Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 36

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 36
— Hann pabbi þinn fœr líklega meira út úr sjóferðinni ef hann er svona klœddur. sýningar, ég hata ofbeldi, en þrátt fyrir það, þá var það.lík- lega vonbrigðin, — angistin, sem hélt mér vakandi mestan hluta næturinnar. Þar sem Robert hafði stungið upp á því að ég tæki Jacque- line með mér í bíó, þá hringdi ég í hana og hún tók boði mínu. Það var kvikmynd sem mig langaði sérstaklega til að sjá af vissum ástæðum. En á leið- inni kom Jacqueline fram með hugmynd, sem var svolítið freistandi; ef ég væri hrædd um að þetta væri einhver tylli- ástæða hjá Robert, væri ekkert upplagðara en að athuga það, við gætum auðveldlega keyrt að íþróttahöllinni og séð hann, þegar hann kæmi út. Mér hafði auðvitað dottið eitthvað svipað í hug. Það var heldur ekki í fyrsta sinn sem við njósuðum um hann. Að lokum komum við okkur saman um að slá tvær flugur í einu höggi, þótt við misstum að hluta myndarinnar. Mér var alveg sama um það, því að það var ekki myndin sem mig langaði til að sjá, heldur aðalleikkonan. Þetta var fyrsta aðalhlutverk hennar og hún var sú sem Robert var ný- búinn að ráða til sín. Og svo komum við inn í miðja myndina, en það var í lagi. Ég sá strax, mér til mestu ánægju, að stúlkan gat ekki leikið. Hún var raunar mjög glæsileg, en í hvert skipti sem hún opnaði munninn, varð manni ljóst að hún skildi alls ekki hlutverkið og reyndi að leyna því með yf- irleik. Myndin var svo sem nógu tilþrifamikil, stúlkan end- aði líf sitt í logandi bíl, sem steyptist fram af hvítum klett- um. og logarnir minntu mig á eldinn í myndum Roberts frá vígvöllunum. Ég hafði með- aumkun með stúlkunni. Mér varð á að hugsa hvort samband hennar og Roberts hefði horfið í logum. Það hafði verið eitt- hvað dularfullt í háttum hans kvöldið áður, eitthvað í ástar- atlotum hans áður en hann sofnaði. Það var því meiri ástæða til að hraða sér til íþróttahallarinnar. Lánið, ef hægt er að kalla það því nafni, var með mér. Hún var lagleg, dökkhærð og auð- vitað mjög nýtízkulega klædd og Michael var með þeim. í fylgd með honum var ljóshærð stúlka og ef sú dökkhærða hefði ekki hangið í armi Ro- berts, þá hefði ég heldur gizk- að. á að sú hefði verið með Ro- bert, hún var miklu fremur eftir hans smekk. Þau sáu okkur ekki. Sem bet- ur fór voru þau nokkuð langt frá okkur og það var ausandi rigning. Það tók líka að rigna inni í bílnum. Þegar Jacqueline sá tárin hrynja niður kinnar mínar, sagði hún: — Ef þú veizt þetta allt saman, hversvegna ertu þá að reyna að sjá það með eigin augum? Og ég svaraði henni eins og venjulega, gaf henni það svar, sem ég virtist eilíflega dæmd til að segja. — Vegna þess að ég vil sjá þær konur, sem gera hann hamingjusaman, sjá þær sem hann umgengst. Það er eina leiðin fyrir mig að vita allt um hann, hvort sem hann veit það eða ekki. Jafnvel það er hluti af tilveru minni, líf mitt skiptist í hluti. f fjarska á ég þessa veröld með honum, vinkonur hans, viðhöldin hans. Það er betra að eiga svolítinn hluta en ekki neitt. — En hvernig endar þetta allt saman? — Það hef ég ekki hugmynd um. Það eina sem vakir fyrir mér er að vita allt. — En veit hann ekki að þú veizt þetta? — Láttu ekki eins og kjáni. Það er of seint fyrir hann að viðurkenna það. Jacqueline andvarpaði og kreisti hönd mína; fyrir henni var það eins og bezta vinkona hennar væri að deyja af ólækn- andi sjúkdómi. . Framhald í nœsta blaði. HÚN RÉÐI YFIR SNILLINGNUM Framhald af bls. 9. sumarleyfi til Genfarvatnsins. Wagner var samur við sig, hann notaði sér drjúglega aðdáun fólksins sem var samvistum við hann og þá fyrst og fremst Hans von Biilow, hjónin Otto og Mat- hilde Wesendonck og frú Minnu. Cosimu leiddist hve litla at- hygli hún vakti sjálf og stakk af með bezta vini Biilows, Karli Ritter, en sneri aftur til Genf, eftir eina ástarviku. Hún fleygði sér grátandi fyrir fætur Wagners og kyssti skó hans. Wagner, sem varð undrandi, tók eftir því að hún bjó yfir miklum ástríðum. Það liðu samt fimm ár, þang- að til ástasamband komst á milli Cosimu og Richard Wagn- ers og á þeim tíma fæddi Cos- ima manni sínum dæturnar tvær, Daniele og Blandine. En í nóvember 1863 kom að því að þau, Cosima von Búlow og Ric- hard Wagner hétu hvort öðru ást og tryggð. Wagner hefur sjálfur sagt frá þessu á mjög áhrifaríkan hátt. Um sumarið 1864 gafst þeim tækifæri til að njóta ,,vináttu“ sinneir. Eftir að Wagner hafði ferðast víða um Evrópu, settizt hann að í Munchen, þar sem Lúðvík II. Bayarakonungur opnaði fyrir honum ríkiskass- ann. Wagner kom sér fyrir í Villa Pellet við Starnbergersee. Hann skreytti húsakynnin mjög, en á íburðarmikinn og smekklausan hátt. Svo kallaði hann Bulow- hjónin til sín. Cosima kom strax og hafði da°tur sínar með sér og átta dögum síðar kom Hans von Búlow. Þessa viku notuðu þau Cosima og Wagner vel. Hann var þá fimmtugur og hún tutt- ugu og fimm ára. Þegar Hans von Búlow kom, var Wagner fyrir löngu búinn að treysta ástasamband sitt við Cosimu, en hann vildi ekki missa af Hans von Búlow, sem stjórnaði verkum hans miklu betur en Wagner sjálfur. Hann kom því þá þannig fyrir að Hans von Búlow fékk stöðu sem konunglegur hljómsveitarstjóri. Búlow var svo veikgeðja, að hann gat ekki staðizt það að hljóta svo góða stöðu, þrátt fyr- ir að hann vissi allt um sam- band konu sinnar og Wagners. En aðstaða Wagners var ekki þægileg, Lúðvík konungur vildi ekki eiga vinsældir Wagners með nokkrum öðrum manni, því síður giftri konu. Þá ákváðu þau Cosima og Wagner að slá ryki í augu hans. Cosima bjó áfram með Búlow og elskaði Wagner í leynum. Þannig gekk það í sex ár. Hún laug iblygðunatrlaust og neitaði öllu sem borið var upp á hana. Og hún notaði sér ást Búlows á verkum Wagners og gerði honum lífið leitt. Hann fékk taugaáfall, hjartakast og varð að þola það að vera að- hlátursefni kunningja þeirra, en hann hélt áfram að vera auðmjúkur þjónn Wagners. HNEYKSLI í MÚNCHEN Það datt engum í hug að áfellast Wagner, hann var ekki metinn á venjulegan hátt, hann var fyrir ofan það. Cosima lét sig ekki varða álit fólks. Hún tók það sem köllun að stjórna þessum tveim mönnum. Það skipti hana ekki miklu þótt eiginmaður hennar væri óhamingjusamur og börn- in fyndu til smánar, vegna framferðis hennar. Með Wagner átti 'hún þrjú börn; dæturnar Isolde og Evu og soninn Sigfried. Hún lifði með Wagner munaðarlífi í Villa Jochum við Briennerstrasse i Múnchen. Börnunum og Búlow kom hún fyrir í húsi í garðin- um, sem upphaflega hafði verið ætlað þjónustufólki. Wagner hafði búið þetta hús skrautlega, eins og hans var vani, en mjög ósmekklega og í kjallara húss- ins hafði hann nóg af víni, að- allega kampavíni, sem hann hafði miklar mætur á. Wagner klæddist alltaf skraut- klæðnaði úr flaueli og silki og bjó vinnuherbergi sitt mjög skrautlega, enda náði hann hálfri milljón marka úr ríkis- kassanum. Cosima hélt ekki aftur af honum. Hún skrifaði bréfin hans, hafði allt reikningshald með höndum og samdi við út- gáfufyrirtæki. Þess á milli sprangaði hún skrautklædd um götur borgarinnar eða ók í skrautvögnum um skógana, stolt eins og drottning. Þessi hegðun þeirra kom á um tíma einskonar uppreisn meðal borgarbúa í Múnchen. Ráðherrarnir neyddu Lúðvík II. til að loka fyrir óhófslíf Wagn- ers. Og það kom að því að 6.: desember 1865 útskúfaði kon- ungurinn eftirlæti sínu. Það verður ekki tínt eða talið hér hve blygðunarlaust þau Cosima og Richard Wagner not- uðu sér góðsemi Lúðvíks kon- ungs og meinleysi Hans von Búlow þessi ár. Aðalsetur þeirra var frá ár- inu 1872 herragarðurinn Trieb- schen sem stóð á nesi út í Vier- waldstettervatn. Það var auð- vitað Lúðvík konungur sem greiddi kaupverðið. Þaðan léku þau sama leikinn við hinn sinn- isveika konung. Cosima hagaði sér þannig í Triebschen að jafnvel hinn geð- 36 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.