Vikan - 09.12.1971, Qupperneq 6
LITIL
HJÁLPARHÖND
er dásamleg"
Viðtal við séra Elías Berge, framkvæmdastjóra
Hjálparstofnunar norsku kirkjunnar,
sem hér var ekki alls fyrir löngu.
MYNDIR: EGILL SIGURÐSSON
TEXTI: ÓMAR VALDIMARSSON
Hörmungar flóttamanna frá
Bangla Desh til Indlands hafa
vakið mikinn hrylling hér á
landi sem víðar og þótt íslend-
ingar vilji ef til vill ekki vita
af vandamálunum við húsvegg-
inn hjá sér, þá hafa þeir ekki
látið liggja á liði sínu í við-
leitni við að hjálpa þessu vesa-
lings fólki úti í heimi.
Hörmungar á hörmungar of-
an hafa dunið á íbúum Austur
Pakistan. Fyrir ári síðan skall
mikil flóðbylgja á landinu og
í marz sl. réðust hersveitir
Yaja Khans inn í landið og
upphófu þar borgarastyrjöld
með þeim afleiðingum, að nú
eru í Indlandi tæpar 10 millj-
ónir flóttamanna frá ófrjálsu
Bangla Desh. Óopinberar töl-
ur, sem þó eru taldar áreiðan-
legar, herma að milljónir hafi
aldrei átt þess kost að flýja,
byssukúlur stjórnarhersins hafi
séð fyrir því. Og enn eru ótald-
ar milljónirnar sem bíða heima
fyrir og þjást þar. í haust skall
önnur flóðbylgja á landinu ...
I byrjun nóvember efndi
Hjálparstofnun kirkjunnar hér
á landi til skipulagðrar söfnun-
ar til aðstoðar flóttafólkinu og
í því sambandi kom hér fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunar
norsku kirkjunnar, séra Elías
Berge. Blaðamaður og ljós-
myndari VIKUNNAR hittu
hann að máli skömmu áður en
hann hélt aftur heim til Nor-
egs og voru báðir sammála um
að ef væri til stórmenni, væri
það áðurnefndur Elías Berge.
Viðtalið við hann fer hér á
eftir.
— Þú hefur verið í Austur
Pakistan, ekki satt?
—• Jú, þrisvar sinnum. í
fyrsta skiptið var það aðeins
örfáum dögum eftir flóðið
mikla, sem var það skelfileg-
asta sem hefur orðið í þeim
heimshluta. Austur Pakistanir
eru vanir flóðum, en það eru
flóðin úr Ganges og Rama
Putra, sem eru náttúrlega ekki
nærri eins hættuleg og alvar-
leg. Síðan hef ég komið tvisv-
ar, í síðara skiptið aðeins fyrir
örfáum vikum.
—- Hvernig er raunverulegt
ástand í Austur Pakistan nú?
— Ég held að enginn, eng-
inn, geti sagt nákvæmlega til
um hvernig ástandið er þar nú.
Til að útskýra örlítið, ætti ég
sennilega að segja þér dálítið
til um hvernig okkar starfi er
háttað. Við starfrækjum skrif-
stofu í Dacca og auk þess er-
um við með 9 verkefni hér og
þar um landið, bæði neyðar-
hjálp (emergency relief) og
eins langtíma uppbyggingu og
við það síðarnefnda notuðum
við sérfræðinga á ýmsum svið-
um: arkitekt, fiskiðnaðarmenn,
lækna og hjúkrunarkonur,
kennara og þar fram eftir göt-
unum, en við neyðarhjálpina
einbeitum við okkur að mat-
væla- og lyfjagjöfum. Við reyn-
um náttúrlega að lyfta fólkinu
örlítið upp úr eymdinni sem
það er í og til þess er langtíma
uppbyggingin ætluð. Það er
ekki hægt að færa fólk allt í
einu úr strákofunum inn í ný-
tízku einbýlishús, það hrein-
lega gæti ekki ráðið við þá
'mmm
í 1
6 VIKAN 49. TBL.