Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 37

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 37
sjúki konungur fór að efast um sakleysi hennar, sem hann hafði þó alltaf trúað á. Þá heimtaði Wagner með frekju að hann skrifaði Hans von Biilow bréf, þar sem hann ábyrgðist sakleysi Cosimu. Cosima, sem þá gekk með annað barn þeirra Wagners, skrifaði konunginum grátklökkt bréf: „Ég krýp við fætur kon- ungs míns, — ég á þrjú börn og þeim skulda ég það að nafn föður þeirra sé flekklaust“. Að eitt af þessum börnum vardótt- ir Wagners skipti hana ekki máli, hún var ekki smámuna- söm á þessu sviði. Lúðvík kon- ungur lét blekkjast og sá til þess að mannorð hennar var hreinsað fyrir almenningi. Nokkrum árum síðar sagði hann: — Það er ekki einu sinn/ sannur tónn í henni, má ég heldur biðja um kúabjöllu". Það var árið 1866 sem kon- ungurinn skrifaði þetta furðu- lega bréf og lét birta það. Al- menningur hló að einfeldni konungs, því allir vissu um samband Cosimu og Wagners. Þar sem Wagner átti ekki afturkvæmt til Munchen leysti hann Hans von Búlow úr þjón- ustu sinni og 18. júlí árið 1870 voru þau Cosima skilin að lög- um. Minna Wagner var látin, hún lézt árið 1866, bitur og ein- mana. Nokkrum vikum eftir skilnaðinn frá Hans von Búíow, giftist Cosima Wagner og þá var hún loksins orðin eiginkona snillingsins. Richard Wagner var þá fimmtíu og sjö ára og Cosima þrjátíu og tveggja. Hún átti þá eftir að lifa í sextíu og eitt ár, lézt fyrst árið 1931. Frá árinu 1872 varð Beyreuth miðdepill Wagnerdýrkunarinn- ar. Þar réði Cosima ríkjum. Hún hélt sig ríkmannlega, hafði tylft þjóna, sem urðu að hlýða boð- um hennar. Hús þeirra var kall- að „Wahnfried" og þar leyfði enginn sér að sitja, þegar Cos- ima kom inn í herbergi. Þegar gestir komu, voru börnin látin koma fram í forsalinn og syngja móður sinni lof. Ráðriki Cosimu yfir Richard Wagner varð einræði. Hún hafði gát á hverri sekúndu lífs hans. Hún sá strax minnstu galla á tónsmíðum hans og vakti hann þá oft upp af vær- um blundi, til að leiðrétta þá. Wagner-unnendur þakka henni þessa nákvæmni og það er sagt hún hafi ráðið endinum á „Parsifal“. Það var líka Cosimu Wagner að þakka að hægt var að safna TÓLF GLÆSILEGIR LITIR FRÁ COTY BEAU PINK 76, TOFFEE BEIGE 45, CINNAMON SUGAR 50, REAL ORANGE 49, SURE STRAWBERRY. 58, SUNNY PINK 21, TOMATO RED 61, MARIGOLD 79, MELONIE 48, NEWPENNY RED 53, PRETTY PLUM 62, HONEY POT 97. fé til þess að byggja „Festspiel- haus“ og að það hafi verið hún sem var upphafsmaður hátíða- leikjanna í Bayreuth. Það hefði ekki verið mögulegt án þess að hún hefði verið eins hörð af sér í peningamálum og hún var. Richard Wagner lézt 13. feb- rúar 1883 í höllinni Vendramin í Feneyjum. Cosima sat í tutt- ugu og fimm stundir við bana- beð hans. Þá tók hún við riki sínu. Hún stofnaði hátíðaleik- ina í Bayreuth til minningar um manninn sinn. Hún hrein- skrifaði handrit, sem Richard Wagner lét eftir sig og sem lýsa vel manninum Richard Wagner. Sjálf tók hún sér titil- inn „Meisterin“ og efaðist al- drei um að hún ein hefði alltaf á réttu að standa, og í Beyreuth fékk enginn að koma fram, nema sá sem hún hafði vel- þóknun á. Hún andaðist svo í hárri elli árið 1931, eins og áður er sagt. LENA ÞORIR EKKI AÐ VERA EIN HEIMA Framhald af bls. 17. ÞAÐ ER ERFIÐAST AÐ VERA EINN Á KVÖLDIN Það er auðvitað ljóst að skólabörnum finnst það mjög spennandi að hafa lykil að íbúðinni um hálsinn og vera sjálfs sín herra, þangað til þeir fullorðnu koma heim. En það er mjög misjafnt hvernig þeim ferst það úr hendi. En það er ekki víst, að þótt sjö til átta ára barni þyki gaman að hafa ráð á lykli, að það sé svo gam- an, þegar inn er komið. Það er auðvitað ljóst að reynslan er öllum holl. En barnið þarf nokkuð lengi hönd fullorðinna til að styðja sig við og hugga sig, ef eitthvað bjátar á. Það er mjög mikil reynsla fyrir börn að þurfa að vera oft ein, það getur líka orðið að langvarandi hræðslukennd .... Það er lífsreynsla og hún erf- ið, fyrir barn að vera eittheima á kvöldin. Fullorðnir ættu að hafa það hugfast. ☆ AÐ SPILA FYRIR PAUL Framhald af bls. 15. Hann kom þangað klukkan 9 á morgnana. Þá voru allir mættir og við hlustuðum á það sem við höfðum gert daginn áður, svo við gætum komist í samband við það sem við vor- um að gera. Síðan var byrjað og spilað í 8 tíma stanzlaust. Hann er ekki sérlega frjáls- legur en heldur ekki sérvitur, heldur fyrst og aðallega fjöl- skyldumaður. Það sem hann vill gera er að skapa góða músík. Það byrjaði þannig, minnir mig, að Linda McCartney hringdi í mig og kynnti sig sem „frú McCartney". Ég sagði „Hver“? og þá sagði hún: „Maðurinn minn vill hitta þig“. Ég spurði hvort ég hefði unn- ið fyrir manninn hennar áður og þá varð hún ergileg og sagði: „Þetta er Linda Mc- Cartney og maðurinn minn er Paul McCartney", rétt eins og ég ætti von á því að Paul Mc- Cartney hringdi í mig dags- daglega. Hún gerði mér ekki fyllilega ljóst hvað þau vildu mér. Ég hélt að ég ætti að spila með honum í upptöku eða eitt- hvað svoleiðis, en þegar allt kom til alls vildi hann aðeins fá að reyna mig. Jæja, ég fór að húsi í 45. stræti, upp á eldgamlan og skítugan hanabjálka þar sem þau höfðu verið að reyna fólk í ábyggilega þrjá daga. Ég hafði heyrt að nokkrir hljóð- færaleikaranna hefðu verið með stæla við hann — sem ég vildi forðast, því mig langaði að vinna með honum. Svo kom ég þarna og þá biðu þrír gítar-- leikarar aðrir og ég varð að bíða þar til mér var tilkynnt að ég mætti fara inn með gít- arinn minn. Hann kynnti sig fyrir mér, með þriggja daga gamalt skegg og við vorum tveir einir í þessu gríðarstóra herbergi. Fyr- ir utan okkur — og Lindu, drottninguna sjálfa — var þar ekkert nema gítarar, magnarar, píanó og trommusett. Hann spilaði blues, „folk“ og eitt- hvað meira og sagði mér að gera það sama. Ég gerði það og þá sagði hann: „Jæja, mér þykir leitt að geta ekki verið með þér lengur, en það eru margir sem ég þarf að tala við. .. . bla bla bla....“ Ég sagði allt í lagi og fór. Um leið og ég kom heim hringdi síminn og Linda bað mig að koma í stúdíóið morguninn eft- ir. Það gekk mjög vel þar, Paul Framhald á bls. 41. 30. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.