Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 43

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 43
DEALER AID MATS No. 1-68-R BEAUTIFUL EYES C/^£ougfi,$nc. MEMPHIS, TENN. 38101 OCTOBER, 1968 DUO-TAPER BRUSH yHÖjjygúm OLTRR LRSH MAGIC MASCARA B5aaag== ii! MAGIC MASCARA REFILL I ULTRQ SHftDOUJ *C ULTRRBROUJÍU .JÍcu^IÆms, ULTRRLRSH 1 1 ) ^ tfgsamiam ULTRA LASH REFILL PÉTUR PETURSSON, HEILDVERZLUN HF. SUÐURGÖTU 14. þessari tilhneigingu í sænsk- um vikublöðum. Þar er ár og síð og alla tíð verið að kenna fólki, hvernig hægt sé að reka saman borð og stóla úr kassa- fjölum og mála þetta svo í skrautlegum litum. Er ekki bara verið að snobba niður á við“? „Kannski má segja það. En þessi breyting stendur auðvit- að mikið í sambandi við unga fólkið og viðhorf þess. Ef ég má aftur taka dæmi úr hús- gagnaiðnaðinum, þá voru fram leidd í Svíþjóð sérstök ein- föld og ódýr húsgögn ætluð námsfólki og fólki sem er að byrja búskap. Markaðurinn reyndist hinsvegar miklustærri en upphaflega var áætlað og kom það til af því, að allskonar fólk frá 25 ára aldri til fimm- tugs, keypti þessa hluti til að vera með á nótunum, taka þátt í þessari nýju hreyfingu en auðvitað líka vegna þess, að hér var um ódýra framleiðslu að ræða“. „En sem sagt, það er mikil breyting á lífsviðhorfi fólks í Svíþjóð um þessar mundir“? „Alveg tvímælalaust. Það eru allir skapaðir hlutir teknir til endurmats og fólk efast afskap- lega mikið um margt af því, sem áður var talið eftirsóknar- vert“. „En hefur þá eitthvað ann- að komið í staðinn sem stöðu- tákn“? „Ekki beinlínis. Ekki einstak ir hlutir eða eignir a.m.k. Menntun hefur kannski komið í staðinn. Það er litið miklu meira upp til manns sem get- ur eitthvað og kann eitthvað sérstakt en þess er komizt hef- ur yfir eignir. Af þeim ástæð- um er ekki fráleitt að álykta, að í uppsiglingu sé nokkurs- konar yfirstétt menntamanna og sérfræðinga. Það er mikil virðing borin fyrir sérþekk- ingu og getu“. „En þú ert arkitekt og mér skilst að þú sért kominn hing- að til lands vegna þess að þú hefur hannað einhver húsgögn, sem hér eru á markaðnum". „Það er rétt að ég hef hann- að og' fengið einkaleyfi á sér- stöku hillukerfi, sem nefnt er eftir sjálfum mér og kallað Pirasystem. Það eru uppistöð- ur úr málmi og tréhillur. Þetta er einfalt kerfi, fljótlegt að breyta því og í rauninni má segja að það sé partur af þeirri viðleitni í sænskum húsgagna- iðnaði, sem ég nefndi áðan. Stefnan er einungis sú, að gera þetta ódýrara og ódýrara, þann- ig að hver einasti maður geti notað það. Heima í Svíþjóð höfum við getað lækkað verð- ið á þessari framleiðslu og það er út af fyrir sig merkilegt, að verðlag á sænskum húsgögn- um hefur yfirleitt farið lækk- andi á undanförnum árum þrátt fyrir gífurlega verð- bólgu“. „En samt er auðvitað alltaf til fólk, sem vill eiga dýra hluti, handunna“? „Það er frekar fátítt, en það er til. f Svíþjóð fást innfluttt húsgögn frá Ítalíu, Þýzkalandi, Danmörku eða Finnlandi og verðlag á þeim er algerlega ó- sambærilegt. f Svíþjóð er sér- hæfingin mikil og margar verksmiðjur framleiða ein- göngu húsgögn handa hótelum, skrifstofum og fyrirtækjum. Einnig þar miðast allt að því að gera framleiðsluna einfalda og ódýra. Áður fyrr tíðkaðist að hafa djúp leðursófasett á skrifstofum, en það er að mestu úr sögunni og víðast er það svo, að forstjórinn situr í sömu gerð af fjöldaframleiddum stól og vélritunarstúlkan til dæm- is“. „Þú starfrækir þá verk- smiðju í Svíþjóð, þar sem þú framleiðir hillurnar". „Meira en það. Pirasystem er framleitt í fjórum löndum, Sví- þjóð, Finnlandi, Þýzkalandi og Columbiu, en auk þess er það selt í fimmtán löndum. Ef mið- að er við tölu á hvern íbúa, veirður fsland númer eitt. Reyndar eru aðeins uppistöð- urnar fluttar inn og þó hvorki 30. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.