Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 26

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 26
HUS OG HÚSBÚNAÐUR TILHNEIGING TILAÐ GERA HLUTINA EINFALDA OG ÓDÝRA Vikan ræðir við sænska arkítektinn Olie Pira, sem hannað hefur Pira-System. „Athyglisverðast finnst mér, hvað allir virðast hafa það jafngott hérna“, sagði arkitektinn. „Og lífskjörin virðast vera ótrúlega góð. Þegar maður hugleiðir, að á þessu eylandi er hvorki til skógar né málmar, þá er það næstum ótrúlegt. Og ég hef einnig fundið annað: Meðal íslendinga verður maður var við ferskan baráttuvilja, eitthvað sem maður gæti kallað „Islansk spirit". Ég held að maður finni þennan kraft síður heima í Svíþjóð.“ „Dettur þér nokkuð í hug, hvers vegna það gæti verið; á þessi margfræga velferðastefna ef til vill einhvern þátt í því“? „Jú, við getum sagt það. Þegar kaupgjald er borið saman í þessum löndum þá kemur í ljós, að Svíi fær ef til vill þrisvar sinnum hærri laun en íslending- ur, miðað við krónutölu. Sg hef verið að reyna að gera mér grein fyrir raun- verulegu verðgildi, en það er mjög flókið og erfitt. Sannleikurinn er sá, að þessi háu laun hjá okkur, virðast koma fyrir lítið. Kostnaðurinn við áð lifa er svo gífurlegur; matur, húsnæði og fatnaður, þetta hefur rokið upp úr öllu valdi. Og svo er skattstiginn óhóflegur. Skattayfirvöld hafa heimild til að taka allt að 80% af hæstu tekjum, en af góðum miðlungstekjum borga menn kannski 60% í skatta. Þessi skattpíningarpólitík hefur orðið til þess að drepa niður allan áhuga; menn tala um að það sé ástæðulaust að vera að puða fyrir ríkið“. „En samt stefnir allt til sífellt aukinna ríkisafskipta". „Það hefur að minnsta kosti gert það. Svíar eru samt mjög andsnúnir komm- únisma og það er skoðun margra, að háþróuð félagshyggja eða sósíalisering sé Framháld á bls. 41. Olle Pira, arkitekt. Hann kom hingað til lands fyrr í sumar ( boði Hús og skip hf., Hátúni 4A. Aðalerindi hans til íslands var að gaeta réttar síns gagnvart ís- lenzkum aðilum, sem gerzt hafa sekir um stælingar og stuldi á verkum hans og meira að segja nafni. með fótskemli, lesgrind og borði, Hægindastóll af Olle Pira. hannaður / Legubekkur með hillu, hannaður af Olle Pira. Pira-Systemið, sem kennt er við Olle Pira, er einfalt kerfi. Uppistöðurnar eru úr málmi, en hillurnar úr tré. Það er fljótlegt að breyta því, og í rauninni má segja, að það sé partur af þeirri viðleitni í sænskum húsgagnaiðnaði að hafa hlutina einfalda og ódýra. 26 VIKAN 30. TBL. 30. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.