Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 49

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 49
ÞAÐ VARÐ AÐ LOSA HANN ÚR BÍLNUM MEÐ LOGSUÐUTÆKI Það var í beygju á veginum við Silverstone fyrir utan London, að Ronnie Petersen ók á 150 km hraða í March-Alfa bílnum sínum. Hemlarnir stóðu á sér, og hann ók inn í moldarbarð. Hann sat með- vitundarlaus við stýrið, þegar komið var að honum, og það þurfti að logsjóða stykki úr bílnum til að ná honum út. Hættan var sú, að bíllinn gat logað upp á svipstundu. En Ronnie varð bjargað; hann slapp með heilahristing og brotinn úlnlið. Þetta er í fjórða sinn, sem hann ekur bíl í klessu þetta árið. Myndin er af flakinu, þegar verið er að koma því inn á viðgerðarverkstæði. ÁTTRÆÐUR OG ENN í DANSTÍMUM Francis Partos er áttræður og hann hefir verið í danstímum reglu- lega í tuttugu ár. (Hér á myndinni er hann með kennslukonu sinni). Nýlega fékk hann verðlaun á danssýningu, og það var konan hans, sem er 62 ára, sem dansaði með honum. Hann segir, að unga fólkið hafi ekki hlegið nema rétt snöggvast. Þetta er stærsta myndavél í heimi. Hún vó 600 kg. og var smíðuð í Chicago árið 1900. Það þurfti 15 manns til að taka á hana og platan vó 24 kg. (130x240 cm). S0NUR DAYANS ER KVIKMYNDA- LEIKARI Kvikmyndaleikarinn Assaf Day- an er sonur hins harðskeytta, eineygða varnarmálaráðherra Israelsmanna. Hann er nú stadd- ur ( Hollywood. Hann segir: „Ég er kvikmyndaleikari, en fyrst og fremst er ég ísraelsmaður". Þegar Dayan hinn ungi er spurð- ur, hvern hann kjósi sem með- leikara, þá svarar hann, að það sé Omar Sharif. En kvenna- ljóminn mikli er Egypti og það er ekki vel hentugt, þegar gall- harðir ísraelsmenn eiga f hlut. 30. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.