Vikan


Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 50

Vikan - 29.07.1971, Blaðsíða 50
VIKAN heimsækir orlofsheimili BSRB í Munaðarnesi „Þetta hefur gengið mjög vel hér síðan við opnuðum í byrjun júní. Enginn hefur kvartað yfir neinu og allir virðast ánægðir". Þetta sagði Þórður Kristjánsson, bóndi á Hreða- vatni, en hann er umsjónarmaður orlofs- heimilahverfis BSRB í Munaðarnesi. Vikan brá sér í Munaðarnes á dögunum, spjallaði við Þórð og leit inn í tvo bústaðina, en þar bjuggu fjölskyldur frá ísafirði og Hafnarfirði. / nœstu aega v ■; Fylltir tómatar Fylltir tómatar eru alltaf skrautlegir og geta verið sem forréttur eða sjálf- stæður smáréttur. í Eldhúsinu næst birtast T1 upp- skriftir að fylltum tómötum. • Smásagan í næsta blaði heitir Yfirnátt- úruleg hefnd og er eftir brezka snillinginn Bernard Shaw. Sagan birtist í tveimur hlut- um. • í þættinum Heyra má verður sagt frá útihl jómleikum hl jómsveitarinnar Ævintýri við Árbæ, sem haldnir voru fyrir skemmstu. • Knattspyrnukynningin heldur áfram. — Næst koma litmyndir af fyrstudeildarliðum Breiðabliks í Kópavogi og Iþróttabandalags Akraness. ® Loks viljum við minna á nýju framhalds- söguna, Lifðu lífinu, sem er nýbyrjuð. Gullræningjar í sjónvarpinu Gullræningjarnir nefnist nýr, brezkur fram- haldsmyndaflokkur, sem íslenzka sjónvarpið hefur sýningar á væntanlega í næsta mán- uði. í næsta blaði segir Vikan frá þessum þáttum, sem eru 13 alls, bæði í máli og myndum. HITTUMST AFTUR - í NÆSTU VIKU Hún giftist Eskimóa Hún var einkabarn, alin upp við allsnægtir og gekk menntaveginn. Samt átti það fyrir henni að liggja að giftast Eskimóa og hefja erfitt líf á gjörólíkum slóðum — þúsund míl- ur fyrir norðan Winnipeg. gerði það ekki, hún gat það ekki. Yngvi — það væri skammarlegt hans vegna. Samt var hún æst og spenningurinn litaði kinnar hennar og gaf augum hennar aukinn ljóma. Það kom margt fólk, indælt fólk, skemmtilegt fólk, glað- vært fólk. Þau voru í stóru setustofunni og eldhúsinu og þau drukku og dönsuðu og Anna gerði slíkt hið sama. En hún beið alltaf. Loksins kom hann. Hún sá hann ekki strax, því að hún var að hjálpa Kristínu í eld- húsinu. En hún heyrði til hans og hún leit um öxl og hár hennar varð rakt við gagnaug- un. — Anna, sagði Kristján. Hún gat ekki svarað. Hann var kominn, hann stóð í gætt- inni og þau voru tvö ein í veizlunni. Hún heyrði, að Kristín sagði eitthvað reiðilega og hátt, en hún merkti ekki, hvað hún sagði. Hún vissi það eitt, að það hafði verið sett ný plata á fóninn og að Kristján breiddi út faðminn. Hann leit á hana og hún vissi, hvað hann þráði. Hún vildi það líka — Eg vissi ekki, að Kristján ætlaði að koma, sagði Kristín kuldalega. — Eg bauð honum ekki hingað. Hugsaðu þig nú um, Anna! Anna leit á hana, án þess að sjá hana, hlustaði ekki á hana, svaraði henni engu. Það gat enginn skilið þetta. Kristín ekki heldur. Það eina, sem var skilj- anlegt var sambandið milli Kristjáns og Önnu, því að það voru sálir þeirra. Og þau vissu bæði, að það var ekki til neins að berjast gegn því, sem hlaut að gerast. Það var einhver, sem setti aðra plötu á og hún gekk í faðm Kristjáns. - Komdu, sagði hann og hvíslaði í eyra hennar. — Komdu, Anna. Hún kinkaði aðeins kolli. Þau fóru. Það tók enginn eft- ir því, ekki einu sinni Kristín. Hann átti lítinn bíl fyrir utan og þau leiddust að honum. Götuljósin hurfu framhjá ör- hratt, hann ók á fullri ferð. Anna fann, hvernig næturgol- an blés um heitar kinnar henn- ar, en golan svalaði henni ekki, heldur gerði hana enn æstari. Hún hafði aldrei fyrr komið í nýju íbúðina hans Kristjáns, en hún sá ekkert þar. Þar var aðeins staður, sem þau voru í bæði og þar sem þau gætu elsk- ast. Framhald i næsta blaði. 50 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.