Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 7
andlegu og líkamlegu áreynslu
sem slíkt hefði í för með sér.
Svo að segja strax eftir flóð-
bylgjuna, byrjaði fólk að
streyma yfir þau geysivíðáttu-
miklu landamæri sem umlykja
Austur Pakistan og inn í Ind-
land og nú eru ekki færri en
9% milljón flóttamanna í flótta-
mannabúðum þar. Þetta vesl-
ings fólk, sem var mjög þjáð
í þorpum sínum heima fyrir,
fór úr einu vítinu í annað.
— Þú sagðir í sjónvarpsvið-
tali hér að þetta vaeri fyrst og
fremst pólitískt vandamál . . .
— Vissulega . . .
Telur þú þá að Bangla
Desh eigi eftir að verða að
raunveruleika?
— Já, það verður að gerast.
Hvað meinum við annars með
lýðfrelsi? Hvaða meiningu
leggjum við í þetta sífellda
hjal okkar um mannréttindi?
Hvað meinum við? Ekki neitt!
Vilji 75 milljóna er hafður að
engu.
— En hvernig getur Bangla
Desh orðið að raunveruleika,
þegar stórveldin virðast láta
sér standa nákvæmlega á sama
um afdrif þessa fólks?
— Ef þú gætir sagt mér það
yrði ég hamingjusamur maður.
Ég veit það ekki . . . og þó, ég
veit miklu meira um ástandið
þarna en nokkur maður gæti
ímyndað sér, en ég vil ekki tala
mig út um það. Þú skilur mig,
vinur minn, það hvílir mikil
ábyrgð á herðum mér og ég má
ekki segja rnikið. Um allan
heim, sérstaklega í Þriðja heim-
inum, eru milljónir á milljónir
ofan sem þarfnast hjálpar okk-
ar og í ár tekur Norska hjálp-
arstofnunin þátt í 160 verkefn-
um víðs vegar um heiminn, allt
frá Kóreu til Suður Ameríku
og ef ég, sem ’framkvæmda-
stjóri þeirrar stofnunar, segði
frá öllu sem ég vissi, væri ég
þar með búinn að eyðileggja
möguleika okkar í mörgum
löndum og jafnframt framtíð-
armöguleika og vonir fólksins
sem þarf á okkur að halda. Við
getum náttúrlega ekki hjálpað
öllum, en allir geta hjálpað
sumum og það er skylda okk-
ar sem kristinna manna að
hjálpa hverri þeirri sál sem
þarf á því að halda.
Ef ég er staddur við höfnina
í Osló og heyri lítið barn gráta
og sé hönd sem er hjálparþurfi,
þá tek ég ekki af mér úrið áð-
ur en ég stekk. Ég spyr ekki
hver eigi þetta barn og hvað
hafi skeð, ég stekk! Hvaða
maður sem er myndi gera það.
Þannig vinnum við hjá Kirk-
ens Nödhjelp, við spyrjum
ekki um pólitískar skoðanir
fólksins sem er í neyð, við
stökkvum óhikað. Reglur okk-
ar eru aðeins 8 og reyndar er
ekki enn búið að prenta þær,
en þar stendur skýrum stöfum,
að við hjálpum fólki án þess
að spyrja um trú, þjóðerni,
kynþátt eða stjórnmálaskoðan-
ir.
Þess vegna verðum við að
vera ákaflega varkárir í sam-
bandi við það sem við segjum
og gerum; ekki okkar vegna,
við höfum nóg og búum við
lífsskilyrði sem eiga sér enga
hliðstæðu í veröldinni, en á
meðan sveltur meira en helm-
ingur mannkyns. Við erum al-
in upp í kristinni siðfræði og
spyrjum engra spurninga um
þá sem svelta, kristindómur-
inn býður okkur að vinna fyrir
bættum hag þessa fólks.
— Við höfum heyrt sögur
af fjöldadrápum vestur paki-
stanskra hermanna á varnar-
lausum borgurum í austurhluta
landsins. Getur þú staðfest
þessar sögur, af eða á?
—- Ekki spyrja mig að þessu,
vinur minn, ég bið þig. Ég veit
of mikið.
— Of mikið?
— Já. í Osló bíður hópur eft-
ir því að komast af stað til
Pakistan og flóttamannabúð-
anna í Indlandi og þótt ég viti
ekki hvernig sambönd paki-
stanska stjórnin hefur hér á
íslandi, þá veit ég að í Noregi
grandskoðar hún hvert einasta
orð sem haft er eftir mér í
blöðunum, svo ég verð að vera
mjög varkár. Það er ekki hægt
að loka dyrunum áður en mað-
ur er kominn inn fyrir og það
er alls ekki víst að við séum
búin að sjá það versta ennþá.
Hver veit hvað bíður okkar,
fréttir og sýnir, þegar við kom-
um lengra inn í landið og hitt-
um fleira fólk? Flóttamanna-
vandamálið í Indlandi er það
alvarlegasta og mesta sem heim-
urinn hefur vitnað og í Austur
Pakistan eru enn 65 milljónir
manna, sem ekki er hægt að
færa mat — og þetta fólk get-
ur ekki, eins og nú er ástatt,
séð sér sjálft fyrir fæðu.
— Hver er tilgangurinn með
hcimsókn þinni til íslands?
— Vinur minn, Sigurbjörn
Einarsson biskup, bauð mér að
koma hingað og gefa góð ráð í
Framhald. á bls. 39.
49. TBL. VIKAN 7