Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 5

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 5
ég kaupi ekki blaðið. Og að lokum langar mig að vita þetta: Mega allir senda ykkur smásög- ur og birtið þið þær sem eru nógu góðar? Borgið þið fyrir þær? Sendið þið til baka þær smásögur sem eru of lélegar? Með fyrirfram þakklæti og von um birtingu, HM. í~------------—H Þar sem Einar Olgeirsson sat ekki síðasta þing, skrifaði Lúp- us ekki pailadóm um hann í þetta sinn. Hitt er annað mál, að árið 1956 kom út bók eftir Lúpus, „Sjá þann hinn mikla flokk", sem var samsafn palla- dóma er áður höfðu birzt í biað- inu Suðurland. Þar var Einar Ol- geirsson tekinn fyrir. Sýningin sem þú minnist á var haldin í Charlottenborgarhöll i Kaupmannahöfn og þessi blöð færð þú á afgreiðslum dagblað- anna. Smásögur kaupum við, séu þær hentugar, sendum aðrar til baka og semjum um verðið. Simplicity Vika mín! Vilji maður panta snið hjá sníða- þjónustu VIKUNNAR, er þá ekki nóg að senda greiðslu við mót- töku? Guðríður Þórðardóttir. A Því miður: A pöntunarseðlinum stendur: „Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa fram- an við, í þvi númeri sem ég til- greini. Greiðsla fylgir með í á- vísun/póstávísun/frímerkjum. ." Þori ekki... Kæri Póstur! Ég ætla að skrifa þér nokkrar línur og biðja þig að ráða úr vanda fyrir mig eins og svo marga aðra. Þannig er mál með vexti að ég er hrifinn af stelpu og ég veit að hún VAR hrifin af mér, en nú veit ég ekki hvar ég hef hana. Ég er bara svo feiminn að ég þori lítið að tala við hana — og hvað þá að bjóða henni upp á böllum. A síðasta balli dansaði hún vangadans við ann- an strák og það líkaði mér nátt- úrlega ekki. Samt var alltaf eins og hún væri að gæta þess að ég sæi að hún væri að dansa við aðra. Elsku Póstur minn, hvernig á ég að fara að því að vekja athygli hennar á rnér á ný? Og ENGA útúrsnúninga. Gerðu það fyrir mig, Póstur minn, að birta þetta bréf. Einn í rusli. Pósturinn sjálfur á við vanda- mál að stríða: Hann skilur ekki með nokkru móti hvaða „útúr- snúninga" fólk er sýknt og heil- agt að saka hann um. Jæja, svona gengur það. Enginn er fullkominn. Pósturinn á hinsvegar mjög gott ráð handa þér: Hertu upp hug- ann, hringdu í píuna og spjall- aðu við hana. Komdu henni í skilning um að þú sért hrifinn af henni og hristu svo dug- lega af þér deyfðina á næsta balli og bjóddu henni upp. Ef hún vill eitthvað með þig hafa ætti það að koma fljótlega í Ijós. Stjörnuspeki Kæra Vika! Getur þú vísað mér á einhvern sem getur lesið úr stjörnukorti eða stjörnuhring. Mig vantar eitthvað heimilisfang og eins langar mig að vita hvað slíkt muni kosta. Með fyrirfram þökk, Laufaásinn. Því miður vitum við ekki um neinn sem fæst við slíka spá- dóma hér á landi, en við þiggj- um með þökkum allar slíkar upp lýsingar og lofum að birta þær. I.IOHI H , >, FERÐAFELAGAE KASSETTUTÆKI ERÁ PHILIPS 1. EL 3302 — rafhlöðu kassettu segulbandstæki, 2. N 2202 —„DE LUXE” rathlöðu kassettu segulbandstæki 3. N 2204 —rafhlöðu/220 v kassettu segulbandstæki, 4. N 2205 — ,.DE LUXE" rafhlöðu/220 v kassettu segulbandstæki. Auðvitað 4 gerðir, svo þér getiö valið rétta ferða- félagann til að hafa með, hvert sem yöur hentar. Lítið við hjá næsta umboðsmanni og veljið yður Philips kassettutæki. Það mun henta yður. HEIMILISTÆKI HAFNARSTRÆTI 3 - SÍMI 20455 30. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.