Vikan - 09.12.1971, Side 9
íslenzkt fólk á ferð í hátíðarskapi. Mynd þessi er gerð af erlendum lista-
manni þjóðhátíðarsumarið 1874.
„Hún var haldin 2. dag ágúst-
mánaðar. Hátíðin byrjaði þeg-
ar um morguninn með guðs-
þjónustugjörð í dómkirkjunni
kl. 8—9%. Dómkirkjan var
prýdd hið skrautlegasta, og öll
ljósum ljómuð. A háaltarinu
brunnu ljós, sem vanalega, en
i kórnum voru reistar tvær há-
ar kertastikur sín hvorum meg-
in við skírnarfontinn, klæddar
grænum dúkum, og vafðar
blómhringum, og aðrar tvær
með sama umbúnaði, fyrir neð-
an tröppurnar. Kringum altar-
istöfluna voru dregnar lauf-
gjarðir og blómskraut, hið feg-
ursta, og líkt fram með báðum
loftsvölunum. Stóll landshöfð-
ingja var ætlaður konungi, og
var rauðum tjöldum slegið upp
báðum megin við stólinn, og
með þeim lágu blómgjarðir og
blómsveigar, er var mjög hag-
lega fyrirkomið. Konur og
meyjar bæjarins, sem skreytt
höfðu konungsbryggjuna, höfðu
einnig hér um búið, og gjörðu
útfendir mjög orð á, hve það
hefði tekizt snilldarlega.
Konungur sjálfur og sonur
hans og flest annað stórmenni
var við hámessuna, en það var
sú, er haldin var í miðið, kl.
10 Mi — 12. Hérumbil kl. 9 Vi
kom sveit hermanna frá kon-
ungsskipinu Jylland og gekk
við hl j óðf ærablástur upp að
dómkirkjunni, og nam þar stað-
ar. Nokkru síðar kom sveit
kadetta eða sjóforingjaefna frá
Heimdal og gekk einnig til
kirkju; var þar einnig raðað í
kirkjuna í tvær raðir innan frá
kór og fram að kirkjudyrum
beggja megin við göngin, þar
sem konungur átti um að
ganga.
Nú tók fólk óðum að flykkj-
ast í kirkjuna, lögreglustjóri
var þar staddur með lögreglu-
þjónum, til að sjá um að ekki
yrði troðningur, og allt færi
fram sem skipulegast. Lítilli
stundu síðar eða um kl. 10 Vi
kvað við lúðrablástur fyrir ut-
an kirkjuna; kom nú konung-
ur með mikla sveit manna, og
gekk í kirkju, en sveitir her-
manna höfðu skipað sér til
beggja handa meðfram kirkj-
unni. Biskup var áður genginn
til kirkju, og var skrýddur full-
um biskupsskrúða; en er kon-
ungur kom, gekk hann til móts
við hann fram í kirkjudyr;
ávarpaði hann konung þar með
nokkrum orðum og fylgdi hon-
um síðan inn að kór. Gekk þá
konungur til sætis síns, og svo
prinsinn í stól landshöfðingj-
ans innanvert á loftsvölunum
öðrum megin. En þar utar af
sátu aðmírállinn og yfirforingj-
ar allra herskipanna. í innstu
bekkjunum niður var skipað
Hátíðarmessa í dómkirkjunni í Reykjavík. Pétur biskup Pétursson í stóln-
um, Hallgrímur Sveinsson dómkirkjuprestur fyrir altari. Þrjár messur voru
fluttar þennan dag og var konungur viðstaddur þá í miðið. Þá var meðal
annars sunginn lofsöngur eftir Matthías Jochumsson við lag eftir Svein-
björn Sveinbjörnsson, tónskáld. Þetta var „Ó, guð vors lands“, sem síðar
varð þjóðsöngur okkar, fluttur í fyrsta sinn. Sagt er, að bæði ljóð og lag hafi
haft djúp áhrif á kirkjugesti.
hinum göfugustu gestum þjóð-
hátíðarinnar og öðrum höfð-
ingjum. En þar utar frá var
múgurinn og var kirkjan meir
en alskipuð fólki.
Þá hófst nú guðsþjónustu-
gjörðin, og fór hún fram á lík-
an hátt og vant var, nema viö
meiri viðhöfn. Biskup landsins,
doktor Pétur Pétursson, flutti
töluna. Söngurinn fór fram hið
hátíðlegasta með organslætti,
en fyrir honum stóð organisti
dómkirkjunnar, hinn ágæti
söngmeistari, Pétur Guðjohn-
sen. Nýir sálmar voru sungnir
og voru þeir allir ortir af hinu
lipra sálmaskáldi, Helga Hálf-
danarsyni prestaskólakennara,
en einn lofsöngur var eftir
þjóðskáldið Matthías Jochums-
son, með lagi eftir hið fræga
íslenzka tónskáld, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, organista í Ed-
inborg. Þá er guðsþjónustu var
lokið, gullu aftur við lúðrar
fyrir utan kirkjuna, og gekk þá
konungur úr kirkju með hinni
sömu skipan sem fyrr, en síð-
an mannfjöldinn. Hinar mess-
urnar, sú um morguninn og sú,
er haldin var síðar um daginn,
fóru fram á líkan hátt, en með
Framhald á bls. 53.
49. TBL. VIKAN 9