Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 4

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 4
Pira Iflvar fæst ■ársysten Pira-System fer sigurför um heiminn eins og fram kemur í samtali við uppfinningamanninn, Olle Pira, hér í blaðinu. Hús og skip hefur einkaumboð fyrir Pira System. það er selt í verzluninni í Norðurveri, Hátúni 4A. Allt annað, sem selt er undir þessu nafni annarsstaðar, eru eftirlíkingar, sem ber að varast. PIRA SYSTEM — Einkaumboð á íslandi: Hús og skip, simi 21830. FORELDRARs Hver vill veröa valdur aö örkuml eða dauða barna sinna ? Sýnið varúð og setjið CLIPPA-SAFE barna öryggisbelti í bifreiðina. (sjá bls. 22) Söludreifing: Sverrir Þóroddsson & Co. Tryggvagötu 10, Reykjavíó. — Símar: 23290 — 26390. David L. C. Pitt, Hafnarfirði. P0STURINN Dýralækningar Kæri Póstur! Ég er 15 ára og hef lengi ætlað að skrifa þér. Ég hef mikinn áhuga á dýralækningum og mig langar til að þú svarir fyrir mig nokkrum spurningum um það efni. 1. Hvað er það langt nám? (fyr- ir utan menntaskóla)? 2. Er það mjög erfitt nám? 3. í hvaða landi er bezt að læra dýralækningar? 4. Þarf að vera hér í lækna- deild háskólans áður en maður fer utan? Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Atli Vigfússon. Skriftin er nokkuð góð miðað við aldur, en ekki nógu snyrti- leg — og það er það helzta sem hægt er að lesa úr henni. Að loknu menntaskólanámi munu dýralækningar vera fimm og hálfs árs langt nám við há- skóla. Flestir íslendingar til þessa hafa stundað nám í Noregi (Oslo), en einnig hafa nokkrir verið í Þýzkalandi og Danmörku og um þessar mundir lærir einn í Edinborg. Námið er sagt mjög erfitt og alltaf gefast nokkrir upp á því, en að fara í lækna- deildina hér væri einföld að- ferð til að lengja námið og myndi lítið sem ekkert koma að gagni. „Ýmsirstunda úfinn sjó.. Kæri Póstur! Mig langar til að byrja á því að þakka þér fyrir allt gott lestrar- efni. Ég er mjög hrifin af VIK- UNNI og les hana spjaldanna á milli. En nú langar mig til að fá þig til að skera úr um svo- lítið fyrir mig. Það er þannig að maðurinn minn heldur því fram að það sé búið að birta botnana við fyrripartinn sem er svona: „Ymsir stunda úfinn sjó, en aðrir kellu sína ", Ég held því aftur fram að þeir hafi ekki birst og þykir undarlegt ef ég hef misst af þeim þar sem ég bíð spennt eftir að þeir komi. Nú spyr ég þig, ágæti Póstur, hvort búið sé að birta þá eða ekki og í hvaða blaði þeir hafi verið eða í hvaða blaði þeir verði? Svo langar mig til að vita hvort þið kaupið smásögur og hvað þið borgið fyrir þær. Með þakklæti fyrir allt gott, AEG. Nei, þessi seinnipartur hefur ekki birst enn, því miður, en um leið og eitthvað rýmkast í blaðinu, birtum við þáttinn „Síð- an síðast" og þar verSur væntan- lega þessi seinnipartur — og fleira. MaSurinn þinn skuldar þér því minkapels og Majorka- ferS og eins þarf hann endi- lega aS fara meS þig út eitt kvöldiS. Jú, viS kaupum smásögur — ef okkur líkar þær og þá er verS- iS samkomulag á milli höfundar og ritstjóra blaSsins. Charlottenborg og smásögur Kæri Póstur! Ég reyni alls staðar að fá VIK- UNA lánaða. Því miður kaupa foreldrar mínir blaðið ekki og sjálf hef ég ekki efni á því þar sem ég er atvinnuleysingi. Nú hef ég nýlega komist yfir bunka af blaðinu síðan í fyrra. Allt efnið finnst mér gott (fyrir utan smásögurnar). Sérstaklega voru sögurnar „Gleymdu ef þú get- ur" og „Hennar keisaralega tign" góðar. VIKAN er eitt af þessum fáu ópólitísku blöðum og þar með eitt af þeim lesandi. Palladómar Lúpusar eru mjög skemmtilegir og vel ritaðir. Hef- ur einhverntíma verið birt grein um Einar Olgeirsson í þeim þætti? Ef svo er, þá hvenær? Hvar er hægt að fá það blað? Jæja, loksins kem ég að efn- inu. Slðast í maí voru birtir blaðadómar um sýningu (s- lenzkra listamanna sem tóku þátt í sýningu í Charlottenborg í Danmörku. Ég veit ekki hvort Charlottenborg er borg eða safn, en ef það er safn, er það þá í Kaupmannahöfn. Ætli sé hægt að fá þessi blöð? Hvar fæ ég þau? Ekki vísa mér á bókasafn, því ég vil eiga þau. Ég vona að þú svarir mér, þótt 4 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.