, hvíslaði madame Ville- france. Gömlu hjónin litu bæði á húsgögnin og mjúk og þykk teppin á gólfunum. — Já, sagði konan og leit um leið á madame Villefrance. Það var hyldýpi hryggðar í augum hennar. — Guð blessi yður. Við munum vera yður þakklát meðan við lifum. Við héldum jú, að hún væri látin. — Já, greip maður hennar fram í... . látin. En þó vonuð- um við stöðugt. Hann leit upp frá tötralegum stígvélunum sínum og varð starsýnt á hend- ur madame Villefranee. Þær voru hvítar og fíngerðar og steinsettur hringur glitraði í sólskininu, sem barst inn um gluggann. Þannig voru hendur Denise nú. — Við erum svo þakklát, sagði hann. Hann sagði þetta sem gjöf, sem hann rétti madame Ville- france. Hann átti ekkert ann- að að gefa en hjarta hans var stórt og fullt af þakklæti. Madame Villefrance sundlaði í andartak, en síðan herti hún sig upp og reis á fætur. — Þið verðið að sjá her- bergið hennar. Hún gekk á undan og fast á eftir henni fylgdu þessir tveir skuggar, hljóðlaust yfir þykk teppin. Á leiðinni stanzaði hún og opnaði glugga. Sólskinið streymdi inn. — Hérna, sagði hún. — Þið viljið kannski vera ein um stund. Denise kemur að vörmu spori. Hún ætlar á dansleik í kvöld og. .. . Hún hætti í miðri setningu. Hvað mundi gerast í kvöld? Unnusti Denise ætlaði að koma og sækja hana, en hvað mundi nú gerast? Veröldþeirrabeggja var í þann veginn að gliðna í sundur. Hún hraðaði sér inn í sitt herbergi og læsti á eftir sér. Gömlu hjónin litu í kringum sig í herberginu. Þetta var stórt herbergi með svölum og fögru útsýni yfir blómskrýddan garð inn. Eikarskrifborð, bækur, blóm, ljósmyndir.... Ljósmyndir! Dökkhærð, glað leg stúlka, ung kona í sport- fötum, í sumarkjól, í pels. Ungur maður var með henni á einni myndinni. Denise ætlaði á ball í kvöld.... — Sjáðu, sagði konan allt í einu, og benti á rúmið. — Sjáðu! Þarna hékk glitrandi falleg- ur ballkjóll, svo skrautlegur að gamla konan hafði aldrei séð neitt slíkt áður. Það hlaut að hafa verið erfitt að sauma svona kjól og dýrt efnið í hann. Einn veggurinn var með inn- byggðum skápum og þar var allt þakið í skínandi speglum. Spegillinn í herbergiskytr- unni heima var flekkóttur. Þau sögðu ekkert. Þau sátu kyrr, unz maðurinn sneri sér við og tók eina mynd af borð- inu. Falleg stúlka í pels og ungur maður við hlið hennar. —• Komdu, sagði hann og reis á fætur. Hún svaraði játandi og fylgdi honum. Þau fjarlægðust hægt eins og tveir skuggar, sem hnignandi sól flytur lengra og lengra burt., — fjarlægðust hægt og hægt og hurfu eins og þau hefðu aldrei verið til. ... ☆ 30. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.